þriðjudagur, maí 29, 2012

Fantasíur kvenna markaðsvæddar með vafasömum hætti

Það hefði verið gaman að geta verið jákvæð í garð þess framtaks sem hefur það að markmiði að konur njóti kynfrelsis síns og kynlífs og skammast sín ekki fyrir kynferðislegar fantasíuhugsanir. En því miður eru nokkrir gallar á framkvæmdinni. Gísli Ásgeirsson hefur bent á fjárhagslegu hliðina; að bókaútgefandinn og konan sem safnar sögunum saman muni hirða arðinn en höfundar kynórasagnanna fái ekkert fyrir framlag sitt.* Það kemur auðvitað m.a. til af því að nafnleysi höfundanna verður svo gríðarlegt að enginn fær að vita hverjir skrifa sögurnar.

Gallinn við það fyrirkomulag, að sögurnar séu sendar inn nafnlaust án þess að grennslast sé fyrir hver skrifar þær, er augljós: Karlmenn geta sent inn sögur undir því yfirskini að þær séu eftir konur.** Það er ekki „bara fallegt“ ef karlar semja sögur og senda þær inn. Það er í beinni andstöðu við það markmið að „konur geti notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum og ekki neinna annarra“ og að sögurnar hafi verið „verndaðar innan ímyndunarafls“ kvenna.

Ef fantasíurnar eiga að vera „sannar“ eins og Hildur fer fram á, er algerlega nauðsynlegt að hún sannreyni hverjir höfundarnir eru. Það má vel vera að kynórar karla og kvenna skarist á einhverjum sviðum en ef karlar skrifa kynóra kvenna þá er það ekkert annað en fölsun.*** Ég get ekki ímyndað mér annað en það kæmi útúr því skrumskæling á kynlífi sem hefði beina vísun í misjafnlega geðslega hugaróra karla, sem meira og minna eru sprottnir úr klámi.

Ef nú Hildur væri bara að safna þessu á netsíðu eða hygðist gera rannsókn gegndi allt öðru máli. En sögurnar eiga að vera söluvara. Og ég fer aldrei ofan af þeirri skoðun að þegar kynlíf er til sölu — hvort sem það er ljósmyndað, teiknað, kvikmyndað eða skrifað — er klám. Það gefur því auga leið að ég er hreint ekki hrifin af þessu framtaki.

___
* Ef svo fer, eins og Gísli spáir, að aðeins fáar sögur berist og fyllt verður uppí með þýddum sögum (að hætti Bleikt.is), þá er um leið gert verulega lítið úr þeim fáu konum sem þó sendu inn sögur í góðri trú og af fyllstu einlægni.

** Hvenig litist körlum á ef ég þættist vera karlmaður og sendi inn sögur í bók um kynóra karla?

*** Útafþví að ég minntist á Druslubókabloggið í síðasta pistli þá rifjast upp fyrir mér að í eina skiptið sem umræður þar hafa ekki verið skemmtilegar og uppbyggilegar var þegar Kristín Svava Tómasdóttir skrifaði ansi vandaðan pistill um bókina Lolitu (mér er reyndar meinilla við þá bók) þar sem hún útskýrir hvað á sér í rauninni stað í bókinni, þ.e.a.s. þar lendir 12 ára stúlkubarn í klónum á barnaníðingi. Í athugasemdakerfinu bar svo við að einhver sem skrifaði undir nafninu Kristinn hafði sitthvað við pistilinn um Lolitu að athuga. Svo virðist sem hann hafi náð að slíta sig nógu lengi frá barnakláminu í tölvunni til að koma þeirri skoðun sinni á framfæri að 12 ára börn tæli fullorðna karlmenn til fylgilags við sig. Nú veit ég auðvitað ekki hver þessi Kristinn er, kannski hefur hann í rauninni upphafstafina JBH, en mikið hrikalega þótti mér óþægilegt að sjá einhvern verja þessa afstöðu. En ef nú þessi Kristinn sæi sér leik á borði og sendi inn sögu í kynórasafn kvenna, yrði það þá 'ögrandi en sönn saga' um konu sem hefur haft kynóra um gamla, graða karla alveg frá því að hún var 12 ára tálkvendi? Mikið væri það nú raunsönn lesning!

Efnisorð: , , ,

laugardagur, maí 26, 2012

Miðlun menningarefnis á gervihnattaöld

Þegar margir aðilar leggjast á eitt til að miðla menningarefni, ber að þakka það og virða. Því miður hefur mér þó láðst að þakka druslubókadömunum, sem skrifað hafa bókablogg árum saman, en geri það hér með. Reyndar er óskiljanlegt að ég skuli aldrei hafa á þær minnst áður, eins og mér finnst Druslubækur og doðrantar fín síða. Þar er fjallað um reyfara og bókmenntir, barnabækur, fræðibækur, matreiðslubækur og prjónabækur, svo fátt eitt sé nefnt, og hafa druslubókadömurnar allar gott lag á að gera efnið áhugavert, jafnvel fyndið (þó þær séu örugglega feministar).

Umfjöllun þeirra um bókabúðir og bækur á gististöðum (sumabústöðum, hótelum, gistiheimilum, íbúðum sem teknar eru á leigu) er áhugaverð og vekur örugglega fleiri lesendur en mig til meðvitundar um bækur í umhverfi okkar, hvaða bækur fólk kýs að lesa í fríum og deila með öðrum, hvernig bókunum er stillt upp og hvaða áhrif það hefur á upplifun þeirra sem gista staðinn.

Mig hefur oft dauðlangað að lesa bækur sem druslubókadömur fjalla um (nema prjónabækur, það er bara bilun) og finnst stórskemmtilegt að bera þeirra skoðanir saman við mínar þegar ég hef lesið bók sem er til umfjöllunar. Ekki skaðar að lesendur druslubókasíðunnar eru duglegir að skrifa í athugasemdakerfið og koma þar einatt skemmtilegar athugasemdir og ábendingar um enn fleiri áhugaverðar bækur. Þetta er einhver best heppnaða og langlífasta bloggsíða um menningarefni sem ég veit um hér á landi.

Druslubækur og doðrantar er uppáhalds.

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, maí 23, 2012

Spilað út í beinni

Eftir nýjasta útspil Ólafs Ragnars Grímssonar, þar sem hann þykist aldrei hafa sagt það sem til er skjalfest að hann sagði um að hætta hugsanlega á miðju kjörtímabili, þykir mér með ólíkindum ef fylgið hrynur ekki af honum. Það má allavega mikið vera ef fleiri bætast í hóp þeirra sem nú þegar eru svo vitlausir að vilja kjósa hann. Urr hans og gelt í átt að helsta keppinauti hans og eiginmanni hennar er einstaklega ósmekklegt, og er vart á bætandi hans fyrri hegðun í embætti (sjá t.d. áramótaskaup 2009).

Eftir nýjasta útspil Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar — hann er líka að spila út eins og forsetinn — getur ekki verið að hann fái að stíga í pontu alþingis oftar. Meira segja Vigdís Hauksdóttir hlýtur að hafa tekið hann á eintal og segja honum að það séu takmörk hversu mikið rugl er hægt að láta útúr sér fyrir framan sjónvarpsvélar þingsins.

Efnisorð:

þriðjudagur, maí 22, 2012

LÍÚ, auglýsingarnar og athugasemdirnar

Margt hefur verið skynsamlegt skrifað um LÍÚ, andstöðu þeirra við kvótafrumvarpið, hvernig kvótinn hefur hingað til fært þeim hagnað og ekki síst dómsdagsauglýsingarnar þar sem heimsendi (og helför) er spáð verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika. Dæmi um skynsamleg skrif má lesa hjá Agnari Kr. Þorsteinssyni og Illuga Jökulssyni. Annað hefur verið minna skynsamlegt, svo vægt sé til orða tekið, sérstaklega í athugasemdakerfum hjá þessum pistlahöfundum og hjá fréttamiðlum.

Af því sem ég hef lesið í hinum ýmsu athugasemdahölum, t.d. við hina ágætu grein Illuga um auglýsingarnar, þá hef ég getað tekið undir sumt og fundist annað áhugavert (á jákvæðan hátt). Ég hef tekið það saman í nokkra efnisflokka sem hér fara á eftir, enda þótt oft liggi fólki mikið á hjarta og því fellur ekki allt sem það segir undir efnisflokkinn sem það ratar í hjá mér. 

(Til athugunar: Ég hef klippt út bein svör sem yfirleitt er beint til þeirra sem verja LÍÚ, þ.e. tekið út nöfn þeirra, enda þótt ljóst megi vera að oft er verið að svara fullyrðingum eða bauna á einhvern. Einnig hef ég kippt út leiðindatexta sem ávallt fylgir facebook athugasemdum á borð við „virkur í athugasemdum“ og „svara /líkar þetta“. Reyndar varð ég að falla frá þeirri ákvörðun að birta facebook athugasemdirnar eins og þær birtust með mynd og tilheyrandi, og því breytti ég öllu heila gillimojinu í einfaldan texta. Þar sem fólk fer útí aðra sálma klippi ég það líka burt, en athugasemdirnar í heilu lagi má finna á síðunum þar sem þær birtust. Hér birti ég það sem mér þykir vert um að halda til haga, ekki annað.)

Allt fer á hausinn og enginn fiskur veiðist framar

Gísli Tryggvason ·
Ef fyrirtækið færi á hausinn vegna ofurskuldsetningar eða veiðigjalds,  myndi þá fiskurinn og atvinnan hverfa?
11. maí kl. 18:06

Stefán Erlendsson  ·
X, Einkafyrirtæki eru peningavélar fyrir þá sem eiga slík fyrirtæki. Fiskurinn í sjónum er ekki eign þriggja fyrirtækja. Samherji er einkafyrirtæki og það fyrirtæki má græða milljón skrilljarða mín vegna, en þá er líka eins gott að ég fái minn hluta af þeim hagnaði. Það er ekki glæpsamlegt að reka sjávarútvegsfyrirtæki en það er glæpsamlegt að reka sjávarútvegsfyrirtæki eins og þessi skrímsli (Grandi, Samherji) eru rekin. Það er algjör fyrirsláttur að meirihluti þjóðarinnar fari til andskotans þó að veiðigjaldið sé hækkað um einhverjar krónur. Í rauninni ætti þetta veiðigjald að vera 50% af öllum hagnaði. Hvað í andskotanum hafa þessi fyrirtæki við tugi milljarða að gera? Þeir sem reka þessi fyrirtæki taka ALLTAF lán ef framkvæmdir eru yfirvofandi. Hvar eru allir peningarnir? Ég bara spyr. Það á að skattleggja sjávarútveginn til tunglsins og þaðan til andskotans
14. maí kl. 10:07

Veiðigjaldið og það sem beinlínis snýr að peningahliðinni 

Sigurður S. Gunnarsson ·
Hvort er þetta fólk að tala um stjórn fiskveiða eða veiðigjald? við eigum að einbeita umræðunni við veiðigjaldiinu það er núna heilar 8 kr. fyrir kg, en er leigt út af kvótahöfunum fyrir 320 kr. kg. um þetta ætti umræðan að snúast.
 11. maí kl. 14:43

Elías Björnsson ·  Skipper hjá M.b Heiða Ve
Allir þeir útgerðamenn sem fá úthlutað aflamarkskvóta telja sig eiga kvótan. Auðlindin í þjóðareign er ekki til í þeirra orðaforða. Það sem fer mest í taugarnar á sægreifunum í væntanlgum frumvörpum um stjórn fiskveiða sem eru í vinnslu á Alþingi þessa daganna eru, ákvæðii um að auðlindin í hafinu við Ísland er sameign þjóðarinnar hana má ekki selja eð veðsetja. Það er nú það eru útvegsmenn að veðsétja kvótan? þó að lögum samkvæmt sé það óheimilt. Útgerðarmenn sem aðrir geta ekki , mega ekki veðsétja aflamark sem þeim er úhlutað til afnota. Furmvarpinu um aulindagjalld er sett fram tillaga um auðlindagjald sem sægreifarnir eru vitlausir út af. En sá fáheyrði atburður gerðist í gærkveldi í Kastljósi, að forsvarsmaður sægreifana Jens held ég að hann heiti og Björn Valur þingmaður VG, tókust í hendur uppá það að þeir væru samála um leggja auðlindagjald á útgerðina, þeir áttu bara eftir að semja um upphæðina.
 15. maí kl. 02:06


Aðförin gegn landsbyggðinni
Eins og sést á athugasemdunum hefur sú aðför hefur reyndar löngu farið fram.

Jón Ingi Cæsarsson ·
Sorglegt að horfa á þetta... undirgefnir og bognir mæla þeir kerfi bót sem allir vita að hefur sett heilu byggðarlögin á hliðina..og það oft bara í næsta firði.
11. maí kl. 14:23

Þorsteinn Þ Baldvinsson ·
Kerfi sem lagði meðal annars Raufarhöfn,Seyðisfjörð og mörg önnur í rúst.
11. maí kl. 14:59

Víðir Björnsson ·
Eg bý nú í sjávarbyggð þar sem kvótinn var seldur í burtu X minn, og það er nú bara svoleiðis að þeir sem eiga kvótann er alveg skítsama hvar fiskurinn er unninn svo lengi sem það gefur fleiri krónur í vasann hjá þeim. Ég er hvorki hlynntur ESB eða ríkisstjórninni og þaðan af síður útgerðarmönnum sem kúga menn til hlýðni.
11. maí kl. 16:24

Elín Erna Steinarsdóttir ·
Suðurnesjamenn ættu t.d. allir sem einn að fara fram á að kerfinu verði breytt. Þó stutt sé þar í góð mið er búið að selja megnið af kvótanum þaðan. Varla hefur það aukið atvinnustigið á svæðinu.
12. maí kl. 06:48

Margret Sigrun ·
Í mínu bæjarfélagi fyrir c.a 30 árum + þá voru 8-10 frystihús og bryggjan full af bátum og nóg af vinnu að hafa. Í dag eru kansi 1 - 2 frystihús sem kaupa fisk til vinnslu af markaði (lifa eflaust ekki lengi þannig). Bryggjan alltaf tóm kanski 2 bátar. Hvar eru allir bátarnir og kvótinn? Svar; Hjá stóru útgerðarfélögunum sem keyptu allt og lofuðu að halda öllu í byggðarlaginu sem stóðst svo ekki. Nú vilja nýir aðilar koma á útgerð í bæjarfélaginu en þeir geta það ekki vegna sjávarútvegsstefnu sem hygglir fáum. Ég spyr afhverju erum við með sjómannaskóla eða fisktækni skóla þegar það má ekki verða nýliðun í greininni? Það verða synir og dætur kóngana sem erfa auðæfi sjávarins frá einum ættlið til þess næst. Það er engan veginn sanngjarnt að mínu áliti. Ég styð eindregið að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar, þær eru visvænar og skemma engin hryggningamið eða skrapa botn sjávar.
12. maí kl. 07:45


Kvótaeigendur og sægreifar
Hér viðrar fólk skoðanir sínar á hegðun útgerðarfyrirtækja og kvótaeigenda fyrr og síðar.

Brynjólfur Sigurbjörnsson ·
X,  ekki eru þarna lífshagsmunir heldur afkomumöguleikar til frekar skamms tíma og hafa aldrei verið til langs tíma hjá úgerðarmönnum hjá LÍÚ það þekki ég á eigin skinni og veit líka að þeir hugsa ekki um afkomu starfsmanna sinna og mundu glaðir skifta á íslenskum og pólskum ef því væri að skifta svo er annað að þeir ætla okkur að greiða skuldir sínar hvort sem þeir fara á hausinn eða ekki svo það er best að þeir fari sem fyrst á hausinn fyrst þeir ekki geta borgað þá fáum við einhverju ráðið um afkomu okkar
11. maí kl. 15:50

Ingólfur Kjartansson ·
Kvótakóngar og sægreifar vestur á fjörðum hafa um áratugaskeið stundað það að mjólka t.d. styrkjakerfið með góðum árangri. Konan skráð atvinnulaus, oftar en ekki hámenntuð og á góðan möguleika á atvinnu. Gróði útgerðar fluttur í félag. Hjónin fengið hundruð þúsunda í allskonar bætur árum og áratugum saman. Svo að auki er svindlað svoleiðis á kerfinu varðandi löndun og vigtun og allir brosa og segja amen. Þetta fólk er fólkið sem keyrði íslenskt samfélag í kaf með öfga og öfugugga hætti. En það er allt í lagi er það ekki??
11. maí kl. 16:24

Brynjólfur Sigurbjörnsson ·
 Nei […] þetta er ekki svona einfalt að grilla á kvöldin og græða á daginn ef þú leigir eign þína vilt þú fá greidda leigu sem telst hið ágætasta mál og þó þú hafir krafist lágrar leigu er þér heimilt að hækka hana það eru gömul sannindi og ný og við skulum ekki gleyma því að við erum hið opinbera
11. maí kl. 17:49

Sigurður Jónsson ·
Afnám kvótakerfisins er mesta hagsmunamál bæði sjómanna og fiskverkunar fólks jafnt og alls almenings í landinu svo ef þjóðin ásamt sjómönnum ætlar að gæta hagsmuna sinna á það að berjast gegn þessu kvótakerfi af öllu afli. Að vakna á hverjum degi til góðara verka er anuðsyn hverjum manni en það þarf ekki einokun fárra á fiskveiðiheimildunum til að fólk hafi vinnu á Íslandi og aldrei hefur alvöru hagvöxtur verið meiri á Íslandi en fyrir daga kvotakerfisins
12. maí kl. 02:21

Sigurður Jónsson ·
Ekki er nóg með það að búið er að beita sjómenn afkomu ofbeldi í 20 ár heldur er núna með hjálp Hafræðings LÍÚ í HÍ búið að stofna svo nefndan sjávarklasa þar sem öll fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi á einhvern hátt eru komin undir eina sæng og ef einhver gengur ekki í takt við Kvótahirðina þarf sá hinn sami ekki vænta frekari viðskipta. Svona grímulaust er ofbeldið og er þetta gert til að hægt sé að "eyðileggja" fólk sem leyfir sér að segja sannleikann um kvótakerfið og berjast fyrir bættum launum. Ef menn taka eftir hvaðaðn yfirlýsingar úm fiskveiðistjórnina koma þá taka menn eftir að allar þær stofnanir og þau fyrirtæki sem eru í tengslum við fiskveiðar hafa sömu skoðun sem kemur að norðan.
 12. maí kl. 02:30
Hallmundur Guðmundsson · 
X,  ekki trúi ég því að þeir sem hyggi á brotthvarf úr greininni láti sig hverfa auralaust.
Þá verður það á þann hátt að eftir stendur greinin fyrir þeirri skuld.
P.S. er ekki Eskja talið einn af þessum stóru og góðu?
Og var ekki gælusonur einn þar á bæ leystur út með 1,6 milljarði fyrir örfáum misserum.
Ef þeir sem starfa við greinina sleppa þrælslundinni og horfa með réttlætis og ggnrýnisaugum á þetta aflamarkskerfi þá ættu þeir að sjá þann subbuskap sem hefur viðgengist og þann subbuskap sem mun viðgangast að óbreittu kerfi.
Þrátt fyrir þessi orð mín get ég ekki séð að þetta skattlagningarfrumvarp (auðlindagjald) bæti á nokkurn hátt úr sóðaskapnum.
 12. maí kl. 03:56

Atli Hermannsson ·
 Ef við tökum dæmi um hversu ógeðfeldur þessi áróður er. Má byrja á auglýsingu með Stefáni netagerðarmeistara hjá Egersund á Eskifirði sem áður hét netagerð Eskifjarðar. Þorskkvótinn í plássinu var seldur í heilu lagi fyrir nokkrum árum þegar greiða þurfti tveim sonum Alla-rííka út arðinn. Siðan þá hefur varla verið fixað eitt einasta trollstykki fyrir botntrolli á staðnum. Þá sérhæfir netaverkstæðið sig í flottrollum fyrir makril-kollmunna- loðnu og síld sem ekki stendur til að fyrna eða setja í neina potta. Þetta er því alveg kostuleg framsetning þessi auglýsing. Það sama má segja um þann sem er í forsvari fyrir löndunargenginu þarna fyrir austan og harmar hlutinn sinn, hanns vinna snýst einnig 100% í kringum uppsjávarafla.
12. maí kl. 07:36

Atli Hermannsson ·
Segðu mér hversu mkið var selt af þorski úr plássinu til að fjármagna arfinn? Hvað skuldsetti fyrirtækið sig mikið við að borga bræðurna út?.
Það verður ekki hróflað við úthlutuninni á uppsjávaraflanum svo austfirðingar geta alveg andað rólega - bæði Stefán og forstjóri Tandbergs. Samkvæmt fiskveiðifrumvarpinu verða því 93.4 % af heiildar þorskaflamaki þjóðarinnar úthlutað óbreytt. Restinn fer í potta sem núverandi kvótahafar hafa sama aðgang að og aðri. Því er i raun ekki verið að taka neitt af stórútgerðinni eins og menn halda - nema hluta af hagnaðinum. ... því er sorglegt að sjá hvernig LÍÚ beitir einfeldingum fyrir sig í sinni grímulausu sérhafsmunagæslu.
12. maí kl. 12:47

Stefán Erlendsson ·
Útgerðagerðafyrirtæki eru ekkert annað en peningavélar fyrir örfáa menn sem ættu allir að sitja í fangelsi. Ef þú horfir á The Godfather I - III þá sérðu hvernig útgerðafélag á Íslandi virkar
12. maí kl. 23:20

Atli Hermannsson ·
Ég fullyrti að allur þorskur hafi verið seldur afstaðnum... það er ekki alveg rétt hjá mér.. mér datt bara ekki til hugar að vera svo nákvæmur að draga 14 metra smábát inn í umræðuna eða nefna gömlu Eldborgina / Hólmaborgina sem geymir 500 tonn af þorski sem hún veiðir aldrei - heldur einhver annar. Þá gæti ég að sjálfsögðu verið nákvæmari þegar ég nefni Tandraberg.í stað 100% skal ég sættast á 95%
13. maí kl. 04:46

Magnús Helgi Björgvinsson ·  
Svona ágætt að setja þetta líka í samband við að stærstu útgerðirnar í dag virðast hafa umtalsvert fé sem þær nota til að kaupa sér velvild. Samherji borgaði starfsfólki sínu um 300 milljónir fyrir áramót í svona jólagjöf og lofar peningum í góð verkefni þarna á Akureyri. HB Grandi ætlar að bjóða öllum íbúum Vopanfjarðar ókeypis líkamsrækt sem og endurnýja og bæta við tækjum þar. Nokkar útgerðir eyða hundruðum milljóna í að gefa út dagblað. Og ýmislegt fleira mætti nefna. Svo eru menn að hóta því núna að útgerðir munu fara á hausinn af því að það verður tekið af hagnaði þeirra. Halló er einhver að trúa þessu? 

Ingimar Karl Helgason ·
Mér finnst merkilegt að þú setjir samasemmerki milli milljarðafólks sem í reynd ræður örlögum byggðalaga og svo aftur minni spámanna. Er það virkilega svo að einhver sem á brotabrot í hlutafélagi hafi í reynd eitthvað um það að segja? Hvers má smáútgerð sín í hlutfalli við stórútgerðina? Stjórnun í hlutafélagi annars vegar og lýðræðissamfélag hins vegar er nokkuð sem verður ekki svo glatt lagt að jöfnu. Einhver myndi kalla það epli og appelsínur.
En það er sannarlega áhugavert viðhorf að atvinnurekendur eigi að ráða lögum og lofum, eða með þínu orðalagi, að fólk eigi að „treysta þeim fyrir framtíð sinni“ frekar en kjörnum fulltrúum (eða sjálfu sér!). Áhugaverð lýðræðisást þar.
Ég hef annars hvergi séð boðlegan rökstuðning fyrir því að fyrirtæki fari lóðbeint á hausinn ef lögum verður breytt. Slæm staða skýrist væntanlega af því kerfi sem hefur verið (?).
Og fyrst þú nefndir Icesave þá samþykktu 2/3 þingmanna samninga nefndar Lee Bucheits, líka sjálfstæðismenn, svo því sé til haga haldið. Og enn, þá er ekki komin niðurstaða í málið, þar sem það er nú rekið fyrir dómstólum.
En annars er gott að heyra að góð staða sé í Eyjum. Þangað er gott að koma og Eyjamenn upp til hópa eru yndislegt fólk :)
14. maí kl. 07:23

Útgerð mun aldrei þrífast undir stjórn annarra

Petur H. Petersen ·
Já, svo er erfitt að skilja afhverju þetta fólk missir allt vinnuna þegar að fiskveiðarnar sjálfar og löndunin kemur ekki til með að breytast neitt. Það væri þá frekar að þetta væru auglýsingar til styrktar Hafró. "Sko, ef Hafró passaði ekki upp á miðin og hindraði rányrkju, þá yrðum við bara allir að hætta hérna kallarnir sem vinnum við höfnina"
11. maí kl. 14:01

Víðir Björnsson ·
X, þessir ALLIR sem ykkur Samherjunum er svo tíðrætt um, eru það þá þeir sem hafa efni á heilsíðuauglýsingum og sjónvarpsauglýsingum þessa daganna ' Ég hef aldrei talið Mig, Þig, sem guð sé lof !
11. maí kl. 17:10

Ingólfur Kjartansson ·
X, Fólk í forsvari fyrir sjávarútvvegsfyrirtæki í ágætu þorpi vestur á fjörðum hefur stundað það í gegnum áratugina að bjóða verkafólkinu sínu, pólsku n.b., sem hefur unnið hjá viðkomandi um einhvern tíma í ljómandi gott teiti þar sem vel er veitt fram undir morgun og jafnvel lengur á móti því að rétt sé kosið í sveitarstjórnarkosningum daginn eftir. Þetta hefur viðgengist kosningar eftir kosningar í krafti og nafni lýðræðis og jafnræðis. Þekki þetta afskaplega vel. Síðan líða nokkur ár að næsta partíi.
11. maí kl. 17:07

Ingólfur Kjartansson ·
X,  Tálknafjörður er þorpið ágæta en þau eru því miður fleiri sem ég veit um.
 11. maí kl. 17:53

Sveinn Ásgeirsson ·
X, af hverju í ósköpunum ertu argur út í þá sem keyptu kvótann, Ég væri frekar argur út í þann sem seldi kvótann frá þorpinu mínu, en það er bara ég
 12. maí kl. 05:17

Kristín Hafsteinsdóttir ·
X, Átt þú við erlendu aðilana sem eiga allt að 49% af stórútgerð á Íslandi?
12. maí kl. 06:18

Aðalheiður Hauksdóttir ·
Kvótakóngar eru undir sama hatti og útrásarvíkingarnir við eigum fiskinn saman, X.
12. maí kl. 14:36

Gunnlaugur Reynir Sverrisson ·
Ef það er eitthvað sem hrunið hefur kennt okkur þá þá gerist það nánast aldrei að fyrirtæki sem fara í þrot hætti rekstri. Það getur vel verið að núverandi eigendur margra sjávarútvegsfyrirtækja muni missa þau verði frumvarpið að lögum en það segir ekkert um það hvort fyrirtækin hætti rekstri. Þar að auki er fáránlegt að tala um þetta sem aðför að landsbyggðinni þegar kvótakerfið hefur einmitt haft mest (og verst) áhrif á landsbyggðinni.
13. maí kl. 10:34

Stefán Erlendsson 
… þegar Grandi þurfti nauðsynlega að semja við starfsfólkið sitt um að hinkra aðeins með launahækkanirnar af því að þeir höfðu ekki efni á að borga starfsfólkinu af því að það varð að borga eigendunum arð (það gleymdist bara að segja frá því strax), þá var hagnaður fyrirtækisins nákvæmlega sama tala og þeir höfðu útúr því að leigja út kvóta á okurverði. Þann pening notaði fyrirtækið til að greiða eigendunum arð. Ísland hefur ekkert við svona fyrirtæki að gera. Svona fyrirtæki mega fara á hvínandi kúpuna mín vegna, það kemur hvort sem er bara einhver annar. Þessi fyrirtæki eru langt frá því að vera ómissandi, hvað þá fólkið sem rekur þau. Til dæmis þá eru kirkjugarðar á Íslandi fullir af ómissandi fólki
 14. maí kl. 10:21
Stefán Erlendsson ·  
X, mun landsbyggðin bara hætta að vera til útaf þessu veiðigjaldi? Hentiru nokkkuð ökuskírteininu eftir að bensínið hækkaði um milljón prósent frá mánudegi til miðvikudags? Þú ert ekki að stressa þig yfir því. Matur á Íslandi er dýrasti matur í heimi, samt borðaru. Veiðigjaldið hækkar um 100% og þú græðir bara minna, það er ekki heimsendir. Passaðu þig nú að missa þig ekki alveg í gleðinni. Kannski verður það bara til þess að fasteignaverð fer niður í núll á Ísafirði og allir flytja af höfuðborgarsvæðinu og fara að dorga við Ísafjörð! Djók
 14. maí kl. 10:32

Aðalheiður Hauksdóttir  ·
X, Ekki er nú glæsilegt atvinnuástand í sumum litlum sjávarþorpum á landsbyggðinni sem sægreifarnir! eins og þú kallar þá eru búnir að kaupa upp kvótann og flytja allt burt (Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík) og svo eru eflaust margir aðrir staði sem svona er ástatt fyrirr þetta fólk fer um langan veg til að stunda vinnu á þetta að vera svona? Svo er í mörgum sveitarfélögum sem sægreifarnir! eins og þú kallar þá eru beggja vegna borðs eru með útgerð og eru í sveitarstjórn jafnvel oddvitar sveitarstjórnar er það eðlilegt? ekki að mínu mati
15. maí kl. 04:29
Kristín Erna Arnardóttir  ·
Eðlileg auðlindarenta styrkir byggðirnar en ekki útgerðir sem haga sér eins og aðall sem dreifir ölmusu til samfélagsins. Illa rekin útgerðarfyrirtæki eiga að fara á hausinn eins og önnur illa rekin fyrirtæki. Fólk er hrætt í byggðalögunum vegna endalauss hræðsluáróðurs útgerðamanna. Ömurlegur málstaður þeirra sem hafa geð í sér að nota það sem aðrir eiga, til að svala taumlausum eiginhagsmunum og græðgi.
12. maí kl. 10:53

Halli Egils ·
Það fáránlega við málatilbúnað kvótaeigendanna er það að þeir láta eins og að þegar sjávarútvegsfyrirtækin fara á hausinn við það að borga veiðileyfagjaldið, að það verði enginn eftir til að veiða fiskinn...
Sjómennirnir með áratugareynslu munu bara sitja aðgerðarlausir, ativinnulausir, heima meðan fiskurinn syndir í rólegheitunum framhjá. Þvílík þvæla!
12. maí kl. 11:12

Og svo eru nokkrar spurningar 

Pétur Óli Jónsson ·
Ef auðlindin er eign þjóðarinnar og enginn vafi leikur þar á. Af hverju má útgerðin veðsetja kvótann?
Áður en þú svarar þessari spurningu, þá verður þú að átta þig á því að útgerðin fær úthlutað til eins árs í senn, en veðsetur eins og þeir hafi kvótann til fjölda ára.
Önnur spurning, getur þú nefnt eitt tilfelli (utan sjávarútveg) þar sem leigjandi má veðsetja eign annars aðila?
Þriðja spurning. Ef ég fæ afnot af þínu húsi og hef leigt það í mörg ár. Stundum gegn gjaldi og stundum gjaldfrjálst. Hef ég rétt á að veðsetja húsið þitt eins og það væri mín eign?
Fjórða spurning. Ég sá svar frá þér (vonandi fer ég ekki með rangt mál)
,,og svo kommenterar fólkið sem ekkert veit um sjávarútveg''
Ert þú sérfróður um landbúnaðarmál, heilsugæslu, löggæslu? Ef svarið er nei, máttu þá ekki hafa skoðun á því samfélagi sem þú býrð í?
12. maí kl. 04:56

Lattélepjandi 101 lýður sem aldrei hefur migið í saltan sjó

Veiðigjald og úthlutun veiðiheimilda kemur okkur reynar öllum við. Svo vill líka til að innan höfuðborgarsvæðisins býr fjöldi fólks sem áður bjó úti á landi en neyddist til að flytja suður þegar kvótinn var seldur burt. En svo er líka til fólk sem hefur unnið við veiðar og fiskvinnslu sem er hreint ekki sammála áróðri LÍÚ.

Þorvaldur S. Björnsson ·
ég hef unnið í fiski. Ég ætla að nýta mér þau "forréttindi" til að lýsa mig sammála Illuga …
11. maí kl. 17:30

Georg Pétur Sveinbjörnsson ·
 Meig í saltan sjó til fjölda ára, en er samt sammála flestu sem sagt er í þessu tímabæra pistli. Fátt meira þreitandi en"migið í saltan sjó" og "aldrei dýft hendi í kalt vatn" hundalógík...álíka andsnautt og að slengja fram "latteþambandi miðbæjarrottur" og annað álíka gáfulegt.
13. maí kl. 16:07

Gallar frumvarpsins 

Eins og ég hef áður sagt þá er ég ekki stórlega hrifin af frumvarpinu. Hér eru nokkrir gallar þess ræddir.

Finnur Hrafn Jónsson ·
Þetta eru einstaklega ógeðfelldar auglýsingar til varnar sérréttindum. Hins vegar er skattlagning afar óheppileg aðferð til að taka auðlindarentu. Frekar hefði átt að nota kvótauppboð sem tryggja jafnræði og hefðu skilað allri auðlindarentunni án þess að fara nokkurn tímann fram úr greiðslugetu útgerðarinnar. Fyrir utan það að vera pólitískt mun auðveldari í framkvæmd. Vonandi verður breytingartilllaga Marðar og Valgerðar um uppboð samþykkt.
12. maí kl. 17:37

Frímann Sigurnýasson
Nei X við eigum að einbeita okkur GEGN ÞVÍ að útgerðarm0nnum verði úthlutaður kvóti til 20 eða 40 ára.
Það er aðal málið.
Nú er veiðirétti úthlutað til eins árs í senn og því þarf ekki að innkalla veiðiheimildir.
veiðiheimild hvers útgerðarmanns rennur út 1. september hvert ár.
Lög um veiðigjald verða væntanlega endurskoðuð oft og veiðigjaldið aðlagað að greiðslugetru og pólitískri stöðu útgerðarinnar á hverjum tíma.
Svo tel ég að banna eigi framsal aflaheimilda/veiðiréttar, enda er þá verið að framselja eign þjóðarinnar og taka fyrir það stór pening sem rennur í vasa útgerðarinnar, þó svo að veiðirétturinn sé eign þjóðarinnar og þjóðin eigi rétt á þessum peningum, sem eigandi auðlindarinnar.
Eins og þú nefnir  þá borga útgerðarmenn kr. 8,oo til þjóðarinnar fyrir veiðiréttinn en framselja veiðiréttinn til annarra útgerða fyrir kr. 320,oo
hvað hafa stóru útgerðarfélögin í tekjur af því að framselja veiðiréttinn sinn (sala á kvóta ! ) til annarra útgerða ?
þessi útgerðarfélög hafa kr. 312,oo fyrir hvert kíló, í tekjur fyrir að framselja veiðirétt sinn til eins árs, til annarra útgerða.
12. maí kl. 21:57

Pétur Óli Jónsson ·
En hér kristallast nefnilega óánægja fólks á þessum frumvörpum. Því miður er fólk að rugla þessu fruvörpum saman.
Því miður, þá held ég að við þurfum að hugsa dýpra. Ef útgerðin fær 20 ára nýtingarétt (sem framlengist svo og endar í 35 árum) þá er búið að festa kvótakerfið í sessi.
Við getum breytt fiskveiðistjórnun án skaðabóta í dag. En það er ekki hægt ef við veitum 20-35 ára veiðirétt. Í dag er útgerðin ekki að fjárfesta í varanlegum aflaheimildum.
13. maí kl. 18:08

Pétur Óli Jónsson  ·
Ég er á móti núverandi kvótakerfi vegna þess að þarna eru aðilar að fá að veiða náttúruauðlind fyrir of lágt verð. Ég er ekki á móti þessum aðilum og vill ekki einhverja aðra ákveðna í staðinn. Ég vil einfaldlega að sanngjarnt verð fáist.
Annað sem ég er á móti er framsalið og að kvótinn skuli vera veðsettur. Ég vil ekki framsal. Ef menn geta borgað einkaaðila hærra verð því hann er milliliður, af hverju fær ríkið ekki þetta verð þá strax?


Fólkið í auglýsingunum 
Hér er beinlínis verið að ræða efni pistils Illuga.

Elín Snædal ·
Þarna er ég sammála! Það er aumkunarvert að sjá og heyra fólkið lýsa þeim voða hörmungum sem að steðja! Lýsingarnar eru svo yfirdrifnar að þær verða írónískar, sem er þó varla meiningin!
11. maí kl. 18:47

Guðjón Emil Arngrímsson ·
Mér finnst að þeir sem borguðu fyrir þessar auglýsingar hefðu átt að vera sjálfir í leikarahlutverkunum, og gráta fyrir okkur öll.....
12. maí kl. 00:39

Illugi Jökulsson ·
Set hér inn athugasemd sem ég skrifaði á FB. Þar hafði maður sakað bæði mig og GSE um "persónuníð" í orðum okkar, en að svara í engu málflutningi fólks í auglýsingunum.
"Hvorki í mínum texta né Gunnars Smára er að finna nokkuð sem nálgast það að vera persónuníð. Þar eru orðaðar áhyggjur yfir því að þetta ágæta fólk í auglýsingunum sé í vondri stöðu vegna lífsviðurværis síns sem það á undir þeim sem það er að auglýsa fyrir. Þetta væri óþægilegt og ankannalegt, hvaða málflutning sem um væri að ræða. En svo dæmi sé tekið - í einni auglýsingunni er harmað að kvótafrumvarpið muni hafa í för með sér brottflutning starfa úr viðkomandi plássi. Eins og það sé staðreynd. En það er bara engin staðreynd. Það er fullyrðing - að ég segi ekki hræðsluáróður - úr ranni auðkýfinganna í LÍÚ. Það er á hinn bóginn staðreynd að fjöldi starfa hefur glatast út um allt land þegar sægreifarnir fá glýju í augun og selja kvótann burt og fara að spila með gróðann annars staðar."
12. maí kl. 01:37

Reynir Eyvindsson ·
Nokkuð til í þessu: "Þær minna á myndbönd þar sem fangar mannræningja lesa upp yfirlýsingar um andstyggð sína á vestrænum stjórnvöldum.“ (Gunnar Smári Egilsson)
13. maí kl. 10:31

Svo kom í ljós að í einni auglýsingunni — þessari með fjölskyldunni og hundinum í Grindavík — hafði  myndin verið tekin fyrir nokkrum árum af allt öðru tilefni. Fólkið vissi ekki hvernig átti að nota myndina. Og sönnuðust þar með orð Illuga, að í auglýsingunum væri verið að misnota fólk.

Efnisorð: ,

sunnudagur, maí 20, 2012

Sérkennileg tillitssemi í strætó

Með farsímavæðingunni og þeirri ókurteisi sem henni hefur fylgt hafa forsvarsmenn strætó séð sig knúna til að hengja upp auglýsingar í vögnunum til að benda fólki á að ónáða ekki aðra farþega með blaðri í síma (þær auglýsingar eru jafnan hunsaðar). Hið gamalkunna skilti þar sem stóð að ekki mætti tala við vagnstjórann meðan vagninn er á ferð hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú orðið ein af auglýsingunum sem virða má fyrir sér meðan vagninn er á ferð eða kyrrstæður. Ýmsar fleiri auglýsingar má núorðið sjá í strætó. Þetta eru ágætar auglýsingar útaf fyrir sig, og ekki vanþörf á að minna fólk á að sýna kurteisi og tillitssemi.

Þegar ég var barn voru mér kenndar kurteisisreglur sem giltu í strætisvögnum. Ein sú helsta var að standa upp fyrir gömlu fólki, barnshafandi konum og þeim sem voru með marga og þunga innkaupapoka (sem voru undantekningalaust konur). En í strætisvögnum nútímans er uppi skilti þar sem aldraðir karlmenn eru hvattir til að standa upp fyrir konum — að því er virðist bara vegna þess að þær eru konur. Eða eiga konur erfiðara með að standa uppréttar og þurfi meira að halda á sæti en aðrir? Ég verð að játa að ég skil þetta ekki alveg. Að vísu er konan í hælaskóm, kannski er gert ráð fyrir þeir meiði hana. Samt sem áður finnst mér að reglan um að aldrað fólk eigi að ganga fyrir sætum gildi umfram sárar tær og hælsæri.


Alveg er ég viss um að einhver heldur að feministar hafi heimtað að fullfrískar konur fengju sæti en gamlir karlar ættu að standa upp fyrir þeim. Það er leiðrétt hér með.

Efnisorð:

föstudagur, maí 18, 2012

Saga af þremur dómum

Nú í vikunni féllu tveir dómar í kynferðisbrotamálum sem vöktu athygli mína. Í báðum málum voru karlmennirnir dæmdir sekir en það er það eina sem dómarnir, og málin sjálf, eiga sameiginlegt.
Fyrri dómurinn féll yfir manni sem ráðist hafði á konu sem var að pissa á Austurvelli. Að atburðinum voru að sönnu vitni, áverkar voru á konunni og karlinn sem réðist á hana játaði. Allt eru þetta atriði sem auka líkurnar á að mál fari fyrir dóm og hið síðasta, að karlmaðurinn játaði, hefur líklega ráðið úrslitum um að dómur féll á þann veg að hans bíður 18 mánaða fangelsi.
Það sem er athyglisvert er játning hins dæmda, Ólafs Guðmundssonar (gat maðurinn heitið algengara nafni?) sem fæddur er 1981 og hefur starfað sem leigubílstjóri. Hann var að keyra leigubíl þetta kvöld en skemmt bílinn þegar hann bakkaði honum á stólpa í Pósthússtræti. Við það varð hann reiður og þegar hann skömmu síðar sá konu pissa á Austurvelli ákvað hann að „hrekkja hana“ eins og hann segir á einum stað í dómnum, en á öðrum stað, „fá útrás fyrir reiði“. Og það var þá sem hann réðist á konuna. Til að fá útrás fyrir reiði sína.
Enda þótt hér sé ekki um það að ræða að maðurinn hafi þvælst með tittlinginn á sér inn í þessa sögu þá réðist hann á konuna með þeim tilgangi að reka lúkuna upp í kynfæri hennar. Þar sem kynferðisárás sem á sér stað um endaþarm telst nauðgun er hann því sakfelldur fyrir nauðgun. En maðurinn þurfti ekki tittling til, hann hafði lengi haft óra um þvaglát kvenna og þessvegna varð þessi árásaraðferð fyrir valinu í stað þess að stofna til slagsmála við karlmann og fá þannig útrás fyrir reiði sína.
Hvar skyldi Ólafur helst hafa ræktað þessa óra sína um þvaglát kvenna? Jú, hann hefur verið búinn að dunda sér mikið við að glápa á klámmyndir þar sem konur pissa og þannig æst uppí sér löngun (hvort sem hún var til staðar eða varð til við áhorfið) og þarna náði hann að slá tvær flugur í einu höggi. Svona eins og karlmenn gera þegar þeir a) nauðga konum, eða b) kaupa sér aðgang að konu til að fá útrás fyrir kynóra sína (og reiði). Það er gott að Ólafur fékk dóm fyrir nauðgun, það er gott að það er upplýst um tenginguna milli klámáhorfs og athafna.* Jafnframt er gott að fá það staðfest að karlmenn nauðga ekki konum vegna þess að þeir verði yfirkomnir af greddu í návist kvenna, heldur eru þeir að fá útrás á konum þegar þeir ráðast á þær.
Hitt dómsmálið er skammarlega vægur dómur yfir barnaníðingi. Þar fær karlmaður með barnagirnd afar vægan dóm enda þótt hann hafi þegar níðst á einu barni og hafi orðið uppvís að því að vera með þúsundir klámmynda af börnum í tölvunni — og játar að hafa verið forfallinn barnaklámmyndaáhorfandi frá því að hann var 13 ára.** Barnaníðingurinn, sem ekki bara hefur níðst á barni sem honum var treyst fyrir, heldur hefur um árabil horft á aðra níðast á börnum, sér til skemmtunar, fær vægan dóm. Ástæðan er sögð vera vegna þess að hann er misþroska og að hann sér ægilega eftir öllu saman (lesist: að komst upp um að hann svo að honum verður ekki framar treyst til að passa börn). Þessi maður er auðvitað gangandi tímasprengja, um það ber klámmyndasafn hans vitni. Það er bara slysni að hann var gripinn við ekki grófara brot en raun ber vitni.
Svo virðist sem dómsvaldið hafi ekki nægilegar heimildir til að dæma menn eftir þeim vísbendingum sem fyrir liggja um hugarheim þeirra og hegðunarmynstur. Barnaníðingurinn og barnaklámmyndasafnarinn ætti að fá langvarandi sálfræðimeðferð og/eða vera lokaður inni mjög lengi. Það að honum sé brugðið og geri þetta „örugglega ekki aftur“ er ekki nóg. Hann er hættulegur. Vonandi þyngir Hæstiréttur dóminn yfir honum.
Maðurinn í fyrra tilvikinu er auðvitað líka hættulegur. Hann hefur ekki einu sinni ölvun eða misþroska sér til afsökunar, hann var bara reiður og ákvað að hefna sín á næstu konu. Og ekki þarf hann síður sálfræðimeðferð en hinn.
Ég gaf til kynna að ég ætlaði að fjalla um tvö mál sem lyktaði með því að hættulegir menn fengu dóm (þó of vægir væru), en það var bara í þessari viku. Í síðustu viku féll líka dómur í Hæstarétti, sýknudómurinn yfir manninum sem þrætti bara nógu mikið. Hann fékk engan dóm fyrir að nauðga konu sem lá hálfdauð og gat enga björg sér veitt. Mikið karlmenni sá kappi og fullkomnar draum margra um hvernig réttarfarið eigi að virka fyrir karlmenn.
___
* Hvernig er það annars, er það bara í barnaníðingsmálum sem lögregla skoðar tölvu karlmanna sem sakaðir eru um kynferðisbrot? Ef alltaf væru skoðaðar tölvur í öllum kynferðisbrotamálum fengist kannski raunsannari mynd af orsakatengslum milli kláms og nauðgana (mér er ekki til efs að þær niðurstöður yrðu í eina átt).
** Þarna sjá allir orsakasamhengið milli klámáhorfs og þess að láta til skarar skríða.

Efnisorð: , ,

laugardagur, maí 12, 2012

Álfur vikunnar

Það þarf ekki að hanga inná Flick my life til að finna skemmtilegheit. Það var tildæmis bráðfyndið að lesa grein sem birtist nú í vikunni frá áfengisframleiðanda (Unnsteini Jónssyni verksmiðjustjóra Vífilfells). Þar fer hann mikinn vegna þess að innanríkisráðherra vill herða bann gegn áfengisauglýsingum (og segir að fái Ögmundur að ráða muni störfum fækka, einsog það hljóti að vera markmiðið), en það hefur ekki farið fram hjá neinum að um árabil hafa verið birtar bjórauglýsingar undir því yfirskini að um 'léttöl' sé að ræða og bannið þannig virt að vettugi. Það kallar áfengisframleiðandinn að fá að „minnast á vörumerki sín“.
Nú á semsagt að útiloka þann möguleika, láta áfengisauglýsinga- bannið standa. Þá skrifar áfengisframleiðandinn þetta:
„Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan.“
Skaðar engan.
Greinin birtist í þeirri viku sem SÁÁ selur Álfinn. Að þessu sinni er álfurinn seldur til styrktar unglinga- og fjölskyldustarfi SÁÁ. Það hefur lengi verið ljóst „að þegar einn fjölskyldumeðlimur verður áfengis- eða vímuefnasjúkur þá dregur það niður lífsgæði annarra í fjölskyldunni og hefur áhrif á heilsu þeirra.“
Skaðar engan.
Þetta bara hlýtur að hafa átt að vera fyndið.

Efnisorð: ,

föstudagur, maí 11, 2012

Allar konur eru eins

Flick my life er skemmtilegt fyrirbæri. Í dag birtist þar skammargrein smáfugls sem var æfur yfir því að Þóra Arnórsdóttir stæði brosandi í „litasjónvarpi“.

Þetta minnti mig talsvert á upphlaup Péturs Gunnlaugssonar frá Útvarpi Sögu á fréttamannafundinum sem haldinn var þegar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út.


Efnisorð:

þriðjudagur, maí 08, 2012

Láki jarðálfur á þingi

Ég sé að Jenný Anna og Illugi Jökulsson deila með mér ánægju með pistil Margrétar Tryggvadóttur um samstarfsfólk hennar á alþingi „sem vaknar á hverjum morgni eins og Láki jarðálfur og reynir að finna nýjar leiðir til að vera vont, til þess að skemma og eyðileggja.“ Ánægja Margrétar með vinnufélagana er skiljanlega lítil.
Stjórnarandstaðan stundar nú „tröllslegt málþóf“ eins og Illugi orðar það í því eina skyni að skemma og eyðileggja fyrir ríkisstjórninni sem er nú (loksins) að leggja fram stór mál á borð við kvótakerfið. Þar hefði farið betur að sleppa því að koma á móts við sérgæsluliðið í LÍÚ sem hrópar um helför enda þótt við hin sjáum ekki betur en þeir sem þegar hafa grætt gríðarlega á kvótakerfinu hafi forgang um að halda því áfram næstu 20 árin. Málþófið á auðvitað líka að koma í veg fyrir öll hin málin sem lögð eru fyrir, hvort sem þau eru sárasaklaus eins og endurskipulagning ráðuneyta eða brýnni mál, allt skal skemmt og eyðilagt.Reyndar sýna myndirnar einna best hvað við er að eiga í kvótamálinu annarsvegar og svo almennt (málþófið) á þinginu hinsvegar. En fyrir þá sem ekki vita þá er mikill kostur að hafa þessa ríkisstjórn (þó kvótamálið sé ekki hennar besta útspil), hún hefur margt gott gert. Og sannarlega er betra að hafa vinstri ríkisstjórn við stjórn, eins og Torfi H Tulinius bendir á (og Jóhann Hauksson birtir í læsilegra formi) og tekur þar með undir með Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra, því það skiptir máli hverjir stjórna.
En mikið skil ég Margréti að langa ekki í vinnuna.
Efnisorð:

mánudagur, maí 07, 2012

Kjarnyrt kona

Kona dagsins er Magnea J. Matthíasdóttir.
„Konur mega selja sig í vændi af því að þær ráða sjálfar hvað þær gera við líkama sinn - en þær mega ekki vera feitar af því að það er ógeðslegt.

Konur mega leigja út legið á sér í staðgöngumæðrun af því að þær ráða sjálfar hvað þær gera við líkama sinn - en þær mega ekki vera feitar af því að það er ógeðslegt.

Konur mega leika í klámmyndum af öllu tagi af því að þær ráða sjálfar hvað þær gera við líkama sinn - en þær mega ekki vera feitar af því að það er ógeðslegt.

Og já, eitt enn - konur eiga helst ekki að kæra nauðgun af því að þá er hætta á að saklaus maður lendi í fangelsi. (Feitum konum er samt örugglega ekki nauðgað af því að þær eru ógeðslegar.)“

Vel gert, Magnea!

Efnisorð: , , , ,

sunnudagur, maí 06, 2012

Megrunarlausi dagurinn 2012

Í dag er megrunardagurinn og af því tilefni er komin upp þessi skemmtilega myndasíða með fólki sem er hlynnt hverskonar líkamsvirðingu (það þarf að smella á myndirnar til að sjá skilaboðin frá hverri og einni manneskju). Þarna má meðal annarra sjá knúzaða hlaupagarpa, aldna þuli og velskrifandi blaðakonur. Frábært að sjá hve margt fólk hefur lagt góðu málefni lið.

Að aðhyllast líkamsvirðingu er meira en bara að hætta í megrun. Það er að samþykkja fjölbreytileika líkamsvaxtar, frá mjóu fólki til feita fólksins — án þess þó að aðhyllast átraskanir. Það er að hafna útlitsdýrkun. Það er að samþykkja öldrun líkamans, hvort sem hún birtist í hrukkum, gráum hárum, hármissi, breyttum líkamsvexti, minni viðbragðsflýti eða minnkandi heyrn. Það er að líta ekki á hárvöxt á líkamanum með hryllingi. Það er að líta ekki á það sem áfall að fatlaður einstaklingur fæðist. Það er að líta á líkama sem ber þess merki að hafa gengið með barn með velþóknun og án þess að vilja troða í hann silíkoni. Það er að dást að eigin líkama, útliti hans og getu, og leyfa engum að tala illa um hann — og tala ekki illa um líkama annarra. Það er að samþykkja útlit fólks sem fæðst hefur annarstaðar á jörðinni. Það er að gagnrýna staðalímyndir sem kveða á um hið eina rétta útlit, hinn eina rétta aldur, og hinn eina rétta húðlit. Það er að vilja heilbrigði umfram kílótölur. Það er að vera sæl í eigin skinni.

Efnisorð: , , ,

þriðjudagur, maí 01, 2012

1. maí 2012

Það rifjaðist harkalega upp fyrir okkur árið 2008 að til væri fyrirbæri sem heitir kreppa. Okkur rámaði reyndar í Kreppuna miklu en héldum að við værum ónæm fyrir slíkum manngerðum hamförum, enda höfðum við úrval manna í viðskiptalífinu sem ekkert gátu gert rangt. Kreppan sem átti upptök sín í Bandaríkjunum árið 1929 var líka skipuð úrvals mönnum (þó krosseignatengslin þar hafi varla náð sama flækjustigi og hér og ekki höfðu þeir Excel eða Tortóla) en þar á ofan bættist að þurrkar í Mið- og Suðvesturríkjunum gerðu ekki bara út um uppskeru þúsunda bænda heldur fauk jarðvegurinn út í buskann. Þegar bændurnir gátu ekki greitt af lánunum sem þeir höfðu tekið til að kaupa jarðirnar, tól og tæki, eða til að framfleyta sér, þá hirtu bankarnir jarðirnar af þeim og ráku burt og tóku landið til stórreksturs.

Mikill fjöldi manna átti sér því engan samastað en bjargræðið virtist handan hornsins, í Kaliforníu vantaði fólk í vinnu. Harðduglegir bændur seldu skepnurnar og stóran hluta búslóðarinnar, hrúgaði því nauðsynlegasta á bílskrjóð og hélt til fyrirheitna landsins þar sem næga vinnu var að fá fyrir vinnufúsar hendur. Eða það héldu þeir.

Gallinn við vinnuna sem boðin var í Kaliforníu var sú að það var ekki vinna allt árið með föstum tekjum heldur lauk henni þegar búið var að tína ávextina eða baðmullina á hverjum jarðskika fyrir sig; svo var hægt að fara á aðrar jarðir og vinna við uppskeruna þar þangað til henni var lokið. Meðan á uppskerutíma stóð (vissulega er veður gott í Kaliforníu en þó er uppskera árstíðabundin) þurfti fjölda manns í vinnu en eftir það var fólkið jafn atvinnulaust og áður. Það var heldur ekki mikið uppúr þessari ákvæðisvinnu að hafa því að auglýsingarnar um að vinnu væri að fá í Kaliforníu bárust víða um Bandaríkin og í stað þeirra hundruða eða þúsunda sem þurfti í vinnu flykktist fólk í þúsundatali; talið er að 200 þúsund manns hafi mætt með allt sitt hafurtask, flestir á þeim forsendum að þeir væru komnir til að vera og gætu komið undir sig fótunum að nýju.

Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck segir frá þessu fólki og þá sérstaklega Joad fjölskyldunni (Sjód fjölskyldunni eins og hún heitir í þýðingu Stefáns Bjarman) sem flæmd er af landi sínu og leitar betra lífs í Kaliforníu. Draumar um hús og betri tíð verða þó að martröð þegar þau hrekjast milli tjaldbúða og vinna erfiðisvinnu á ökrum þar sem kaupið verður sífellt lægra eftir því sem fleiri bjóða fram starfskrafta sína. Tommi, elsti sonurinn, hittir í tjaldbúðunum menn sem ekki vinna á ökrunum heldur hafa fundið vinnu hjá bónda og bjóða nú Tomma að vinna þar með sér.

Tommi sagði: „Ég skal segja ykkur, áður en við fórum að heiman, þá heyrðum við að það væri nóg vinna hér. Við sáum auglýsingaskjöl þar sem fólk var eggjað á að flytja vestur.“

„Jú, jú,“ sagði Timmoþý. „Við sáum þau líka. En sannleikurinn er að hér er mjög lítið um vinnu. Og kaupir hrapar stöðugt. Ég er orðinn dauðþreyttur á að brjóta heilann um hvernig við fáum fyrir næsta málsverði.“

„En þið hafið vinnu núna,“ andæfði Tommi.

„Já, en það stendur ekki lengi. Við erum að vinna hjá ágætis manni. Hann á litla jörð hérna rétt hjá, og vinnur sjálfur með okkur. En því er nú andskotans verr, vinnan er búin áður en varir.“

Tommi sagði: „Því í fjandanum eruð þá að reyna að koma mér að? Það gerir vinnuna ennþá styttri fyrir ykkur. Hvers vegna ættuð þið að vera að skera ykkur á háls fyrir aðra?“

Timmoþý hristi höfuðuð hálf skömmustulega. „Ég veit það varla sjálfur. Af tómum asnaskap, býst ég við. Við vorum búnir að ætla okkur að kaupa nýja hatta til að fullkomna klæðnaðinn. Það verður nú líka að bíða betri tíma. Þarna er staðurinn, rétt til hægri handar við veginn. Við fáum þrjátíu sent á tímann. Allra skemmtilegasta verk líka, og húsbóndinn er ágætis maður.“

Þeir beygðu út af þjóðveginum og gengu niður malborinn stíg, er lá gegnum lítinn trjágarð, og á bak við garðinn komu þeir að litlu, hvítu íbúðarhúsi, með nokkur hávaxin linditré til skjóls gegn vindáttinni, og hlöðu og gripahús til hliðar; bak við hlöðuna tók við víngarður og baðmullarakur. Um leið og þeir gengu fram hjá húsinu heyrðist hurð skella, og þrekvaxinn, sólbrenndur maður kom út um bakdyrnar. Hann hafði sólhjálm úr pappa á höfði, og bretti upp ermarnar á skyrtunni á leiðinni yfir hlaðið. Þungar, sólsviðnar augnabrúnir hans voru hnyklaðar í reiðilega garða, og kinnarnar voru dökkrauðar eins og nýslátrað kjöt.

„Góðann daginn, herra Tomson,“ sagði Timmoþý.

„Daginn,“ ansaði hinn öngulega.

Timmoþý sagði: „Þetta hér er Tommi Sjód. Okkur var að detta í hug hvort þér munduð geta bætt honum á?“

Tomson ýgldi sig framan í Tomma. Og svo hló hann stutt og snöggt, en augnabrúnir hans voru ennþá hnyklaðar. „Jú, blessaðir verið þið! Ég skal bæta honum á. Því ekki það. Komið þið bara með fleiri. Kannski bæti ég hundrað mönnum á.“

„Við hugsuðum bara sem svo - - “ byrjaði Timmoþý afsakandi.

Tomson greip fram í fyrir honum. „Já, ég hef líka verið að hugsa.“ Hann sneri sér snögglega við og leit beint framan í þá. „Það er dálítið, sem ég þarf að segja ykkur. Þið hafið fengið þrjátíu sent á tímann hjá mér hingað til— er það ekki rétt?“

„Jú, herra Tomson, það er alveg rétt, en - - “

„Og ég hef fengið fyllilega þrjátíu senta virði af vinnu hjá ykkur.“ Hann læsti hörðum krumlunum saman, svo það brakaði í liðamótunum.

„Við höfum reynt að vinna eins vel og við höfum getað.“

„Jæja, djöfullinn í heitsteiktu helvíti hafi það, frá í dag fáið þið tuttugu og fimm sent á tímann, og nú ráðið þið hvað þið gerið.“ Eirrauðar kinnar hans dökknuðu af reiði.

Timmoþý sagði: „En við höfum unnið fyrir kaupinu okkar. Það hafið þér sjálfur sagt.“

„Ég veit það. En það lítur ekki út fyrir að ég hafi leyfi til að ráða mér sjálfur fólk lengur.“ Hann kingdi með erfiðismunum. „Sjáið þið til,“ sagði hann. „Ég á sextíu og fimm ekrur lands hérna. Hafið þið nokkurn tíma heyrt getið um Landbúnaðarfélagið?“

„Já, auðvitað.“

„Jæja, ég er meðlimur í því. Við héldum fund í gærkvöldi. En vitð þið hver ræður öllu í Landbúnaðarfélaginu? Ég skal segja ykkur það. Það er Vesturlandsbankinn. Hann á meirihlutann af dalnum, og það sem hann ekki á hefur hann að veði fyrir lánum. Svo að í gærkvöldi sagði umboðsmaður bankans við mig: ,Mér er sagt að þú borgir þrjátíu sent á klukkutímann. Það er ráðlegra fyrir þig að lækka það niður í tuttugu og fimm sent,’ sagði hann. Ég sagði: ,Ég hef afbragðs verkamenn. Þeir eru fullkomlega þrjátíu senta virði.’ Og hann segir ,Það er ekki það,’ segir hann. ,Tímakaupið er tuttugu og fimm sent núna, og ef þú borgar þrjátíu, kemur það bara óeirðum af stað. Og meðal annarra orða,’ segir hann, ,þarftu ekki að fá þessa venjulegu upphæð að láni hjá okkur út á uppskeruna í haust’?“ Tomson þagnaði. Hann andaði þungt gegnum munninn. „Þið sjáið hvernig það er? Kaupið er tuttugu og fimm sent — við því er ekkert að gera.“

„Við höfum unnið ykkur vel,“ sagði Timmoþý ráðaleysislega.

„Hefur ykkur ekki skilist það ennþá? Bankinn hefur tvö þúsund verkamenn í þjónustu sinni, ég aðeins þrjá. Ég þarf að fá rekstrarlán hjá bankanum. Ef þið sjáið einhverja færa leið, þá veit hamingjan að ég er reiðubúinn að nota mér hana. Þeir hafa steinbítstak á mér.“

Timmoþý hristi höfuðið. „Ég veit ekki hvað segja skal.“

„Bíðið þið augnablik.“ Tomson gekk í skyndi heim til hússinns. Hurðin skall aftur á eftir honum. Eftir örstutta stund kom hann til baka með dagblað í hendinni. „Hafið þið séð þetta? Bíðið þið, ég skal lesa það fyrir ykkur:

Borgarar brenna Húvervillhverfi,
í réttlátri reiði yfir æsingastarfsemi rauðliða.

Í gærkvöldi réðist hópur borgara inn í Húvervillhverfi hér í nágrenninu, þar sem rauðliðar hafa haldið uppi harðvítugum æsingaáróðri, brenndi tjöldin og skúrana, og skipaði rauðliðum að hafa sig á brott úr héraðinu.““

Tommi byrjaði: „En ég var sjálfur - -“ og svo lokaði hann munninum og þagnaði.

Tomson braut blaðið vandlega saman og stakk því í vasa sinn. Hann var nú búinn að ná valdi á skapsmunum sínum aftur. Hann sagði hljóðlega: „Þessir menn voru útsendarar Landbúnaðarfélagsins. En ef það fréttist, að ég hafi ljóstrað því upp, þá megið þið reiða ykkur á, að ég á ekki jörðina mína lengur um næstu áramót.“

„Ég veit ekki hvað segja skal,“ sagði Timmoþý aftur. „Ég get náttúrlega skilað að þeir hafi orðið reiðir, ef rauðliðar hafa varið með uppreisnaræsingar þar.“

Tomson sagði: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í langan tíma. Það gýs ævinlega upp orðrómur um áróðursstarfsemi rauðliða rétt áður en kaup er lækkað. Ævinlega. Djöfullinn hafi það allt, ég er bundinn á höndum og fótum. Jæja, hvað ætlið þið að að gera? Tuttugu og fimm sent á tímann?“

Timmoþý leit niður. „Ég geng að því.“

Tommi sagði: „Auðvitað geng ég að því. Þetta er hreinasta hundaheppni fyrir mig.“

Tomson dró rúðóttan klút upp úr rassvasa sínum og þurrkaði sér um munn og höku. „Ég veit ekki hve lengi þetta getur gengið svona. Ég get ekki skilið hvernig þið farið að fæða fjölskyldu á þessu kaupi.“

„Við getum það svo lengi sem við höfum vinnu,“ sagði Vilkí. „Það eru atvinnuleysistímabilin inn á milli, sem alveg fara með okkur.“

Tomson leit á úrið. „Jæja, kannski að við förum og gröfum skurðspotta.“
[Úr 22. kafla]

Rauðliðarnir eru menn sem krefjast betri kjara fyrir verkamenn og samninga sem ekki er hægt að svíkja. Þeir eru menn sem hvetja verkamenn til að ganga í verkalýðsfélög eða stofna þau þegar svo ber undir. Verkalýðsfélög á Vesturlöndum, t.a.m. hér á landi (en mun síður í Bandaríkjunum), náðu stórkostlegum árangri (sem kostaði miklar fórnir) á síðustu öld og uppskeran er hóflegur vinnutími, veikindaréttur, atvinnuleysisbætur og orlofsréttur, svo fátt sé talið.

Á síðustu áratugum góðæris og einstaklingshyggju var grafið undan verkalýðsfélögum hér sem annarstaðar og þau breyttust í sumarbústaðaleigur. Verra var þó að þau boðuðu að kjarasamningar væru úreltir og nú ætti hver og einn að semja sjálfur um sín laun. Augljóst er á öllu hverjir græddu mest á því (bankastjórar) og hverjir minnst (láglaunastéttir og konur).

Verkalýðsfélög þurfa að hysja upp um sig, en brýnasta verkefnið er ekki að bylta ríkisstjórninni, heldur að andæfa ofurvaldi skammstöfunarfélaga sem hafa ekki hag almennings í huga, heldur fjármagns sem svífst einskis nú sem endranær.

Efnisorð: