þriðjudagur, maí 22, 2012

LÍÚ, auglýsingarnar og athugasemdirnar

Margt hefur verið skynsamlegt skrifað um LÍÚ, andstöðu þeirra við kvótafrumvarpið, hvernig kvótinn hefur hingað til fært þeim hagnað og ekki síst dómsdagsauglýsingarnar þar sem heimsendi (og helför) er spáð verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika. Dæmi um skynsamleg skrif má lesa hjá Agnari Kr. Þorsteinssyni og Illuga Jökulssyni. Annað hefur verið minna skynsamlegt, svo vægt sé til orða tekið, sérstaklega í athugasemdakerfum hjá þessum pistlahöfundum og hjá fréttamiðlum.

Af því sem ég hef lesið í hinum ýmsu athugasemdahölum, t.d. við hina ágætu grein Illuga um auglýsingarnar, þá hef ég getað tekið undir sumt og fundist annað áhugavert (á jákvæðan hátt). Ég hef tekið það saman í nokkra efnisflokka sem hér fara á eftir, enda þótt oft liggi fólki mikið á hjarta og því fellur ekki allt sem það segir undir efnisflokkinn sem það ratar í hjá mér. 

(Til athugunar: Ég hef klippt út bein svör sem yfirleitt er beint til þeirra sem verja LÍÚ, þ.e. tekið út nöfn þeirra, enda þótt ljóst megi vera að oft er verið að svara fullyrðingum eða bauna á einhvern. Einnig hef ég kippt út leiðindatexta sem ávallt fylgir facebook athugasemdum á borð við „virkur í athugasemdum“ og „svara /líkar þetta“. Reyndar varð ég að falla frá þeirri ákvörðun að birta facebook athugasemdirnar eins og þær birtust með mynd og tilheyrandi, og því breytti ég öllu heila gillimojinu í einfaldan texta. Þar sem fólk fer útí aðra sálma klippi ég það líka burt, en athugasemdirnar í heilu lagi má finna á síðunum þar sem þær birtust. Hér birti ég það sem mér þykir vert um að halda til haga, ekki annað.)

Allt fer á hausinn og enginn fiskur veiðist framar

Gísli Tryggvason ·
Ef fyrirtækið færi á hausinn vegna ofurskuldsetningar eða veiðigjalds,  myndi þá fiskurinn og atvinnan hverfa?
11. maí kl. 18:06

Stefán Erlendsson  ·
X, Einkafyrirtæki eru peningavélar fyrir þá sem eiga slík fyrirtæki. Fiskurinn í sjónum er ekki eign þriggja fyrirtækja. Samherji er einkafyrirtæki og það fyrirtæki má græða milljón skrilljarða mín vegna, en þá er líka eins gott að ég fái minn hluta af þeim hagnaði. Það er ekki glæpsamlegt að reka sjávarútvegsfyrirtæki en það er glæpsamlegt að reka sjávarútvegsfyrirtæki eins og þessi skrímsli (Grandi, Samherji) eru rekin. Það er algjör fyrirsláttur að meirihluti þjóðarinnar fari til andskotans þó að veiðigjaldið sé hækkað um einhverjar krónur. Í rauninni ætti þetta veiðigjald að vera 50% af öllum hagnaði. Hvað í andskotanum hafa þessi fyrirtæki við tugi milljarða að gera? Þeir sem reka þessi fyrirtæki taka ALLTAF lán ef framkvæmdir eru yfirvofandi. Hvar eru allir peningarnir? Ég bara spyr. Það á að skattleggja sjávarútveginn til tunglsins og þaðan til andskotans
14. maí kl. 10:07

Veiðigjaldið og það sem beinlínis snýr að peningahliðinni 

Sigurður S. Gunnarsson ·
Hvort er þetta fólk að tala um stjórn fiskveiða eða veiðigjald? við eigum að einbeita umræðunni við veiðigjaldiinu það er núna heilar 8 kr. fyrir kg, en er leigt út af kvótahöfunum fyrir 320 kr. kg. um þetta ætti umræðan að snúast.
 11. maí kl. 14:43

Elías Björnsson ·  Skipper hjá M.b Heiða Ve
Allir þeir útgerðamenn sem fá úthlutað aflamarkskvóta telja sig eiga kvótan. Auðlindin í þjóðareign er ekki til í þeirra orðaforða. Það sem fer mest í taugarnar á sægreifunum í væntanlgum frumvörpum um stjórn fiskveiða sem eru í vinnslu á Alþingi þessa daganna eru, ákvæðii um að auðlindin í hafinu við Ísland er sameign þjóðarinnar hana má ekki selja eð veðsetja. Það er nú það eru útvegsmenn að veðsétja kvótan? þó að lögum samkvæmt sé það óheimilt. Útgerðarmenn sem aðrir geta ekki , mega ekki veðsétja aflamark sem þeim er úhlutað til afnota. Furmvarpinu um aulindagjalld er sett fram tillaga um auðlindagjald sem sægreifarnir eru vitlausir út af. En sá fáheyrði atburður gerðist í gærkveldi í Kastljósi, að forsvarsmaður sægreifana Jens held ég að hann heiti og Björn Valur þingmaður VG, tókust í hendur uppá það að þeir væru samála um leggja auðlindagjald á útgerðina, þeir áttu bara eftir að semja um upphæðina.
 15. maí kl. 02:06


Aðförin gegn landsbyggðinni
Eins og sést á athugasemdunum hefur sú aðför hefur reyndar löngu farið fram.

Jón Ingi Cæsarsson ·
Sorglegt að horfa á þetta... undirgefnir og bognir mæla þeir kerfi bót sem allir vita að hefur sett heilu byggðarlögin á hliðina..og það oft bara í næsta firði.
11. maí kl. 14:23

Þorsteinn Þ Baldvinsson ·
Kerfi sem lagði meðal annars Raufarhöfn,Seyðisfjörð og mörg önnur í rúst.
11. maí kl. 14:59

Víðir Björnsson ·
Eg bý nú í sjávarbyggð þar sem kvótinn var seldur í burtu X minn, og það er nú bara svoleiðis að þeir sem eiga kvótann er alveg skítsama hvar fiskurinn er unninn svo lengi sem það gefur fleiri krónur í vasann hjá þeim. Ég er hvorki hlynntur ESB eða ríkisstjórninni og þaðan af síður útgerðarmönnum sem kúga menn til hlýðni.
11. maí kl. 16:24

Elín Erna Steinarsdóttir ·
Suðurnesjamenn ættu t.d. allir sem einn að fara fram á að kerfinu verði breytt. Þó stutt sé þar í góð mið er búið að selja megnið af kvótanum þaðan. Varla hefur það aukið atvinnustigið á svæðinu.
12. maí kl. 06:48

Margret Sigrun ·
Í mínu bæjarfélagi fyrir c.a 30 árum + þá voru 8-10 frystihús og bryggjan full af bátum og nóg af vinnu að hafa. Í dag eru kansi 1 - 2 frystihús sem kaupa fisk til vinnslu af markaði (lifa eflaust ekki lengi þannig). Bryggjan alltaf tóm kanski 2 bátar. Hvar eru allir bátarnir og kvótinn? Svar; Hjá stóru útgerðarfélögunum sem keyptu allt og lofuðu að halda öllu í byggðarlaginu sem stóðst svo ekki. Nú vilja nýir aðilar koma á útgerð í bæjarfélaginu en þeir geta það ekki vegna sjávarútvegsstefnu sem hygglir fáum. Ég spyr afhverju erum við með sjómannaskóla eða fisktækni skóla þegar það má ekki verða nýliðun í greininni? Það verða synir og dætur kóngana sem erfa auðæfi sjávarins frá einum ættlið til þess næst. Það er engan veginn sanngjarnt að mínu áliti. Ég styð eindregið að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar, þær eru visvænar og skemma engin hryggningamið eða skrapa botn sjávar.
12. maí kl. 07:45


Kvótaeigendur og sægreifar
Hér viðrar fólk skoðanir sínar á hegðun útgerðarfyrirtækja og kvótaeigenda fyrr og síðar.

Brynjólfur Sigurbjörnsson ·
X,  ekki eru þarna lífshagsmunir heldur afkomumöguleikar til frekar skamms tíma og hafa aldrei verið til langs tíma hjá úgerðarmönnum hjá LÍÚ það þekki ég á eigin skinni og veit líka að þeir hugsa ekki um afkomu starfsmanna sinna og mundu glaðir skifta á íslenskum og pólskum ef því væri að skifta svo er annað að þeir ætla okkur að greiða skuldir sínar hvort sem þeir fara á hausinn eða ekki svo það er best að þeir fari sem fyrst á hausinn fyrst þeir ekki geta borgað þá fáum við einhverju ráðið um afkomu okkar
11. maí kl. 15:50

Ingólfur Kjartansson ·
Kvótakóngar og sægreifar vestur á fjörðum hafa um áratugaskeið stundað það að mjólka t.d. styrkjakerfið með góðum árangri. Konan skráð atvinnulaus, oftar en ekki hámenntuð og á góðan möguleika á atvinnu. Gróði útgerðar fluttur í félag. Hjónin fengið hundruð þúsunda í allskonar bætur árum og áratugum saman. Svo að auki er svindlað svoleiðis á kerfinu varðandi löndun og vigtun og allir brosa og segja amen. Þetta fólk er fólkið sem keyrði íslenskt samfélag í kaf með öfga og öfugugga hætti. En það er allt í lagi er það ekki??
11. maí kl. 16:24

Brynjólfur Sigurbjörnsson ·
 Nei […] þetta er ekki svona einfalt að grilla á kvöldin og græða á daginn ef þú leigir eign þína vilt þú fá greidda leigu sem telst hið ágætasta mál og þó þú hafir krafist lágrar leigu er þér heimilt að hækka hana það eru gömul sannindi og ný og við skulum ekki gleyma því að við erum hið opinbera
11. maí kl. 17:49

Sigurður Jónsson ·
Afnám kvótakerfisins er mesta hagsmunamál bæði sjómanna og fiskverkunar fólks jafnt og alls almenings í landinu svo ef þjóðin ásamt sjómönnum ætlar að gæta hagsmuna sinna á það að berjast gegn þessu kvótakerfi af öllu afli. Að vakna á hverjum degi til góðara verka er anuðsyn hverjum manni en það þarf ekki einokun fárra á fiskveiðiheimildunum til að fólk hafi vinnu á Íslandi og aldrei hefur alvöru hagvöxtur verið meiri á Íslandi en fyrir daga kvotakerfisins
12. maí kl. 02:21

Sigurður Jónsson ·
Ekki er nóg með það að búið er að beita sjómenn afkomu ofbeldi í 20 ár heldur er núna með hjálp Hafræðings LÍÚ í HÍ búið að stofna svo nefndan sjávarklasa þar sem öll fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi á einhvern hátt eru komin undir eina sæng og ef einhver gengur ekki í takt við Kvótahirðina þarf sá hinn sami ekki vænta frekari viðskipta. Svona grímulaust er ofbeldið og er þetta gert til að hægt sé að "eyðileggja" fólk sem leyfir sér að segja sannleikann um kvótakerfið og berjast fyrir bættum launum. Ef menn taka eftir hvaðaðn yfirlýsingar úm fiskveiðistjórnina koma þá taka menn eftir að allar þær stofnanir og þau fyrirtæki sem eru í tengslum við fiskveiðar hafa sömu skoðun sem kemur að norðan.
 12. maí kl. 02:30
Hallmundur Guðmundsson · 
X,  ekki trúi ég því að þeir sem hyggi á brotthvarf úr greininni láti sig hverfa auralaust.
Þá verður það á þann hátt að eftir stendur greinin fyrir þeirri skuld.
P.S. er ekki Eskja talið einn af þessum stóru og góðu?
Og var ekki gælusonur einn þar á bæ leystur út með 1,6 milljarði fyrir örfáum misserum.
Ef þeir sem starfa við greinina sleppa þrælslundinni og horfa með réttlætis og ggnrýnisaugum á þetta aflamarkskerfi þá ættu þeir að sjá þann subbuskap sem hefur viðgengist og þann subbuskap sem mun viðgangast að óbreittu kerfi.
Þrátt fyrir þessi orð mín get ég ekki séð að þetta skattlagningarfrumvarp (auðlindagjald) bæti á nokkurn hátt úr sóðaskapnum.
 12. maí kl. 03:56

Atli Hermannsson ·
 Ef við tökum dæmi um hversu ógeðfeldur þessi áróður er. Má byrja á auglýsingu með Stefáni netagerðarmeistara hjá Egersund á Eskifirði sem áður hét netagerð Eskifjarðar. Þorskkvótinn í plássinu var seldur í heilu lagi fyrir nokkrum árum þegar greiða þurfti tveim sonum Alla-rííka út arðinn. Siðan þá hefur varla verið fixað eitt einasta trollstykki fyrir botntrolli á staðnum. Þá sérhæfir netaverkstæðið sig í flottrollum fyrir makril-kollmunna- loðnu og síld sem ekki stendur til að fyrna eða setja í neina potta. Þetta er því alveg kostuleg framsetning þessi auglýsing. Það sama má segja um þann sem er í forsvari fyrir löndunargenginu þarna fyrir austan og harmar hlutinn sinn, hanns vinna snýst einnig 100% í kringum uppsjávarafla.
12. maí kl. 07:36

Atli Hermannsson ·
Segðu mér hversu mkið var selt af þorski úr plássinu til að fjármagna arfinn? Hvað skuldsetti fyrirtækið sig mikið við að borga bræðurna út?.
Það verður ekki hróflað við úthlutuninni á uppsjávaraflanum svo austfirðingar geta alveg andað rólega - bæði Stefán og forstjóri Tandbergs. Samkvæmt fiskveiðifrumvarpinu verða því 93.4 % af heiildar þorskaflamaki þjóðarinnar úthlutað óbreytt. Restinn fer í potta sem núverandi kvótahafar hafa sama aðgang að og aðri. Því er i raun ekki verið að taka neitt af stórútgerðinni eins og menn halda - nema hluta af hagnaðinum. ... því er sorglegt að sjá hvernig LÍÚ beitir einfeldingum fyrir sig í sinni grímulausu sérhafsmunagæslu.
12. maí kl. 12:47

Stefán Erlendsson ·
Útgerðagerðafyrirtæki eru ekkert annað en peningavélar fyrir örfáa menn sem ættu allir að sitja í fangelsi. Ef þú horfir á The Godfather I - III þá sérðu hvernig útgerðafélag á Íslandi virkar
12. maí kl. 23:20

Atli Hermannsson ·
Ég fullyrti að allur þorskur hafi verið seldur afstaðnum... það er ekki alveg rétt hjá mér.. mér datt bara ekki til hugar að vera svo nákvæmur að draga 14 metra smábát inn í umræðuna eða nefna gömlu Eldborgina / Hólmaborgina sem geymir 500 tonn af þorski sem hún veiðir aldrei - heldur einhver annar. Þá gæti ég að sjálfsögðu verið nákvæmari þegar ég nefni Tandraberg.í stað 100% skal ég sættast á 95%
13. maí kl. 04:46

Magnús Helgi Björgvinsson ·  
Svona ágætt að setja þetta líka í samband við að stærstu útgerðirnar í dag virðast hafa umtalsvert fé sem þær nota til að kaupa sér velvild. Samherji borgaði starfsfólki sínu um 300 milljónir fyrir áramót í svona jólagjöf og lofar peningum í góð verkefni þarna á Akureyri. HB Grandi ætlar að bjóða öllum íbúum Vopanfjarðar ókeypis líkamsrækt sem og endurnýja og bæta við tækjum þar. Nokkar útgerðir eyða hundruðum milljóna í að gefa út dagblað. Og ýmislegt fleira mætti nefna. Svo eru menn að hóta því núna að útgerðir munu fara á hausinn af því að það verður tekið af hagnaði þeirra. Halló er einhver að trúa þessu? 

Ingimar Karl Helgason ·
Mér finnst merkilegt að þú setjir samasemmerki milli milljarðafólks sem í reynd ræður örlögum byggðalaga og svo aftur minni spámanna. Er það virkilega svo að einhver sem á brotabrot í hlutafélagi hafi í reynd eitthvað um það að segja? Hvers má smáútgerð sín í hlutfalli við stórútgerðina? Stjórnun í hlutafélagi annars vegar og lýðræðissamfélag hins vegar er nokkuð sem verður ekki svo glatt lagt að jöfnu. Einhver myndi kalla það epli og appelsínur.
En það er sannarlega áhugavert viðhorf að atvinnurekendur eigi að ráða lögum og lofum, eða með þínu orðalagi, að fólk eigi að „treysta þeim fyrir framtíð sinni“ frekar en kjörnum fulltrúum (eða sjálfu sér!). Áhugaverð lýðræðisást þar.
Ég hef annars hvergi séð boðlegan rökstuðning fyrir því að fyrirtæki fari lóðbeint á hausinn ef lögum verður breytt. Slæm staða skýrist væntanlega af því kerfi sem hefur verið (?).
Og fyrst þú nefndir Icesave þá samþykktu 2/3 þingmanna samninga nefndar Lee Bucheits, líka sjálfstæðismenn, svo því sé til haga haldið. Og enn, þá er ekki komin niðurstaða í málið, þar sem það er nú rekið fyrir dómstólum.
En annars er gott að heyra að góð staða sé í Eyjum. Þangað er gott að koma og Eyjamenn upp til hópa eru yndislegt fólk :)
14. maí kl. 07:23

Útgerð mun aldrei þrífast undir stjórn annarra

Petur H. Petersen ·
Já, svo er erfitt að skilja afhverju þetta fólk missir allt vinnuna þegar að fiskveiðarnar sjálfar og löndunin kemur ekki til með að breytast neitt. Það væri þá frekar að þetta væru auglýsingar til styrktar Hafró. "Sko, ef Hafró passaði ekki upp á miðin og hindraði rányrkju, þá yrðum við bara allir að hætta hérna kallarnir sem vinnum við höfnina"
11. maí kl. 14:01

Víðir Björnsson ·
X, þessir ALLIR sem ykkur Samherjunum er svo tíðrætt um, eru það þá þeir sem hafa efni á heilsíðuauglýsingum og sjónvarpsauglýsingum þessa daganna ' Ég hef aldrei talið Mig, Þig, sem guð sé lof !
11. maí kl. 17:10

Ingólfur Kjartansson ·
X, Fólk í forsvari fyrir sjávarútvvegsfyrirtæki í ágætu þorpi vestur á fjörðum hefur stundað það í gegnum áratugina að bjóða verkafólkinu sínu, pólsku n.b., sem hefur unnið hjá viðkomandi um einhvern tíma í ljómandi gott teiti þar sem vel er veitt fram undir morgun og jafnvel lengur á móti því að rétt sé kosið í sveitarstjórnarkosningum daginn eftir. Þetta hefur viðgengist kosningar eftir kosningar í krafti og nafni lýðræðis og jafnræðis. Þekki þetta afskaplega vel. Síðan líða nokkur ár að næsta partíi.
11. maí kl. 17:07

Ingólfur Kjartansson ·
X,  Tálknafjörður er þorpið ágæta en þau eru því miður fleiri sem ég veit um.
 11. maí kl. 17:53

Sveinn Ásgeirsson ·
X, af hverju í ósköpunum ertu argur út í þá sem keyptu kvótann, Ég væri frekar argur út í þann sem seldi kvótann frá þorpinu mínu, en það er bara ég
 12. maí kl. 05:17

Kristín Hafsteinsdóttir ·
X, Átt þú við erlendu aðilana sem eiga allt að 49% af stórútgerð á Íslandi?
12. maí kl. 06:18

Aðalheiður Hauksdóttir ·
Kvótakóngar eru undir sama hatti og útrásarvíkingarnir við eigum fiskinn saman, X.
12. maí kl. 14:36

Gunnlaugur Reynir Sverrisson ·
Ef það er eitthvað sem hrunið hefur kennt okkur þá þá gerist það nánast aldrei að fyrirtæki sem fara í þrot hætti rekstri. Það getur vel verið að núverandi eigendur margra sjávarútvegsfyrirtækja muni missa þau verði frumvarpið að lögum en það segir ekkert um það hvort fyrirtækin hætti rekstri. Þar að auki er fáránlegt að tala um þetta sem aðför að landsbyggðinni þegar kvótakerfið hefur einmitt haft mest (og verst) áhrif á landsbyggðinni.
13. maí kl. 10:34

Stefán Erlendsson 
… þegar Grandi þurfti nauðsynlega að semja við starfsfólkið sitt um að hinkra aðeins með launahækkanirnar af því að þeir höfðu ekki efni á að borga starfsfólkinu af því að það varð að borga eigendunum arð (það gleymdist bara að segja frá því strax), þá var hagnaður fyrirtækisins nákvæmlega sama tala og þeir höfðu útúr því að leigja út kvóta á okurverði. Þann pening notaði fyrirtækið til að greiða eigendunum arð. Ísland hefur ekkert við svona fyrirtæki að gera. Svona fyrirtæki mega fara á hvínandi kúpuna mín vegna, það kemur hvort sem er bara einhver annar. Þessi fyrirtæki eru langt frá því að vera ómissandi, hvað þá fólkið sem rekur þau. Til dæmis þá eru kirkjugarðar á Íslandi fullir af ómissandi fólki
 14. maí kl. 10:21
Stefán Erlendsson ·  
X, mun landsbyggðin bara hætta að vera til útaf þessu veiðigjaldi? Hentiru nokkkuð ökuskírteininu eftir að bensínið hækkaði um milljón prósent frá mánudegi til miðvikudags? Þú ert ekki að stressa þig yfir því. Matur á Íslandi er dýrasti matur í heimi, samt borðaru. Veiðigjaldið hækkar um 100% og þú græðir bara minna, það er ekki heimsendir. Passaðu þig nú að missa þig ekki alveg í gleðinni. Kannski verður það bara til þess að fasteignaverð fer niður í núll á Ísafirði og allir flytja af höfuðborgarsvæðinu og fara að dorga við Ísafjörð! Djók
 14. maí kl. 10:32

Aðalheiður Hauksdóttir  ·
X, Ekki er nú glæsilegt atvinnuástand í sumum litlum sjávarþorpum á landsbyggðinni sem sægreifarnir! eins og þú kallar þá eru búnir að kaupa upp kvótann og flytja allt burt (Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík) og svo eru eflaust margir aðrir staði sem svona er ástatt fyrirr þetta fólk fer um langan veg til að stunda vinnu á þetta að vera svona? Svo er í mörgum sveitarfélögum sem sægreifarnir! eins og þú kallar þá eru beggja vegna borðs eru með útgerð og eru í sveitarstjórn jafnvel oddvitar sveitarstjórnar er það eðlilegt? ekki að mínu mati
15. maí kl. 04:29
Kristín Erna Arnardóttir  ·
Eðlileg auðlindarenta styrkir byggðirnar en ekki útgerðir sem haga sér eins og aðall sem dreifir ölmusu til samfélagsins. Illa rekin útgerðarfyrirtæki eiga að fara á hausinn eins og önnur illa rekin fyrirtæki. Fólk er hrætt í byggðalögunum vegna endalauss hræðsluáróðurs útgerðamanna. Ömurlegur málstaður þeirra sem hafa geð í sér að nota það sem aðrir eiga, til að svala taumlausum eiginhagsmunum og græðgi.
12. maí kl. 10:53

Halli Egils ·
Það fáránlega við málatilbúnað kvótaeigendanna er það að þeir láta eins og að þegar sjávarútvegsfyrirtækin fara á hausinn við það að borga veiðileyfagjaldið, að það verði enginn eftir til að veiða fiskinn...
Sjómennirnir með áratugareynslu munu bara sitja aðgerðarlausir, ativinnulausir, heima meðan fiskurinn syndir í rólegheitunum framhjá. Þvílík þvæla!
12. maí kl. 11:12

Og svo eru nokkrar spurningar 

Pétur Óli Jónsson ·
Ef auðlindin er eign þjóðarinnar og enginn vafi leikur þar á. Af hverju má útgerðin veðsetja kvótann?
Áður en þú svarar þessari spurningu, þá verður þú að átta þig á því að útgerðin fær úthlutað til eins árs í senn, en veðsetur eins og þeir hafi kvótann til fjölda ára.
Önnur spurning, getur þú nefnt eitt tilfelli (utan sjávarútveg) þar sem leigjandi má veðsetja eign annars aðila?
Þriðja spurning. Ef ég fæ afnot af þínu húsi og hef leigt það í mörg ár. Stundum gegn gjaldi og stundum gjaldfrjálst. Hef ég rétt á að veðsetja húsið þitt eins og það væri mín eign?
Fjórða spurning. Ég sá svar frá þér (vonandi fer ég ekki með rangt mál)
,,og svo kommenterar fólkið sem ekkert veit um sjávarútveg''
Ert þú sérfróður um landbúnaðarmál, heilsugæslu, löggæslu? Ef svarið er nei, máttu þá ekki hafa skoðun á því samfélagi sem þú býrð í?
12. maí kl. 04:56

Lattélepjandi 101 lýður sem aldrei hefur migið í saltan sjó

Veiðigjald og úthlutun veiðiheimilda kemur okkur reynar öllum við. Svo vill líka til að innan höfuðborgarsvæðisins býr fjöldi fólks sem áður bjó úti á landi en neyddist til að flytja suður þegar kvótinn var seldur burt. En svo er líka til fólk sem hefur unnið við veiðar og fiskvinnslu sem er hreint ekki sammála áróðri LÍÚ.

Þorvaldur S. Björnsson ·
ég hef unnið í fiski. Ég ætla að nýta mér þau "forréttindi" til að lýsa mig sammála Illuga …
11. maí kl. 17:30

Georg Pétur Sveinbjörnsson ·
 Meig í saltan sjó til fjölda ára, en er samt sammála flestu sem sagt er í þessu tímabæra pistli. Fátt meira þreitandi en"migið í saltan sjó" og "aldrei dýft hendi í kalt vatn" hundalógík...álíka andsnautt og að slengja fram "latteþambandi miðbæjarrottur" og annað álíka gáfulegt.
13. maí kl. 16:07

Gallar frumvarpsins 

Eins og ég hef áður sagt þá er ég ekki stórlega hrifin af frumvarpinu. Hér eru nokkrir gallar þess ræddir.

Finnur Hrafn Jónsson ·
Þetta eru einstaklega ógeðfelldar auglýsingar til varnar sérréttindum. Hins vegar er skattlagning afar óheppileg aðferð til að taka auðlindarentu. Frekar hefði átt að nota kvótauppboð sem tryggja jafnræði og hefðu skilað allri auðlindarentunni án þess að fara nokkurn tímann fram úr greiðslugetu útgerðarinnar. Fyrir utan það að vera pólitískt mun auðveldari í framkvæmd. Vonandi verður breytingartilllaga Marðar og Valgerðar um uppboð samþykkt.
12. maí kl. 17:37

Frímann Sigurnýasson
Nei X við eigum að einbeita okkur GEGN ÞVÍ að útgerðarm0nnum verði úthlutaður kvóti til 20 eða 40 ára.
Það er aðal málið.
Nú er veiðirétti úthlutað til eins árs í senn og því þarf ekki að innkalla veiðiheimildir.
veiðiheimild hvers útgerðarmanns rennur út 1. september hvert ár.
Lög um veiðigjald verða væntanlega endurskoðuð oft og veiðigjaldið aðlagað að greiðslugetru og pólitískri stöðu útgerðarinnar á hverjum tíma.
Svo tel ég að banna eigi framsal aflaheimilda/veiðiréttar, enda er þá verið að framselja eign þjóðarinnar og taka fyrir það stór pening sem rennur í vasa útgerðarinnar, þó svo að veiðirétturinn sé eign þjóðarinnar og þjóðin eigi rétt á þessum peningum, sem eigandi auðlindarinnar.
Eins og þú nefnir  þá borga útgerðarmenn kr. 8,oo til þjóðarinnar fyrir veiðiréttinn en framselja veiðiréttinn til annarra útgerða fyrir kr. 320,oo
hvað hafa stóru útgerðarfélögin í tekjur af því að framselja veiðiréttinn sinn (sala á kvóta ! ) til annarra útgerða ?
þessi útgerðarfélög hafa kr. 312,oo fyrir hvert kíló, í tekjur fyrir að framselja veiðirétt sinn til eins árs, til annarra útgerða.
12. maí kl. 21:57

Pétur Óli Jónsson ·
En hér kristallast nefnilega óánægja fólks á þessum frumvörpum. Því miður er fólk að rugla þessu fruvörpum saman.
Því miður, þá held ég að við þurfum að hugsa dýpra. Ef útgerðin fær 20 ára nýtingarétt (sem framlengist svo og endar í 35 árum) þá er búið að festa kvótakerfið í sessi.
Við getum breytt fiskveiðistjórnun án skaðabóta í dag. En það er ekki hægt ef við veitum 20-35 ára veiðirétt. Í dag er útgerðin ekki að fjárfesta í varanlegum aflaheimildum.
13. maí kl. 18:08

Pétur Óli Jónsson  ·
Ég er á móti núverandi kvótakerfi vegna þess að þarna eru aðilar að fá að veiða náttúruauðlind fyrir of lágt verð. Ég er ekki á móti þessum aðilum og vill ekki einhverja aðra ákveðna í staðinn. Ég vil einfaldlega að sanngjarnt verð fáist.
Annað sem ég er á móti er framsalið og að kvótinn skuli vera veðsettur. Ég vil ekki framsal. Ef menn geta borgað einkaaðila hærra verð því hann er milliliður, af hverju fær ríkið ekki þetta verð þá strax?


Fólkið í auglýsingunum 
Hér er beinlínis verið að ræða efni pistils Illuga.

Elín Snædal ·
Þarna er ég sammála! Það er aumkunarvert að sjá og heyra fólkið lýsa þeim voða hörmungum sem að steðja! Lýsingarnar eru svo yfirdrifnar að þær verða írónískar, sem er þó varla meiningin!
11. maí kl. 18:47

Guðjón Emil Arngrímsson ·
Mér finnst að þeir sem borguðu fyrir þessar auglýsingar hefðu átt að vera sjálfir í leikarahlutverkunum, og gráta fyrir okkur öll.....
12. maí kl. 00:39

Illugi Jökulsson ·
Set hér inn athugasemd sem ég skrifaði á FB. Þar hafði maður sakað bæði mig og GSE um "persónuníð" í orðum okkar, en að svara í engu málflutningi fólks í auglýsingunum.
"Hvorki í mínum texta né Gunnars Smára er að finna nokkuð sem nálgast það að vera persónuníð. Þar eru orðaðar áhyggjur yfir því að þetta ágæta fólk í auglýsingunum sé í vondri stöðu vegna lífsviðurværis síns sem það á undir þeim sem það er að auglýsa fyrir. Þetta væri óþægilegt og ankannalegt, hvaða málflutning sem um væri að ræða. En svo dæmi sé tekið - í einni auglýsingunni er harmað að kvótafrumvarpið muni hafa í för með sér brottflutning starfa úr viðkomandi plássi. Eins og það sé staðreynd. En það er bara engin staðreynd. Það er fullyrðing - að ég segi ekki hræðsluáróður - úr ranni auðkýfinganna í LÍÚ. Það er á hinn bóginn staðreynd að fjöldi starfa hefur glatast út um allt land þegar sægreifarnir fá glýju í augun og selja kvótann burt og fara að spila með gróðann annars staðar."
12. maí kl. 01:37

Reynir Eyvindsson ·
Nokkuð til í þessu: "Þær minna á myndbönd þar sem fangar mannræningja lesa upp yfirlýsingar um andstyggð sína á vestrænum stjórnvöldum.“ (Gunnar Smári Egilsson)
13. maí kl. 10:31

Svo kom í ljós að í einni auglýsingunni — þessari með fjölskyldunni og hundinum í Grindavík — hafði  myndin verið tekin fyrir nokkrum árum af allt öðru tilefni. Fólkið vissi ekki hvernig átti að nota myndina. Og sönnuðust þar með orð Illuga, að í auglýsingunum væri verið að misnota fólk.

Efnisorð: ,