miðvikudagur, apríl 25, 2012

Þetta var þá kvenmannsverk eftir alltsaman

Þó ég sé enginn aðdáandi Þjóðkirkjunnar umfram aðrar kirkjur og sé í raun slétt sama hver biskupast þar, þá eru það auðvitað talsverð tíðindi að kona hafi verið kjörin biskup.

Enda þótt það hafi verið sögulegt að kjósa konu sem forseta og að kona hafi orðið forsætisráðherra þá eru þau embætti splúnkuný miðað við biskupsembættið á Íslandi. Fyrsti biskupinn tók við embætti árið 1056, eins og sjá má á listanum (sem ég stal af Silfri Egils, sem hann fékk líklega á Wikipediu). Embætti biskups er því 956 ára gamalt en fyrst núna verður kona biskup.

1056–1080 → Ísleifur Gissurarson
1082–1118 → Gissur Ísleifsson
1118–1133 → Þorlákur Runólfsson
1134–1148 → Magnús Einarsson
1152–1176 → Klængur Þorsteinsson
1178–1193 → Þorlákur helgi Þórhallsson
1195–1211 → Páll Jónsson
1216–1237 → Magnús Gissurarson
1238–1268 → Sigvarður Þéttmarsson (norskur)
1269–1298 → Árni Þorláksson
1304–1320 → Árni Helgason
1321 → Grímur Skútuson (norskur)
1322–1339 → Jón Halldórsson (norskur)
1339–1341 → Jón Indriðason (norskur)
1343–1348 → Jón Sigurðsson
1350–1360 → Gyrðir Ívarsson (norskur)
1362–1364 → Þórarinn Sigurðsson (norskur)
1365–1381 → Oddgeir Þorsteinsson (norskur)
1382–1391 → Mikael (danskur)
1391–1405 → Vilchin Hinriksson (danskur)
1406–1413 → Jón (danskur)
1413–1425 → Árni mildi Ólafsson
1426–1433 → Jón Gerreksson (danskur)
1435–1437 → Jón Vilhjálmsson Craxton (enskur; áður Hólabiskup)
1437–1447 → Godswin Comhaer (hollenskur)
1448–1462 → Marcellus (þýskur; kom aldrei til landsins)
1462–1465 → Jón Stefánsson Krabbe (danskur)
1466–1475 → Sveinn spaki Pétursson
1477–1490 → Magnús Eyjólfsson
1491–1518 → Stefán Jónsson
1521–1540 → Ögmundur Pálsson
1540 → Sigmundur Eyjólfsson
1540–1548 → Gissur Einarsson
1549–1557 → Marteinn Einarsson
1558–1587 → Gísli Jónsson
1589–1630 → Oddur Einarsson
1632–1638 → Gísli Oddsson
1639–1674 → Brynjólfur Sveinsson
1674–1697 → Þórður Þorláksson
1698–1720 → Jón Vídalín
1722–1743 → Jón Árnason
1744–1745 → Ludvig Harboe (danskur)
1747–1753 → Ólafur Gíslason
1754–1785 → Finnur Jónsson
1777–1796 → Hannes Finnsson
1797–1801 → Geir Vídalín (sat í Reykjavík)
1801–1823 → Geir Vídalín
1824–1845 → Steingrímur Jónsson
1846–1866 → Helgi G. Thordersen
1866–1889 → Pétur Pétursson
1889–1908 → Hallgrímur Sveinsson
1908–1916 → Þórhallur Bjarnason
1917–1939 → Jón Helgason
1939–1953 → Sigurgeir Sigurðsson
1953–1959 → Ásmundur Guðmundsson
1959–1981 → Sigurbjörn Einarsson
1981–1989 → Pétur Sigurgeirsson
1989–1997 → Ólafur Skúlason
1998– 2012 → Karl Sigurbjörnsson
2012 → Agnes Sigurðardóttir

Það er samt hætt við að einhverjir líti þessa framhleypni konunnar hornauga og vorkenni Karli að þurfa að láta henni embættið eftir. Öðrum verður kannski hugsað til ljóðsins góða eftir Jórunni Sörensen.

Hef ég þá unnið kvenmannsverk
alla ævi
sagði presturinn
örvilnaður
þegar hann kvaddi söfnuðinn
og kona
sótti um brauðið

Efnisorð: ,