þriðjudagur, apríl 10, 2012

Bréfritari dagsins

DV vísar í grein þar sem fyrir kemur orðið 'feðraveldi'. Ragnar Halldórsson tekur til við að skrifa hverja athugasemdina á fætur annarri þar sem hann segir að ekkert slíkt sé til. Hann talar líka um að umræðan um kvenhatur sé orðin til útaf engu en alið sé á karlhatri, sem Ragnar segir að sé ofbeldi.

Ragnar rífst við alla, hægri vinstri, en neitar að lesa greinina sem frétt DV vísar til. Svo fer hann að tala um ástandið í Mið-Austurlöndum, uppúr þurru að því er virðist, og á það að líklega að vera sönnun þess að við á Vesturlöndum getum ekki kvartað yfir vondri meðferð á konum og/eða að feministar á Íslandi eigi að hætta að tala um hvernig hlutirnir eru á Íslandi. Það er samt ekki alveg ljóst, því Ragnar á erfitt með að halda þræði.

Því til sönnunar birtir Ragnar bréf sem hann skrifaði konungnum af Bahrein — bréf sem snýst um karlmann. Bréfið er skrifað með vísun til Amnesty en Amnesty félögum mun vera uppálagt að vera málefnalegir og kurteisir þegar þeir skrifa í nafni samtakanna — en Ragnar hikar ekki við að hóta kónginum að guð muni dæma hann og ofsækja.


BRÉF TIL KONUNGSINS AF BAHREIN

Your Majesty,

I write to you out of concern for Abdulhadi al-Khawaja and the other thirteen opposition activists who are serving prison sentences in Bahrain following anti-government protests in February and March 2011.

In protest at his sentence Abdulhadi al-Khawaja has now been on hunger strike for 50 days. His health has deteriorated substantially and he is at risk of death.

All activists had an unfair and politically motivated trial before a military court and some of them were reportedly tortured.

Amnesty International believes that none of the 14 used or advocated violence during the popular protests of February and March 2011 and no such evidence was shown by the authorities during the trial.

Amnesty International accordingly considers the 14 to be prisoners of conscience imprisoned solely for peacefully exercising their rights to freedom of expression and assembly.

I therefore urge you to release the 14 opposition activists immediately and unconditionally.

Furthermore I ask you to immediately launch an independent investigation into the alleged torture and other ill-treatment of some of the defendants, to make its results public, and bring to justice anyone responsible for torture.

I thank you for your consideration in this important matter. I trust that you will look into my concerns.

YOU WILL YOURSELF BE JUDGED AND PERSECUTED BY GOD

We can not, and will not, tolerate your brutal misuse of power - prisoning, torturing and killing people in your country, for that which is a basic human right, in any Western country.

And while Denmark rescues your own people, from your
brutality and crimes, you can not torture and imprison it´s Citizens.

Wake up "your majesty" Shaikh Hamad bin Isa Al Khalifa. You will yourself, be judged for your crimes by god himself.

Yours respectfully,
Ragnar Halldorsson


Ragnar er greinilega stoltur af þessu bréfi sínu. Alveg er ég viss um að Amnesty er það líka.

Efnisorð: , ,