fimmtudagur, mars 29, 2012

Dómur ekki sama og lögreglurannsókn

Og enn er ástæða til að endurbirta gamla færslu. Eða vísa á hana. Þarna skrifa ég um konu sem kærði karlmann fyrir nauðgun og áður en þrjár vikur eru liðnar dregur hún kæruna til baka og játar að hafa spunnið hana upp. Þessar þrjár vikur hafa eflaust verið erfiðar fyrir karlmanninn sem hún kærði, en það er fráleitt að beita þessu máli sem röksemd fyrir því að sífellt sé verið að sakfella saklausa menn fyrir nauðgun. Þessi maður var ekki sakfelldur, málið var enn í rannsókn. Og slík mál taka afar langan tíma í rannsókn eins og reyndar oft hefur verið gagnrýnt.

Ég læt aðra um að sálgreina það fólk sem er í herferð gegn konum sem kæra nauðgun. Hún er ofar mínum skilningi.

Efnisorð: