Nafnbirting nauðgunarþola í Fréttatímanum
Fréttatíminn barst mér í hendur nú rétt áðan. Þegar ég hafði lesið forsíðufrétt og svo nánari umfjöllun inni í blaðinu um sama mál lagði ég frá mér blaðið og teygði mig í símann. En Fréttatíminn er bara með sjálfvirkan símsvara á kvöldin, það er enginn til að svara fyrir fréttina. Einsog mig langar til að það sé á þessu skýring. En þetta er semsagt málið:
Fréttin er um árás glæpahyskis á konu, þar sem henni var hótað, hún var beitt líkamlegu ofbeldi og hún var beitt kynferðisofbeldi.
Í Fréttatímanum er konan nafngreind. Þolandinn. Fórnarlambið. Brotaþolinn.
Eru þeir þarna á Fréttatímanum gengnir af göflunum — eða hefur konan kannski verið nafngreind í öðrum fjölmiðlum, og blaðið bara að gera 'eins og hinir'? Eða er þetta bara nýi stíllinn, tekinn upp eftir Pressunni?
Djöfuls óþverraskapur.
Fréttin er um árás glæpahyskis á konu, þar sem henni var hótað, hún var beitt líkamlegu ofbeldi og hún var beitt kynferðisofbeldi.
Í Fréttatímanum er konan nafngreind. Þolandinn. Fórnarlambið. Brotaþolinn.
Eru þeir þarna á Fréttatímanum gengnir af göflunum — eða hefur konan kannski verið nafngreind í öðrum fjölmiðlum, og blaðið bara að gera 'eins og hinir'? Eða er þetta bara nýi stíllinn, tekinn upp eftir Pressunni?
Djöfuls óþverraskapur.
Efnisorð: Fjölmiðlar, Nauðganir, ofbeldi
<< Home