mánudagur, febrúar 27, 2012

Karlar sem afhjúpa opinberlega hatur sitt á konum

Það er eins og að fylgjast með bílslysi í slow-motion að lesa athugasemdahalann við greinina um hið stórgóða skjáskotssafn Hildar Lilliendahl. Fyrstu athugasemdirnar voru nánast allar hneykslun á því að Hildur skuli hafa safnað athugasemdum sem anga af kvenfyrirlitningu og sett þær á einn stað undir yfirskriftinni Karlar sem hata konur.* Eftir því sem á líður umræðuhalann virðast menn gleyma að ummæli þeirra, sem sett eru á netið fyrir allra augum, segi sitthvað um þeirra innri mann. Og þeir gleyma því að fjöldi manns les það sem þeir segja, tekur jafnvel af því skjáskot og geymir eða birtir þar sem almenningur allur hefur aðgang að því svo lengi sem internetið lifir.

Því miður get ég ekki boðið upp á skjáskot,** þetta verður því að duga.

Kristján H. Tsiklauri · Vinnur hjá Sjálfstætt starfandi
Það er bara spurning hvort að þessi Hildur hafi fengið alvöru ást frá karlmanni. Hver kannast ekki við að vera búinn að sofa ekki hjá í smá tíma og fá svokallaða "brundstíflu". Er þetta ekki bara svona hjá henni vinkonu okkar :)

Hermann Knútur Sigtryggsson · Bifvélavirki hjá Bifvélarverkstæði Baugsbót
hef nu bara eitt að seigja að þú getur ekki ætlast til þess að allir þessir karlar hati konur eg held bara þar ad seigja að .þú hatir að vera kona og færð aldrei að ríða og blessud sahara eyðumork sé i klofinu á þér og ykkur feministum reynið að láta ykkur líða betur með þvi að kenna köllonum um það er frekar sorglegt af ykkur að gera orð þyða ekkkert hatur alltaf sko :D

Þeir eru of margir til að ég nenni að skrifa þá alla upp, en þessi hér fyrir neðan er í sérlegu uppáhaldi.

Gunnar Flóki Sigurðsson · Djúpivogur, Sudur-Mulasysla, Iceland
Senda þessa Helv Feminista úr landi

Gunnar Flóki Sigurðsson · Djúpivogur, Sudur-Mulasysla, Iceland
ég er að tala um öfga feminista gústa,ég er ekki á móti þeim sem tala um jafn rétti og nauðganir annað slíkt en sumt er of mikið


(Svo ekki sé nú talað um hve heimskt það er að átta sig ekki á að feministar „tala um jafnrétti og nauðganir“.)

Gunnar Flóki Sigurðsson · Djúpivogur, Sudur-Mulasysla, Iceland
Ef þeir myndu hata konur þá myndu þeir ekki date konur talað illa um eða eithvað slíkt á ekki við rök að styðjast,bæði ég og aðrir hafa sagt ýmislegt legt um konur það merkir ekki að ég hata konur langt frá því ég elska konur sértakleg rauðhærðar og svarthærðar og ég styð jafnrétti kvenna útí eitt en sumt er bara of mikið eins og við meigum ekki horfa á klám og fara á striðstaði til að njóta fegurðar sem kvenmaðurinn hefur er bara rugl

Gunnar Flóki Sigurðsson · Djúpivogur, Sudur-Mulasysla, Iceland
ég hef þekkt stelpur sem hafa unnið á striðstað*** og þeim var ekki þvingað inná þá til að strippa þær gerðu það að fúsum og frjálsum vilja og höfðu gaman af og ein bauð mér til að fylgjast á sínum tíma enda er hún flottur kvenmaður sem vildi sýna sinn flotta líkama og jú til eru kvenmenn sem næddar eru til að strippa og það er rangt og kvað klámið varðar þá eru um 70-80% kvenna sem gera þetta að fúsum og frjálsum vilja og hafa gaman af að RÍÐA
Við erum karlmenn og horfum á klám og svo eru líka til konur sem horfa líka á klám

Gunnar Flóki Sigurðsson · Djúpivogur, Sudur-Mulasysla, Iceland
heheheh ég horfi og mun alltaf horfa á klám heheh


Þeir eru reyndar ekki allir svona súrrandi heimskir, karlmennirnir sem skrifa á umræðuhalann, en viðhorfið er jafn ömurlegt í alltof mörgum tilvikum.

___
* Ég er reyndar ein þeirra sem hiklaust flokka hatur á feministum sem hatur á konum, enda eru feministar (sem í langflestum tilvikum eru konur) að tala máli kvenna.
** Ekki hafa allir sem lesa þessa síðu aðgang að facebook og geta því ekki séð lista Hildar. Mér finnst samt ómögulegt að það fólk standi áfram í þeirri trú að umræða um konur almennt og feminista sérstaklega sé alltaf vönduð og smekkleg og einkennist af velvilja.
*** Eftir mikla yfirlegu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar sé að tala um strippstað.

Efnisorð: ,