mánudagur, febrúar 06, 2012

Klám er viðbragð við kvenfrelsi en stuðlar ekki að því

Eftir því sem konur ná jafnrétti og jafnri stöðu á fleiri sviðum vex klámiðnaðnum fiskur um hrygg. Þeir sem fyrirlíta konur og óttast aukin ítök þeirra fagna kláminu mest. Þeir eru margir, kvenhatararnir, og þeir framleiða, dreifa og horfa á klám. Ekki nóg með það heldur veifa þeir þeirri skoðun að klámið sé sjálfsagt og vændi sé nauðsynlegt, opinberlega og í einkasamtölum, reyna þannig að fá fleiri í lið með sér gegn konum.

Markmiðið er að niðurlægja konur, sýna þær í sem verstu ljósi og gefa til kynna að þetta sé þeirra eina rétta hlutverk. Klám leiðir ekki af sér aukin kvenréttindi heldur er viðbragð karlveldisins, með fulltingi kapítalismans, til að kúga konur til hlýðni.

Efnisorð: