Öskjuhlíðin, II
Hún hljómar svo sem ágætlega, tillagan um að Náttúruminjasafn verði í Perlunni, talsvert betur en að þar verði hótel sem breiði úr sér yfir Öskjuhlíðina.* Ég hef ekki sett mig inn í togstreituna sem mér skilst að sé milli safnsins og Náttúrufræðistofnunar, sem ku eiga að vera vísindalegur og faglegur bakhjarl Náttúruminjasafnsins, en samkvæmt Ríkisendurskoðun kemur til greina að sameina þessar stofnanir. Báðar eiga þær einhvern safnkost en hafa ekki komið sér saman um hvað er hvurs og hvurs er hvað.
En það er þetta með safnkostinn. Líklegt er að gerð verði krafa um að sýningarsalur og safngeymsla verði á sama stað. Er geymslupláss í tönkunum? Og er byggingin heppileg fyrir viðkvæma sýningargripi? Nú veit ég ekki hve kunnug þau sem skrifuðu greinina um að sýna náttúrugripi í Perlunni eru varðveislu safngripa, en mér þykir líklegt að það þurfi ákveðinn lofraka og hita sem megi ekki sveiflast mikið. Er hægt að stjórna því með góðu móti í Perlunni? Það er nú engin smá lofthæð þar inni. Og birtan, það er varla hægt að stjórna henni nema sett verði þak yfir sýningarsvæðið, ja eða sýningin verði inni í tanki, eins og sögusýningin.
Samt er gott að komi fram hugmyndir um nýtingu Perlunnar, og ef þessi er ekki nothæf þá verður sú næsta kannski betri.
___
* Nú á að halda hugmyndasamkeppni um framtíð útivistar- og skógræktarsvæðisins í Öskjuhlíð. Hvernig væri að gera frekar könnun á því hversu margir Reykvíkingar geta hugsað sér að við Keiluhöllina bætist hlussu hótel utan í Öskjuhlíðinni, hve margir vilji steypuklessu ofan á Öskjuhlíðinni og á hve mörgum fingrum annarrar handar sé hægt að telja þá sem eru himinlifandi með staðsetningu Háskólans í Reykjavík?
En það er þetta með safnkostinn. Líklegt er að gerð verði krafa um að sýningarsalur og safngeymsla verði á sama stað. Er geymslupláss í tönkunum? Og er byggingin heppileg fyrir viðkvæma sýningargripi? Nú veit ég ekki hve kunnug þau sem skrifuðu greinina um að sýna náttúrugripi í Perlunni eru varðveislu safngripa, en mér þykir líklegt að það þurfi ákveðinn lofraka og hita sem megi ekki sveiflast mikið. Er hægt að stjórna því með góðu móti í Perlunni? Það er nú engin smá lofthæð þar inni. Og birtan, það er varla hægt að stjórna henni nema sett verði þak yfir sýningarsvæðið, ja eða sýningin verði inni í tanki, eins og sögusýningin.
Samt er gott að komi fram hugmyndir um nýtingu Perlunnar, og ef þessi er ekki nothæf þá verður sú næsta kannski betri.
___
* Nú á að halda hugmyndasamkeppni um framtíð útivistar- og skógræktarsvæðisins í Öskjuhlíð. Hvernig væri að gera frekar könnun á því hversu margir Reykvíkingar geta hugsað sér að við Keiluhöllina bætist hlussu hótel utan í Öskjuhlíðinni, hve margir vilji steypuklessu ofan á Öskjuhlíðinni og á hve mörgum fingrum annarrar handar sé hægt að telja þá sem eru himinlifandi með staðsetningu Háskólans í Reykjavík?
Efnisorð: menning, umhverfismál
<< Home