Hundrað kallinn að standa sig
Það er full ástæða til að fagna því framtaki eitt hundrað karlmanna sem skrifað hafa Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Tryggva Má Sæmundssyni, framkvæmdastjóra ÍBV og nefndarmanns í Þjóðhátíðarnefnd.
Í bréfunum er spurt hvort til standi að gera ráðstafanir vegna þeirra fjölda nauðgana sem framdar eru ár hvert á Þjóðhátíð (fimm nauðganir voru kærðar síðast), hvort leyfi verði gefið fyrir að halda hátíðina í ár og af hverju ÍBV og Vestmannaeyjabær hafi ekki lagt neinn kostnað í áróður sem beinist að hugsanlegum nauðgurum. Einnig er spurt hversu margar nauðganir þurfi til að Vestmannaeyjabær taki fyrir að Þjóðhátíðin verði haldin.
Bréfin má lesa hér og hér eru nöfn karlmannanna aðgengileg eitt hundrað.
Ég er þakklát þessum karlmönnum.
Í bréfunum er spurt hvort til standi að gera ráðstafanir vegna þeirra fjölda nauðgana sem framdar eru ár hvert á Þjóðhátíð (fimm nauðganir voru kærðar síðast), hvort leyfi verði gefið fyrir að halda hátíðina í ár og af hverju ÍBV og Vestmannaeyjabær hafi ekki lagt neinn kostnað í áróður sem beinist að hugsanlegum nauðgurum. Einnig er spurt hversu margar nauðganir þurfi til að Vestmannaeyjabær taki fyrir að Þjóðhátíðin verði haldin.
Bréfin má lesa hér og hér eru nöfn karlmannanna aðgengileg eitt hundrað.
Ég er þakklát þessum karlmönnum.
<< Home