Ég horfist í augu við mistök mín
Fyrr á þessu ári skrifaði ég pistil um fjármál eða öllu heldur hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um fjármál. Þar hneykslaðist ég á frétt um laun bankastjóra Arion banka, en ekki bara hinum fáránlega háu launum hans (sem hann eflaust hefur enn og líklega fengið jólabónus að auki) heldur líka því að í fréttinni var talað um að hann hefði helmingi hærri laun en síðasti bankastjóri. Og ég semsagt pirraðist yfir þessu enda þykir mér einstaklega órökrétt að tala um 4 sem helmingi hærri tölu en 2, þegar augljóst er að 4 er tvöfalt hærri tala en 2.
Nema hvað. Þegar ég hlustaði á Málstofuna á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins runnu á mig tvær grímur. Þar er sagt:
Ég hafði semsagt rangt fyrir mér og verð greinilega að beygja mig fyrir hefðinni og láta rökvísi lönd og leið. Jafnframt að biðja viðskiptafréttablaðamann Vísis afsökunar á að hafa haft hann fyrir rangri sök og geri ég það hér með.
Hafi ég einhverntímann aftur rangt fyrir mér mun ég sannarlega viðurkenna það.
Nema hvað. Þegar ég hlustaði á Málstofuna á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins runnu á mig tvær grímur. Þar er sagt:
„Ef hefð og rökrétt mál þykja stangast á, fær hefðin oft forgang.
Ýmsum hefur þótt órökrétt að nota orðalagið helmingi fleiri í merkingunni tvöfalt fleiri, en dæmi úr fornu máli sýna ótvírætt þessa merkingu og hefðarrökin valda því að þetta orðalag hefur verið talið gott og gilt.“
Ég hafði semsagt rangt fyrir mér og verð greinilega að beygja mig fyrir hefðinni og láta rökvísi lönd og leið. Jafnframt að biðja viðskiptafréttablaðamann Vísis afsökunar á að hafa haft hann fyrir rangri sök og geri ég það hér með.
Hafi ég einhverntímann aftur rangt fyrir mér mun ég sannarlega viðurkenna það.
Efnisorð: íslenskt mál
<< Home