Ójafnréttið er byggt inn í samfélagið
Alltaf verð ég nú kát þegar einhver segir eitthvað sem ég vildi sagt hafa — en segir það betur.
Úr grein Magnúsar Sveins Helgasonar „Andfemínismi, níhílismi og frjálshyggja“:
Úr grein Magnúsar Sveins Helgasonar „Andfemínismi, níhílismi og frjálshyggja“:
Fyrir femínistum er rót ójafnréttis, kvennakúgunar og annarrar kúgunar á undirokuðum hópum sú að ójafnréttið er byggt inn í samfélagið: Það gegnsýri menninguna alla og samfélagið allt. Konur séu fórnarlömb kerfisbundinnar mismununar, mismununar sem er samfélagsleg. Til að ráðast gegn óréttlætinu þurfi því að ráðast í róttækar breytingar á samfélagsgerðinni allri – breytingar sem krefjist samfélagslegrar samstöðu og þess að sameiginlegum tækjum samfélagsins og stofnunum sé beitt.Og einstaklingshyggjusinnaðir anarkistar eiga líka erfitt með það, eins og lesa má í hinni ágætu grein Magnúsar.
Slíkur hugsunarháttur er auðvitað eitur í beinum frjálshyggjumanna, enda líta þeir svo á að það sé ekki til neitt “samfélag”, aðeins einstaklingar. Ef maður viðurkennir að einstaklingarnir séu hluti af einhverri stærri heild og að það verði að taka tillit til þessarar heildar þá er maður um leið að viðurkenna að samfélagið, og ríkið, hafi siðferðilegar skyldur. Að það sé til samfélagsleg ábyrgð, og að einstaklingarnir beri ekki aðeins einstaklingsbundna ábyrgð heldur einnig samfélagslega ábyrgð, og að í þessari siðferðilegu ábyrgð felist að okkur beri skylda til að sjá fyrir þeim sem ekki geta gert það sjálfir – að okkur beri sameiginleg ábyrgð til að halda úti félagsþjónustu osfv. Með öðrum orðum: Ef Brynjar [Níelsson] færi að samþykkja forsendur femínisma myndi hann þurfa að samþykkja velferðarsamfélagið og ríkisvaldið. Nokkuð sem er auðvitað erfitt fyrir frjálshyggjumann.
Efnisorð: feminismi, frjálshyggja
<< Home