þriðjudagur, nóvember 29, 2011

Opinber stuðningur við sjálfstæði Palestínu

Það tók sig upp gömul væmni þegar ég heyrði að Ísland styddi nú opinberlega sjálfstæði Palestínu, fékk barasta tár í augun og allt.

Sjálfstæðisflokkurinn aftók auðvitað að vera með, þar á bæ þykir ennþá sniðugt að hafa kvittað uppá innrás í Írak. Aldrei var það þó borið undir þingið, enda nóg að tveir kallar tækju ákvarðanir fyrir okkur öll (og óþarft að bæta við langri romsu um allt hitt klandrið sem þeir eiga sök á).

Verði Palestínu þessi stuðningsyfirlýsing að góðu, okkur munar ekkert um þetta lítilræði.

Efnisorð: