sunnudagur, október 30, 2011

Stefnubreyting

Ég hyggst breyta áherslum mínum á þessu bloggi. Hér eftir verður ekki gerð tilraun til að andmæla þeim sem telja vændi jákvæðan þátt í mannlífinu, góða tekjumöguleika fyrir konur og nauðsynlega þjónustu við karla, né verður reynt að benda þeim á að … nei, ég hef snúið af þeirri braut. Hún leiðir ekki til neins. Karlar sem vilja selja og kaupa konur vilja áfram selja og kaupa konur sama hvað ég segi. Alveg má mér standa á sama, iss, það er ekki eins og mér komi neitt við í þessum heimi, sérstaklega ekki viðhorf til kvenna og hvernig komið er fram við þær. Ég hristi það af mér!

Nei, hér eftir verður skrifað og skrafað um heiminn eins og hann sé hinn besti heimur allra heima. Því til áréttingar verða myndir af hamingjusömum … neineinei: myndir af dádýrum, litlum sætum smádýrum, blómum og fiðrildum. Svona Bamba-þema. Svo bara einbeita sér að því og þá þarf ekkert að hugsa um ógeðs kalla og allar þeirra viðbjóðslegu hugsanir, gjörðir og réttlætingar.

Dádýr. Lítil sæt smádýr. Blóm. Fiðrildi.

Dádýr

Fiðrildi

Blóm

Sjóndeildarhringurinn þarf ekki að vera stærri en þetta.


Ahhh, mér líður strax betur.

Efnisorð: ,