1200 kalóríur
Það er ástæða til að hvetja fólk til að taka þátt í átakinu sem Sigrún Daníelsdóttir, sem skrifar blogg um líkamsvirðingu, stendur fyrir.
Tilefnið er svokölluð Stjörnuþjálfun vefsíðunnar Smartlands og líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar, þar sem fólk (stelpur) er sett á matarkúr þar sem aðeins 1200 kalóríur eru innbyrtar á dag.
Sigrún, sem hefur í sex ár starfað við forvarnir og meðferð átraskana og rætt við ótal ungar stúlkur um þrýstinginn sem þær finna fyrir um að vera grannar,segir:
Sigrún hvetur fólk til að
1) hringja eða skrifa bréf til Mörtu Maríu - eða ritstjórnar Morgunblaðsins – og kvarta yfir útlits- og megrunaráherslum Smartlands,
2) hætta alfarið að fara inn á þessa miðla og hvetja vini og vandamenn til að gera slíkt hið sama,
3) skrifa tölvupóst eða hringja til Hreyfingar og lýsa yfir óánægju sinni með þær áherslur sem líkamsræktarstöðin leggur,
4) stunda ekki viðskipti við þessa líkamsræktarstöð,
5) sýna öðrum fjölmiðlum, fyrirtækjum og einstaklingum sem halda megrunarmenningunni á lofti nákvæmlega sömu viðbrögð, og
6) halda því áfram þangað til veröldin breytist.
Tilefnið er svokölluð Stjörnuþjálfun vefsíðunnar Smartlands og líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar, þar sem fólk (stelpur) er sett á matarkúr þar sem aðeins 1200 kalóríur eru innbyrtar á dag.
Sigrún, sem hefur í sex ár starfað við forvarnir og meðferð átraskana og rætt við ótal ungar stúlkur um þrýstinginn sem þær finna fyrir um að vera grannar,segir:
„Það sem verið er að gera hérna er að normalísera, glamúrvæða og upphefja þyngdarþráhyggju og megrunarhegðun sem mun í besta falli ekki skila neinu þegar til lengri tíma er litið (já, kynnið ykkur bara rannsóknir um árangur megrunar krakkar mínir) og í versta falli verða hluti af því sem hvetur einhverja ólánssama sál til þess að feta fyrstu sporin inn í heim átröskunar.“
Sigrún hvetur fólk til að
1) hringja eða skrifa bréf til Mörtu Maríu - eða ritstjórnar Morgunblaðsins – og kvarta yfir útlits- og megrunaráherslum Smartlands,
2) hætta alfarið að fara inn á þessa miðla og hvetja vini og vandamenn til að gera slíkt hið sama,
3) skrifa tölvupóst eða hringja til Hreyfingar og lýsa yfir óánægju sinni með þær áherslur sem líkamsræktarstöðin leggur,
4) stunda ekki viðskipti við þessa líkamsræktarstöð,
5) sýna öðrum fjölmiðlum, fyrirtækjum og einstaklingum sem halda megrunarmenningunni á lofti nákvæmlega sömu viðbrögð, og
6) halda því áfram þangað til veröldin breytist.
Efnisorð: feminismi, heilbrigðismál, sniðganga (boycott)
<< Home