Fjölmiðlar og mynd sem þeir skapa af konum
Fyrir þau sem hafa áhuga og skilning á því hvernig fjölmiðlar sýna konur og skapa ímynd kvenna — sem svo aftur hefur áhrif á hvernig álit konur og karlar hafa á konum, hæfileikum þeirra og getu til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu (og á heimilinu og í alþjóðapólitík og á vinnumarkaði) — þá er þetta myndband ansi góð úttekt.* Það er tæplega níu mínútna langt, en styttri útgáfu má sjá hér (2:55 mínútur).
Myndbandið er kynning á heimildarmynd sem vonandi verður sýnd hér fljótlega.
Þangað til er margt vitlausara en senda slóð á myndbandið til vina og kunningja, ekki síst þeirra sem eiga dætur (eða syni) á barns- eða unglingsaldri. Enda þótt myndin sýni fyrst og fremst aðstæður í bandarísku samfélagi (þar sem konur eru aðeins 17% í fulltrúadeild þingsins) þá eru fjölmiðlar um allan heim þeir sömu og sýna okkur sömu stöðluðu ímyndirnar af konum. Við verðum öll (en sérstaklega börn og unglingar, sem ekki hafa sama viðnámið og fullorðið fólk sem tamið hefur sér gagnrýna hugsun) fyrir áhrifum af þessum ímyndum.
___
* Ég fann þetta myndband á Eyjunni, af öllum stöðum.
En svo er Parísardaman líka með þetta.
Myndbandið er kynning á heimildarmynd sem vonandi verður sýnd hér fljótlega.
Þangað til er margt vitlausara en senda slóð á myndbandið til vina og kunningja, ekki síst þeirra sem eiga dætur (eða syni) á barns- eða unglingsaldri. Enda þótt myndin sýni fyrst og fremst aðstæður í bandarísku samfélagi (þar sem konur eru aðeins 17% í fulltrúadeild þingsins) þá eru fjölmiðlar um allan heim þeir sömu og sýna okkur sömu stöðluðu ímyndirnar af konum. Við verðum öll (en sérstaklega börn og unglingar, sem ekki hafa sama viðnámið og fullorðið fólk sem tamið hefur sér gagnrýna hugsun) fyrir áhrifum af þessum ímyndum.
___
* Ég fann þetta myndband á Eyjunni, af öllum stöðum.
En svo er Parísardaman líka með þetta.
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar
<< Home