fimmtudagur, september 29, 2011

Knúz

Sjá, ég boða yður mikil tíðindi.

Í dag hóf göngu sína feminísk vefsíða sem stofnuð er af vinum Gunnars Hrafns, sem kallaði sig Sigurbjörn. Sem Sigurbjörn hélt hann úti feminískri gagnrýni á blogginu gagnrýnt.blogspot.com. Það var dúndurblogg. Gunnar Hrafn lést sviplega í sumar en andi hans svífur yfir vötnum á hinum nýja feminíska vef, knúz.is.

Fjölmargar konur og aðrir feministar skrifa á knúzið (allur fimmára bekkurinn og fleiri til) og bind ég miklar vonir um að þau haldi uppi merkjum kynuslandi, hressilegs, skemmtilegs, bálreiðs og gagnrýnins feminisma.

Til hamingju með daginn!

Efnisorð: