Spornað við offjölgun upplýstra kvenna í menningarþáttum
Fyrr á þessu ári spáði ég því að Þorgerður E. Sigurðardóttir yrði ekki lengi í Kiljunni, enda alveg nóg að hafa eina konu til að tjá sig um bókmenntir, og bara til trafala að hafa bókmenntafræðimenntaðan feminista í því starfi. Og nú les ég að Þorgerður E. verður ekki með í vetur. Því er reyndar borið við að karlmaðurinn sem var með henni í þáttunum sé að gefa út bók og því ekki góður kandídat í að fjalla um bækur annarra, en hvernig það kemur í veg fyrir að einhver önnur skynsöm kona (eða jafnvel karlmaður) yrði fenginn til að sitja við hlið Þorgerðar skil ég ekki.
En ég er nú bara feministi.
En ég er nú bara feministi.
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, menning
<< Home