AMX afneitar hægrimönnum
Ég legg mig nánast aldrei niður við að lesa AMX, líklega hef ég ekkert farið þar inn á þessu ári. En í dag ákvað ég að lesa vefinn, aldrei slíku vant.
Og almáttugur, þeir eru verri en ég hélt.
Mikið hlýtur AMX að leiðast að ekki skuli vera hægt að kenna múslimum um þennan verknað. Eða bara einhverjum öðrum en ljóshærðum, kristnum frímúrara og hægrimanni.
Það virðist ekki hvarfla að hægrisinnuðu fólki (lesist: frjálshyggjumönnum og öðrum Sjálfstæðismönnum) að líta í sinn eigin hægrisinnaða barm, sama hvort það er bankahrun** eða fjöldamorð; alltaf er það bara einstaklingurinn sem brýtur af sér (samt fínt að aðhyllast einstaklingshyggju sko!) en ekki hugmyndakerfin sem hann aðhyllist eða framfylgir. Þessvegna er reynt að afneita því að hann hafi framið glæpi sína undir áhrifum frá eða í nafni hugmyndakerfanna, þessara sem hægrimenn hampa svo mjög.
___
* Á Eyjunni má lesa pistil frá Karli Th. Birgissyni (sem aldrei hefur nú verið í neinu sérstöku uppáhaldi) þar sem hann bendir líka á þessi skrif AMX, og er harðorður mjög. Hann bendir þar líka á fleiri ógeðfellda pistla á AMX, m.a. pistil sem skrifaður er um „hræsni“ Össurar Skarphéðinssonar sem AMX segir segir um að hann „þóttist harmi sleginn“ vegna fjöldamorðanna í Noregi, verandi nýbúinn að sýna Palestínumönnum samstöðu. Ég held að þeir hjá AMX (hvort sem það er Hannes Hólmsteinn sjálfur, eins og Karl Th. ályktar útfrá ritstílnum, eða einhver annar) ættu að skammast sín til að þegja frekar en láta svona útúr sér.
** Það er auðvitað ósmekklegt af mér að nefna bankahrun í sömu andrá og fjöldamorðin í Noregi eða yfirhöfuð að fjalla um eitthvað annað en atburðina þar og hve hörmulegir þeir eru. En mér blöskraði svo þessi afneitunarskrif og hatursáróður AMX að ég gat ekki orða bundist.
Og almáttugur, þeir eru verri en ég hélt.
„Íslenskir netmiðlar hafa flutt margar fréttir af hinum skelfilegu atburðum í Noregi og af einhverjum ástæðum hvað eftir annað sagt fjöldamorðingjann tengjast„hægri öfgastefnu“. Nú vita smáfuglarnir ekki nákvæmlega hvað felst í þeirri skilgreiningu netmiðlanna en gefa sér að átt sé við einhvers konar nýnasista sbr. fréttir í erlendum miðlum.
Hvernig dettur einhverjum í hug að kalla nýnasista hægri öfgamann? Orðið nasisti, eða nazi, er sett saman úr orðinum national socialist. Og national socialist þýðir á íslensku þjóðernis jafnaðarmaður. Sú stefna á ekkert sammerkt með hægristefnu. Sú stefna gengur út á alræði hins opinbera í framleiðslu og gerir kröfu um alvitran einvald. Fátt gæti verið fjarri hægristefnu.
Smáfuglarnir telja að íslenskir fjölmiðlamenn ættu að endurskoða orðfæri sitt og velta fyrir sér merkingu orða áður en þeir festa geðsjúkan fjöldamorðingja á hægristefnuna.“*
Mikið hlýtur AMX að leiðast að ekki skuli vera hægt að kenna múslimum um þennan verknað. Eða bara einhverjum öðrum en ljóshærðum, kristnum frímúrara og hægrimanni.
Það virðist ekki hvarfla að hægrisinnuðu fólki (lesist: frjálshyggjumönnum og öðrum Sjálfstæðismönnum) að líta í sinn eigin hægrisinnaða barm, sama hvort það er bankahrun** eða fjöldamorð; alltaf er það bara einstaklingurinn sem brýtur af sér (samt fínt að aðhyllast einstaklingshyggju sko!) en ekki hugmyndakerfin sem hann aðhyllist eða framfylgir. Þessvegna er reynt að afneita því að hann hafi framið glæpi sína undir áhrifum frá eða í nafni hugmyndakerfanna, þessara sem hægrimenn hampa svo mjög.
___
* Á Eyjunni má lesa pistil frá Karli Th. Birgissyni (sem aldrei hefur nú verið í neinu sérstöku uppáhaldi) þar sem hann bendir líka á þessi skrif AMX, og er harðorður mjög. Hann bendir þar líka á fleiri ógeðfellda pistla á AMX, m.a. pistil sem skrifaður er um „hræsni“ Össurar Skarphéðinssonar sem AMX segir segir um að hann „þóttist harmi sleginn“ vegna fjöldamorðanna í Noregi, verandi nýbúinn að sýna Palestínumönnum samstöðu. Ég held að þeir hjá AMX (hvort sem það er Hannes Hólmsteinn sjálfur, eins og Karl Th. ályktar útfrá ritstílnum, eða einhver annar) ættu að skammast sín til að þegja frekar en láta svona útúr sér.
** Það er auðvitað ósmekklegt af mér að nefna bankahrun í sömu andrá og fjöldamorðin í Noregi eða yfirhöfuð að fjalla um eitthvað annað en atburðina þar og hve hörmulegir þeir eru. En mér blöskraði svo þessi afneitunarskrif og hatursáróður AMX að ég gat ekki orða bundist.
Efnisorð: frjálshyggja, karlmenn, ofbeldi, pólitík
<< Home