miðvikudagur, júlí 06, 2011

Skotóður á Stokkseyri

Margfaldur dýramorðingi lagðist í skothernað á Stokkseyri um helgina, og staðfesti þar með þá skoðun mínaskotveiðimenn eru fífl. Þetta tiltekna fífl hefur drepið ljón og apa, sebrahest og gíraffa, svo nokkur af fórnarlömbum hans séu talin upp. Er því von að Stokkseyringum hafi ekki litist á blikuna þegar fíflið mundaði byssurnar, maðurinn ekki bara vanur að skjóta á allt kvikt heldur skjóta til að drepa.

Í dag var þó runnið af honum og þá tókst honum þrátt fyrir allt að biðjast afsökunar og horfast í augu við gerðir sínar — mættu biskupar hinna ýmsu kirkna læra af því. Nú ætlar hann í meðferð við drykkjunni en það er spurning hvort tekst að lækna hann af drápsfýsninni.

Ég skil reyndar ekki alveg blaðamann Fréttablaðsins sem lýsti mannfíflinu í fyrirsögn á forsíðu sem „skotglöðum“. Ég myndi frekar kalla hann skotóðan.

Efnisorð: ,