Styðjandi bleikur kvenleiki 3. hluti
Eignarhald
Eins og áður segir þá er það Björn Ingi Hrafnsson í félagi við aðra sem á og rekur bleikt.is, menn.is, mona.is, butik.is, ferðabókunarvef, Pressuna og Eyjuna. Vefpressan ehf er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, Arnars Ægissonar, Salt Investment (þ.e.a.s. Róbert Wessman), Vátryggingafélags Íslands (VÍS), Ólafs Más Svavarssonar, Steingríms S. Ólafssonar (ritstjóra og framsóknarmanns), Guðjóns Elmars Guðjónssonar og Verksmiðjunnar Norðurpólsins (sem ku vera vefhönnunarfyrirtæki).
Eitt af því sem gert var athugasemd við í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um siðferði og starfshætti, var einmitt samþjöppun á fjölmiðlamarkaði þar sem fáir ráða yfir miklu og hafa þarafleiðandi gríðarleg áhrif á skoðanamyndun í samfélaginu og geta ráðið því hvað er fjallað um og hvað ekki.
Ályktanir og lærdómar sem rannsóknarnefndin telur að verði að draga af niðurstöðum sínum eru meðal annars þessar: „Flestir miðlarnir voru í eigu sömu aðila og áttu helstu fjármálafyrirtækin“ (8. bindi, bls. 210). Nú eiga fyrrverandi stjórnmálamenn og útrásarvíkingar saman fjölmiðla, sbr. Björn Ingi Hrafnsson og Róbert Wessman.
Pressan
Margir blogga á Eyjunni og Pressunni. Þar fá ýmsar skoðanir að heyrast enda þótt auðveldlega megi gagnrýna að þeir sem blogga eru handvaldir þar inn. Eyjan var lengst af með mun fjölbreyttari hóp einstaklinga sem blogga en Pressan. Á Pressunni er afturámóti augljósara að bloggarar eru með pólitískar skoðanir sem meira og minna eru keimlíkar. Gagnrýni á útrásartímann ekki mjög áberandi enda þótt einstaklingar og einstakir bankar hafi verið skammaðir, hugmyndafræði frjálshyggjunnar minna. Hannes Hólmsteinn skrifar að sögn Guðmundar Andra bara þrjá pistla sem hann birtir aftur og aftur (hér er einn þeirra, heldur kostulegur) og enginn getur sakað Hannes Hólmstein um að gagnrýna neitt sem tengist frjálshyggju eða góðæri nema auðvitað Jón Ásgeir sem helsta sökudólg hrunsins. Bubbi Morthens ver svo aftur Jón Ásgeir en Ólafur Arnarson Kaupþingsmenn og skylda aðila. Sölvi Tryggvason ver alla þá sem á er hallað svo framarlega sem þeir eru fallegir, frægir eða ríkir (eða hafa einhverntímann verið það). Brynjar Níelsson tekur svo að sér að verja karlveldið í heild, til og með nauðgurum.
Frá upphafi hefur fólk séð gegnum þessa tilburði Pressunnar til að endurskoða söguna og fegra fjárglæframenn og pólitíkusa sem eiga sök á bankahruninu. Egill Helgason talaði um að Pressuvefurinn væri
Jónas Kristjánsson skóf heldur ekki af því frekar en vanalega:
Í athugasemd við frétt um kaup Björns Inga á Eyjunni kom þetta fram:
Svo er það sem ekki er skrifað um á Pressunni. Ég hef ekki tekið eftir að á Pressunni hafi verið mikil gagnrýni á málefni Reykjavíkurborgar á þeim tíma sem Björn Ingi gekk í fararbroddi þeirra sem leyfðu grenjavæðingu miðborgarinnar og gegndarlaust byggingarmagn í t.d. Borgartúni þangað sem svo skrifstofur Reykjavíkurborgar voru fluttar.
Eða er mikið um gagnrýni á virkjanagleði Framsóknarflokksins á Pressunni? Viðskipti Róberts Wessman og yfirlýsingar hans um að gefa Háskóla Reykjavíkur milljarð? Minna má á orð rannsóknarnefndarinnar: „Fjölmiðlarnir stjórna líka samfélagsumræðunni með því að setja málefnin á dagskrá eða ákveða að ræða þau ekki“(8. bindi, bls. 210).
Slík gagnrýni heyrðist þó allavega á Eyjunni áður en Bingi & co keyptu hana (og hefur svosem ekkert verið þaggað niður í henni; það stóð þó til að loka fyrir athugasemdakerfið en hætt var við það vegna háværra mótmæla), en svæsnustu virkjanaandstæðingum (lesist: Lára Hanna) hefur þó verið þokað niður fyrir bestu sæti í húsinu svo að ekki beri eins mikið á þeim. Það væri fulláberandi að úthýsa allri gagnrýni þar sem hún þegar tíðkast en þess í stað er látið meira bera á auglýsingum og slúðri ('fréttir' Jakobs Bjarnar af facebook). Svo er auðvitað vísað mikið af Eyjunni yfir á Pressuna og Bleikt.is og þá helst upphrópanirnar sem líklegastar eru til að trekkja (lesist: selja auglýsingar og dót).
Þegar Björn Ingi og co. keyptu Eyjuna varð þar uppi fótur og fit og margir bloggarar flúðu vettvanginn. Þeir og ýmsir þeirra sem skrifa í athugasemdakerfi Eyjunnar gagnrýndu mjög hina nýju eigendur — þó aðallega Björn Inga — og bentu á fortíð hans og hve óheppilegt að hann ætti marga fjölmiðla.
Einn bloggarinn á Eyjunni gerði þessar athugasemdir við eigendaskiptin:
Og sumir bloggarar kvöddu Eyjuna endanlega, og vönduðu nýjum eigendum ekki kveðjurnar, einn þeirra sagði meðal annars þetta að skilnaði:
(Pjattrófurnar voru lengi vel á Eyjunni en fluttu sig við eigendaskiptin, þ.e. þegar Vefpressan keypti hana. Miðað við orð Karls Th ritstjóra Eyjunnar þá vildi hann þær ekki (en tók í staðinn Jakob Bjarnar og lyfti honum í hæstu hæðir) þannig að ekki var það Björn Ingi sem vildi losna við þær.)
Fortíðin og feluleikurinn
Björn Ingi Hrafnsson hefur verið mjög umdeildur en hann var mjög áberandi sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Hann hætti ekki löngu eftir að REI-málið setti allt á hliðina í borgarstjórn með tilheyrandi meirihlutasviptingum. Þessi pistill er orðinn nógu langur þó ekki allt REI-málið sé rakið í ofanálag en þó má nefna að meðan Björn Ingi var formaður borgarráðs og varaformaður Orkuveitunnar fór hann í fræga laxveiðiferð þar sem vélað var um samruna Geysi Green Energy (í eigu FL Group) og REI, sem var hlutafélag um útrásarstarfsemi Orkuveitunnar.
Þá fékk Björn Ingi, meðan hann var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar þáverandi forsætisráðherra, kúlulán hjá KB-banka , keypti fyrir það hlutabréf í bankanum og seldi svo með gróða. Þetta kallaði Egill Helgason „óhreint fé frá einum af útrásarbankanum“ og sumir hafa spurt hvort „ þetta hafi verið leiðin sem almennt var notuð til þess að fjármagna prófkjör “. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um lán til fjölmiðlamanna kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson skuldaði á tímabili 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Fram kemur að rannsóknarnefnd vill að lánveitingum til eignarhaldsfélags Björns Inga verði vísað til sérstaks saksóknara.
Eftir að Björn Ingi forðaði sér á hlaupum úr pólitík í janúar 2008 réði hann sig til 365 miðla og varð ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins í apríl sama ár jafnframt því sem hann var með samnefndan þátt á Stöð 2. Mér segir svo hugur að Björn Ingi hafi ekki notað Markaðinn til að vara fólk við að kaupa hlutabréf í Kaupþingi eða sagt frá því að Jón Ásgeir vinnuveitandi hans hjá 365 væri að skafa Glitni að innan. Reyndar sagði Jónína Ben á bloggi sínu um þær mundir að Björn Ingi hefði fundið í Markaðnum „auðveldan vettvang til þess að leiðrétta "misskilninginn" um aðkomu hans sjálfs að REI!“ og segir að Markaðurinn sé „ allsherjaráróðursblað fyrir þá sem eiga allt sitt undir sjálftökuliðinu í viðskiptalífinu og auðvitað fyrir sjálftökulið sjálft“.
Aftur hrökklaðist Björn Ingi úr starfi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Þá stofnaði hann eigin fjölmiðil, Pressuna. Þangað var safnað fólki sem gagnrýndi ekki aðild Framsóknarflokksins að einkavæðingu bankanna, þenslunni eða virkjanabrjálæðinu og hnýtti ekki í hann fyrir spillingarferil hans í pólitík. Þegar Eyjan var keypt stóð til að slökkva á athugasemdakerfinu þar sem uppljóstranir hafa verið of tíðar en frá því var reyndar horfið eftir hávær mótmæli. Afþreyingarvefir á borð við bleikt.is og menn.is sjá svo um að hala inn auglýsingatekjur (svo ekki sé minnst á kynlífsdótabúðina) og halda lýðnum uppteknum við að horfa í ranga átt.
Bleikt brauð og leikar
Oft er sagt að fjölmiðlar eigi bara að endurspegla veruleikann en ekki reyna að fegra hann. Miðlar eins og bleikt.is afskræma veruleikann, sýna hann í spéspegli sem þjónar þeim tilgangi að ríghalda í gamaldags hugmyndir um konur, áhugamál þeirra og umræðuefni (sama má segja um Pjattrófurnar). Það sem einkennir bleikt.is er metnaðarleysi, gagnrýnisleysi, meðvitundarleysi, neysluhyggja og hreinlega kvenfyrirlitning sem þar veður uppi.
Enda þótt bleikt.is sé bara afþreyingarmiðill og sumir myndu eftilvill segja að ekki sé hægt að gera sömu kröfur til afþreyingarmiðla og annarra fjölmiðla þá má benda á að þeir fá fólk til að gleyma um stund samfélaginu sem það býr í og kæra sig kollótt um það sem fram fer — og því sem hefur áður gerst. Það hentar mjög þeim sem hafa ástundað gagnrýnisverða verknaði og vilja beina athyglinni annað.
Í greiningu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá kynjafræðilegu sjónarhorni má lesa um svokallaðan „styðjandi kvenleika.“ Hann er útskýrður eitthvað á þá leið að hlutverk kvenna felist í að styðja við og staðfesta yfirráð karla. Konur styðji við völd karla „vegna þess að samfélagsleg og fjárhagsleg völd þeirra eru mun minni en karlanna. Hlutverki kvenna sem stuðningsaðila er komið á framfæri og viðhaldið í gegnum menningu okkar, hugmyndafræðilega, í fjölmiðlum og í gegnum ýmiss konar markaðssetningu.“
Eflaust telja flestar konurnar sem skrifa á bleikt.is að þær séu eingöngu að skrifa skemmtilega og meinlausa pistla. Einhverjum þeirra kann jafnvel að þykja jákvætt að styðja völd karla, meira segja karla sem hafa farið ránshendi um samfélagið og vilja ekkert frekar en breiða yfir fortíð sína og beina athygli almennings frá því sem þeir athöfðust, en ég vil þó trúa því að flestar kvennanna séu ómeðvitaðar um sitt hlutverk í feluleiknum. En þó þær væru ekki í vinnu hjá Vefpressunni við að gera Birni Inga og félögum gagn, heldur væru 'bara' að styðja við yfirráð karla almennt, er skaðinn sem þær gera kvennabaráttu og hreinlega öllum hugsandi konum nógu mikill fyrir því.
Eins og áður segir þá er það Björn Ingi Hrafnsson í félagi við aðra sem á og rekur bleikt.is, menn.is, mona.is, butik.is, ferðabókunarvef, Pressuna og Eyjuna. Vefpressan ehf er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, Arnars Ægissonar, Salt Investment (þ.e.a.s. Róbert Wessman), Vátryggingafélags Íslands (VÍS), Ólafs Más Svavarssonar, Steingríms S. Ólafssonar (ritstjóra og framsóknarmanns), Guðjóns Elmars Guðjónssonar og Verksmiðjunnar Norðurpólsins (sem ku vera vefhönnunarfyrirtæki).
Eitt af því sem gert var athugasemd við í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um siðferði og starfshætti, var einmitt samþjöppun á fjölmiðlamarkaði þar sem fáir ráða yfir miklu og hafa þarafleiðandi gríðarleg áhrif á skoðanamyndun í samfélaginu og geta ráðið því hvað er fjallað um og hvað ekki.
Ályktanir og lærdómar sem rannsóknarnefndin telur að verði að draga af niðurstöðum sínum eru meðal annars þessar: „Flestir miðlarnir voru í eigu sömu aðila og áttu helstu fjármálafyrirtækin“ (8. bindi, bls. 210). Nú eiga fyrrverandi stjórnmálamenn og útrásarvíkingar saman fjölmiðla, sbr. Björn Ingi Hrafnsson og Róbert Wessman.
Pressan
Margir blogga á Eyjunni og Pressunni. Þar fá ýmsar skoðanir að heyrast enda þótt auðveldlega megi gagnrýna að þeir sem blogga eru handvaldir þar inn. Eyjan var lengst af með mun fjölbreyttari hóp einstaklinga sem blogga en Pressan. Á Pressunni er afturámóti augljósara að bloggarar eru með pólitískar skoðanir sem meira og minna eru keimlíkar. Gagnrýni á útrásartímann ekki mjög áberandi enda þótt einstaklingar og einstakir bankar hafi verið skammaðir, hugmyndafræði frjálshyggjunnar minna. Hannes Hólmsteinn skrifar að sögn Guðmundar Andra bara þrjá pistla sem hann birtir aftur og aftur (hér er einn þeirra, heldur kostulegur) og enginn getur sakað Hannes Hólmstein um að gagnrýna neitt sem tengist frjálshyggju eða góðæri nema auðvitað Jón Ásgeir sem helsta sökudólg hrunsins. Bubbi Morthens ver svo aftur Jón Ásgeir en Ólafur Arnarson Kaupþingsmenn og skylda aðila. Sölvi Tryggvason ver alla þá sem á er hallað svo framarlega sem þeir eru fallegir, frægir eða ríkir (eða hafa einhverntímann verið það). Brynjar Níelsson tekur svo að sér að verja karlveldið í heild, til og með nauðgurum.
Frá upphafi hefur fólk séð gegnum þessa tilburði Pressunnar til að endurskoða söguna og fegra fjárglæframenn og pólitíkusa sem eiga sök á bankahruninu. Egill Helgason talaði um að Pressuvefurinn væri
„stofnaður sérstaklega til að verja skuldakónga og hirðmenn þeirra, en úr þeim hópi er sjálfur ritstjóri Pressunnar, og gengur einarðlega fram í að gera alla alvöru tilburði til að rannsaka mál tortryggilega. Þar birtist nú grein eftir grein sem hafa þetta að leiðarljósi.“
Jónas Kristjánsson skóf heldur ekki af því frekar en vanalega:
„Pressan.is er frétta- og slúðurvefur, sem ævintýramaðurinn Björn Ingi Hrafnsson ritstýrir til stuðnings útrásarvíkingum, öðrum skuldakóngum og fylgiliði þeirra. Þar birtast árásir lögmanna og Jónasar Fr. Jónssonar á Evu Joly. Pressan.is reynir að breiða út róg um þá, sem moka skítinn eftir útrásarvíkinga, útrásarbanka, skuldakónga og sofandi embættismenn. Sjálfur var Björn Ingi gerandi í Orkuveitumálinu, þegar Reykjavíkurborg ætlaði að gefa Hannesi Smárasyni mannauð stofnunarinnar.“
Í athugasemd við frétt um kaup Björns Inga á Eyjunni kom þetta fram:
„Pressan hefur aðallega verið málgagn útrásarvíkinga með t.d. Pressupennan Ólaf Arnarson í broddi fylkingar sem starfsmann en sá maður hefur verið óþreyttur að verja útrásarvíkingana og bankamafíuna enda náskyldur mönnum sem stjórnuðu Kaupþing og Exista. Fjölmiðill sem rekinn er af Birni Inga Hrafnssyni fyrir peninga Ólafs í Samskipum, Róberts Wessman og Existabræðra er gagnslaus fjölmiðill sem ekkert mark er á takandi.“
Svo er það sem ekki er skrifað um á Pressunni. Ég hef ekki tekið eftir að á Pressunni hafi verið mikil gagnrýni á málefni Reykjavíkurborgar á þeim tíma sem Björn Ingi gekk í fararbroddi þeirra sem leyfðu grenjavæðingu miðborgarinnar og gegndarlaust byggingarmagn í t.d. Borgartúni þangað sem svo skrifstofur Reykjavíkurborgar voru fluttar.
Eða er mikið um gagnrýni á virkjanagleði Framsóknarflokksins á Pressunni? Viðskipti Róberts Wessman og yfirlýsingar hans um að gefa Háskóla Reykjavíkur milljarð? Minna má á orð rannsóknarnefndarinnar: „Fjölmiðlarnir stjórna líka samfélagsumræðunni með því að setja málefnin á dagskrá eða ákveða að ræða þau ekki“(8. bindi, bls. 210).
Slík gagnrýni heyrðist þó allavega á Eyjunni áður en Bingi & co keyptu hana (og hefur svosem ekkert verið þaggað niður í henni; það stóð þó til að loka fyrir athugasemdakerfið en hætt var við það vegna háværra mótmæla), en svæsnustu virkjanaandstæðingum (lesist: Lára Hanna) hefur þó verið þokað niður fyrir bestu sæti í húsinu svo að ekki beri eins mikið á þeim. Það væri fulláberandi að úthýsa allri gagnrýni þar sem hún þegar tíðkast en þess í stað er látið meira bera á auglýsingum og slúðri ('fréttir' Jakobs Bjarnar af facebook). Svo er auðvitað vísað mikið af Eyjunni yfir á Pressuna og Bleikt.is og þá helst upphrópanirnar sem líklegastar eru til að trekkja (lesist: selja auglýsingar og dót).
Þegar Björn Ingi og co. keyptu Eyjuna varð þar uppi fótur og fit og margir bloggarar flúðu vettvanginn. Þeir og ýmsir þeirra sem skrifa í athugasemdakerfi Eyjunnar gagnrýndu mjög hina nýju eigendur — þó aðallega Björn Inga — og bentu á fortíð hans og hve óheppilegt að hann ætti marga fjölmiðla.
Einn bloggarinn á Eyjunni gerði þessar athugasemdir við eigendaskiptin:
„Björn hefur ekki verið stikkfrí varðandi hrunið og álitamál sem upp hafa komið í tengslum við það. Hann lék talsvert hlutverk í stjórnmálum Reykjavíkurborgar skömmu fyrir hrun, þar sem afdrifaríkar ákvarðanir voru teknar um Orkuveitu Reykjavíkur, og einnig hafa verið fréttir í fjölmiðlum um óeðlileg kúlulán sem Björn á að hafa þegið. Það er óþægilegt, svo ekki sé kveðið fastar að orði, þegar fólk með fortíð í forystu stjórnmálanna, og tengsl við umdeilda fjármálafyrirgreiðslu í darraðadansinum fyrir hrun, leggur undir sig fjölmiðla.“
Og sumir bloggarar kvöddu Eyjuna endanlega, og vönduðu nýjum eigendum ekki kveðjurnar, einn þeirra sagði meðal annars þetta að skilnaði:
„Í síðustu viku festi vefmiðillinn Pressan kaup á Eyjunni eða keypti upp samkeppnina eins og íslenskir viðskiptamenn hafa oft þurft að gera því þeir geta í raun ekki starfað í samkeppnisumhverfi heldur kjósa fákeppni og einokun sé þess nokkur kostur. Í eigendahópi Pressunnar/Eyjunnar má nú kenna fríðan flokk. Þar er fremstur Björn Ingi Hrafnsson fyrrum stjórnmálamaður sem starfaði ötullega að eigin hag um árabil á kostnað Reykvíkinga … Aftar í fylkingunni glittir svo í kámug trýnin á fyrrum útrásarvíkingum … nýr og stærri vettvangur gerir þeim kompánum kleift að verja þá sem lögðu Ísland í rúst, af meiri atorku en áður og ná til enn fleiri auðsveipra sálna… Menn vilja eiga fjölmiðla til þess að hafa áhrif, ljúga skipulega og verja hendur sínar.“
(Pjattrófurnar voru lengi vel á Eyjunni en fluttu sig við eigendaskiptin, þ.e. þegar Vefpressan keypti hana. Miðað við orð Karls Th ritstjóra Eyjunnar þá vildi hann þær ekki (en tók í staðinn Jakob Bjarnar og lyfti honum í hæstu hæðir) þannig að ekki var það Björn Ingi sem vildi losna við þær.)
Fortíðin og feluleikurinn
Björn Ingi Hrafnsson hefur verið mjög umdeildur en hann var mjög áberandi sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Hann hætti ekki löngu eftir að REI-málið setti allt á hliðina í borgarstjórn með tilheyrandi meirihlutasviptingum. Þessi pistill er orðinn nógu langur þó ekki allt REI-málið sé rakið í ofanálag en þó má nefna að meðan Björn Ingi var formaður borgarráðs og varaformaður Orkuveitunnar fór hann í fræga laxveiðiferð þar sem vélað var um samruna Geysi Green Energy (í eigu FL Group) og REI, sem var hlutafélag um útrásarstarfsemi Orkuveitunnar.
Þá fékk Björn Ingi, meðan hann var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar þáverandi forsætisráðherra, kúlulán hjá KB-banka , keypti fyrir það hlutabréf í bankanum og seldi svo með gróða. Þetta kallaði Egill Helgason „óhreint fé frá einum af útrásarbankanum“ og sumir hafa spurt hvort „ þetta hafi verið leiðin sem almennt var notuð til þess að fjármagna prófkjör “. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um lán til fjölmiðlamanna kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson skuldaði á tímabili 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Fram kemur að rannsóknarnefnd vill að lánveitingum til eignarhaldsfélags Björns Inga verði vísað til sérstaks saksóknara.
Eftir að Björn Ingi forðaði sér á hlaupum úr pólitík í janúar 2008 réði hann sig til 365 miðla og varð ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins í apríl sama ár jafnframt því sem hann var með samnefndan þátt á Stöð 2. Mér segir svo hugur að Björn Ingi hafi ekki notað Markaðinn til að vara fólk við að kaupa hlutabréf í Kaupþingi eða sagt frá því að Jón Ásgeir vinnuveitandi hans hjá 365 væri að skafa Glitni að innan. Reyndar sagði Jónína Ben á bloggi sínu um þær mundir að Björn Ingi hefði fundið í Markaðnum „auðveldan vettvang til þess að leiðrétta "misskilninginn" um aðkomu hans sjálfs að REI!“ og segir að Markaðurinn sé „ allsherjaráróðursblað fyrir þá sem eiga allt sitt undir sjálftökuliðinu í viðskiptalífinu og auðvitað fyrir sjálftökulið sjálft“.
Aftur hrökklaðist Björn Ingi úr starfi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Þá stofnaði hann eigin fjölmiðil, Pressuna. Þangað var safnað fólki sem gagnrýndi ekki aðild Framsóknarflokksins að einkavæðingu bankanna, þenslunni eða virkjanabrjálæðinu og hnýtti ekki í hann fyrir spillingarferil hans í pólitík. Þegar Eyjan var keypt stóð til að slökkva á athugasemdakerfinu þar sem uppljóstranir hafa verið of tíðar en frá því var reyndar horfið eftir hávær mótmæli. Afþreyingarvefir á borð við bleikt.is og menn.is sjá svo um að hala inn auglýsingatekjur (svo ekki sé minnst á kynlífsdótabúðina) og halda lýðnum uppteknum við að horfa í ranga átt.
Bleikt brauð og leikar
Oft er sagt að fjölmiðlar eigi bara að endurspegla veruleikann en ekki reyna að fegra hann. Miðlar eins og bleikt.is afskræma veruleikann, sýna hann í spéspegli sem þjónar þeim tilgangi að ríghalda í gamaldags hugmyndir um konur, áhugamál þeirra og umræðuefni (sama má segja um Pjattrófurnar). Það sem einkennir bleikt.is er metnaðarleysi, gagnrýnisleysi, meðvitundarleysi, neysluhyggja og hreinlega kvenfyrirlitning sem þar veður uppi.
Enda þótt bleikt.is sé bara afþreyingarmiðill og sumir myndu eftilvill segja að ekki sé hægt að gera sömu kröfur til afþreyingarmiðla og annarra fjölmiðla þá má benda á að þeir fá fólk til að gleyma um stund samfélaginu sem það býr í og kæra sig kollótt um það sem fram fer — og því sem hefur áður gerst. Það hentar mjög þeim sem hafa ástundað gagnrýnisverða verknaði og vilja beina athyglinni annað.
Í greiningu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá kynjafræðilegu sjónarhorni má lesa um svokallaðan „styðjandi kvenleika.“ Hann er útskýrður eitthvað á þá leið að hlutverk kvenna felist í að styðja við og staðfesta yfirráð karla. Konur styðji við völd karla „vegna þess að samfélagsleg og fjárhagsleg völd þeirra eru mun minni en karlanna. Hlutverki kvenna sem stuðningsaðila er komið á framfæri og viðhaldið í gegnum menningu okkar, hugmyndafræðilega, í fjölmiðlum og í gegnum ýmiss konar markaðssetningu.“
Eflaust telja flestar konurnar sem skrifa á bleikt.is að þær séu eingöngu að skrifa skemmtilega og meinlausa pistla. Einhverjum þeirra kann jafnvel að þykja jákvætt að styðja völd karla, meira segja karla sem hafa farið ránshendi um samfélagið og vilja ekkert frekar en breiða yfir fortíð sína og beina athygli almennings frá því sem þeir athöfðust, en ég vil þó trúa því að flestar kvennanna séu ómeðvitaðar um sitt hlutverk í feluleiknum. En þó þær væru ekki í vinnu hjá Vefpressunni við að gera Birni Inga og félögum gagn, heldur væru 'bara' að styðja við yfirráð karla almennt, er skaðinn sem þær gera kvennabaráttu og hreinlega öllum hugsandi konum nógu mikill fyrir því.
Efnisorð: blogg, feminismi, Fjölmiðlar, frjálshyggja, hrunið, karlmenn, pólitík
<< Home