Enn um rökfasta karlmenn og öfgafeminista með hugsjónir
Um daginn skrifaði ég langan pistil um gagnrýni Hildar Lilliendahl á fréttaflutning um ásakanir á hendur Dominique Strauss-Kahn. Stór hluti pistilsins fjallaði síðan um hvernig karlmaður nokkur, sem skrifaði athugasemdir við málflutning Hildar á bloggið hennar, lagðist sjálfur í bloggskrif. (Hér er langi pistillinn minn.) Þegar ég skrifaði mína bloggfærslu þá var hann þegar búinn að skrifa tvær og síðan hefur hann enn bætt við og eru færslurnar orðnar sex talsins, þaraf er sú síðasta yfirlit yfir hinar. Leikurinn barst líka útá vefsvæði sem nú heitir Bland.is (en hét áður er.is og þaráður Barnaland*) eins og rökfasti karlmaðurinn bendir sjálfur á í bloggi sínu. Þar tekur einhver gaur upp hanskann fyrir hann gegn 'brjáluðu femínistunum' og hótar meiðyrðamálsókn hægri vinstri því honum þykir svo illa talað um rökfasta karlmanninn. Enda þótt sá grunur hafi læðst að einum lesandanum að sá rökfasti hafi tekið sér dulefni þar því svo mjög tekur hann upp þykkjuna fyrir hann, þá mun það ekki vera rétt, þeir eru bara svona sammála. Rökfasti karlmaðurinn sjálfur er afturámóti ekkert að kippa sér upp við þetta röfl kvennanna enda virðist hann líta á allt það sem konur almennt segja og þá feministar sérstaklega sé til þess að hafa af því „lúmskt gaman“ því það er hans vinkill á málin.
Allar bloggfærslurnar ganga útá að gera lítið úr málflutningi feminista, draga í efa sannleiksgildi tölfræði um framdar nauðganir** og benda feministum á að allt sem þær segja séu öfgar og skemmi bara fyrir þeim (en sjálfur þykist hann auðvitað ekkert hafa á móti feministum heldur er auðvitað bara að skrifa þetta allt af föðurlegri umhyggju). Verst af öllu þykir honum þó að feministar skuli stjórnast af réttlætiskennd og berjist fyrir hugsjónum. Það kallar hann rétthugsun og firringu.
Honum finnst hinsvegar skemmtileg sú aðferð, sem hann sjálfur notar, að segja eitt en meina annað.** Leiðinlegra er þegar fólk hefur sannfæringu fyrir skoðun sinni.
Hann er auðvitað ekki einn um þessa afstöðu sína en mér þykir hún afar ógeðfelld.*** Mér finnst sérkennilegt útaf fyrir sig að skilja ekki að fólk hafi hugsjónir og berjist fyrir réttlæti en að líta svo á að Morfís umræðuhefðin eigi að vera rétthærri og best sé að enginn hafi sannfæringu fyrir því sem rætt er um, það er mér óskiljanlegt.
Það er best að taka það fram að auk þeirra karlmanna sem greinilega ráku upp húrrahróp fyrir rökfasta karlmanninum, voru tveir karlmenn sem skrifuðu fjölmargar athugasemdir við blogg hans og ráku ofan í hann ýmsar heimskulegar staðhæfingar. Annar þeirra sagði reyndar í niðurlagi einnar athugasemdarinnar að hann tryði því ekki að rökfasti karlmaðurinn væri „með karlrembu bein“ í sér. Þar skilur algerlega með okkur.
___
* Það eina sem ég lærði nýtt á allri þessari ritræpu rökfasta karlmannsins var að Barnaland heitir núna Bland.is, því ekki hafði ég hugmynd um það áður.
** Reyndar held ég að rökfasti karlmaðurinn hafi meint hvert orð sem hann sagði.
*** Hann hefur mestar áhyggjur af því hve margir karlmenn séu ranglega ásakaðir um nauðganir og gefur sér að það sé í 5% tilvika. Allar tölur sem ég hef heyrt hingað til í þá átt hafa verið 1-2 % (sem er það sama og í öðrum sakamálum, s.s. kærur um innbrot) en það finnst honum greinilega of lítið og notar því margfalt hærri tölu.
Sá rökfasti er líka mjög upptekinn af því að til séu misalvarlegar nauðganir, þær séu flóknar og afstæðar og sumar þeirra verði meirasegja alveg óvart og leggur þær til jafns við að rekast utaní fólk. Sbr. þetta: „Ef þú ert að snúa þér við með bjórkönnu á skemmtistað og lemur óvart könnunni í hausinn á mér, þá er það ekki líkamsárás, er það nokkuð? Það skiptir engu máli hvernig mér líður með það að ég hafi fengið könnu í hausinn, ég varð fyrir slysi, ekki líkamsárás.“ Það er með ólíkindum að einhver skrifi bloggfærslu eftir bloggfærslu um málefni sem hann hefur svona brjálæðislega lítinn skilning á.
Allar bloggfærslurnar ganga útá að gera lítið úr málflutningi feminista, draga í efa sannleiksgildi tölfræði um framdar nauðganir** og benda feministum á að allt sem þær segja séu öfgar og skemmi bara fyrir þeim (en sjálfur þykist hann auðvitað ekkert hafa á móti feministum heldur er auðvitað bara að skrifa þetta allt af föðurlegri umhyggju). Verst af öllu þykir honum þó að feministar skuli stjórnast af réttlætiskennd og berjist fyrir hugsjónum. Það kallar hann rétthugsun og firringu.
Honum finnst hinsvegar skemmtileg sú aðferð, sem hann sjálfur notar, að segja eitt en meina annað.** Leiðinlegra er þegar fólk hefur sannfæringu fyrir skoðun sinni.
„Sjálfum finnst mér mun meira heillandi þegar fólk finnur leiðir til að láta skína í að það sé að segja eitt en meini annað, en þegar það virðist sjálft trúa bókstaflega á orðræðuna.“
Hann er auðvitað ekki einn um þessa afstöðu sína en mér þykir hún afar ógeðfelld.*** Mér finnst sérkennilegt útaf fyrir sig að skilja ekki að fólk hafi hugsjónir og berjist fyrir réttlæti en að líta svo á að Morfís umræðuhefðin eigi að vera rétthærri og best sé að enginn hafi sannfæringu fyrir því sem rætt er um, það er mér óskiljanlegt.
Það er best að taka það fram að auk þeirra karlmanna sem greinilega ráku upp húrrahróp fyrir rökfasta karlmanninum, voru tveir karlmenn sem skrifuðu fjölmargar athugasemdir við blogg hans og ráku ofan í hann ýmsar heimskulegar staðhæfingar. Annar þeirra sagði reyndar í niðurlagi einnar athugasemdarinnar að hann tryði því ekki að rökfasti karlmaðurinn væri „með karlrembu bein“ í sér. Þar skilur algerlega með okkur.
___
* Það eina sem ég lærði nýtt á allri þessari ritræpu rökfasta karlmannsins var að Barnaland heitir núna Bland.is, því ekki hafði ég hugmynd um það áður.
** Reyndar held ég að rökfasti karlmaðurinn hafi meint hvert orð sem hann sagði.
*** Hann hefur mestar áhyggjur af því hve margir karlmenn séu ranglega ásakaðir um nauðganir og gefur sér að það sé í 5% tilvika. Allar tölur sem ég hef heyrt hingað til í þá átt hafa verið 1-2 % (sem er það sama og í öðrum sakamálum, s.s. kærur um innbrot) en það finnst honum greinilega of lítið og notar því margfalt hærri tölu.
Sá rökfasti er líka mjög upptekinn af því að til séu misalvarlegar nauðganir, þær séu flóknar og afstæðar og sumar þeirra verði meirasegja alveg óvart og leggur þær til jafns við að rekast utaní fólk. Sbr. þetta: „Ef þú ert að snúa þér við með bjórkönnu á skemmtistað og lemur óvart könnunni í hausinn á mér, þá er það ekki líkamsárás, er það nokkuð? Það skiptir engu máli hvernig mér líður með það að ég hafi fengið könnu í hausinn, ég varð fyrir slysi, ekki líkamsárás.“ Það er með ólíkindum að einhver skrifi bloggfærslu eftir bloggfærslu um málefni sem hann hefur svona brjálæðislega lítinn skilning á.
<< Home