miðvikudagur, maí 11, 2011

Litlu greyin, svona hræddir og skjálfandi á beinunum

Ég finn svo mikla samúð í hjartanu þegar ég heyri viðbrögð LÍÚ við fyrirhuguðu frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni. Kvótaeigendum, þessum með þyrlurnar sem hafa veðsett kvótann til þýska bankans, finnst breytingar algjör hryllingur. Þetta er auðvitað alveg hræðilegt og von að þeir séu hræddir. Kannski fá þeir samt góða þingmenn til að berjast af alefli gegn þessari hræðilegu lífskjaraskerðingu (ég hef reyndar ekki séð frumvarpið frekar en aðrir en held að það sé ekkert gert ráð fyrir þyrlueign!) og fá þá til að muna hversvegna þeir voru kostaðir á þing (sem handlangarar hagsmunaaflanna).

Aumingjans kvótaeigendurnir sem kannski fá ekkert að eiga kvótann sem þeir aldrei áttu. Aumingjans LÍÚ sem er svo hrætt.

Ég græt inní mér.

Efnisorð: ,