Eitt sumar á landinu bláa
Það eru góð tíðindi að stofnuð hafi verið samtök um dýravelferð. Samtökin ætla að beita sér gegn illri meðferð á dýrum í búskap, þ.á.m. ræktun svína, hænsna og loðdýra. Verksmiðjubúskapur með dýr er einhver ömurlegasta birtingarmynd fyrirlitningar mannkyns á öðrum dýrategundum og það er nauðsynlegt að reyna að sporna sem mest við slíkum iðnaði, bæði með því að taka fyrir einstaka þætti (eins og þröng búr) og með það markmið að verksmiðjuræktun á dýrum verði lögð af.
Undanfarið hafa komið fram upplýsingar um að grísir séu geltir án deyfingar og virðist nú sem taka eigi á því máli. Virðist svo sem þessi nýju samtök, Velbú — samtök um velferð í búskap, eigi heiðurinn af því að í framtíðinni fái grísir deyfingu og að dýralæknir framkvæmi aðgerðina. Það er sannarlega skref í rétta átt.
Meðan svona verksmiðjuframleiðsla er við lýði er lágmark að fólk sem á annað borð vill borða dýrakjöt og dýraafurðir geti ákveðið hvort það vilji kaupa egg úr hænum sem eru lokaðar í búrum, eða kjúklinga- og svínakjöt sem framleitt er með sama hætti, eða hvort eggin séu úr frjálsum hænum og að kjúklingarnir og svínin hafi fengið að sjá dagsbirtu og hreyfa sig eðlilega, jafnvel hafi fengið að fara út stöku sinnum á sinni stuttu ævi. Öll dýr eiga skilið ferskt loft og frjálsræði í hreyfingu, og vera hlíft við að geta af sér afkvæmi þar til líkaminn gefur sig; reynum að koma því þannig fyrir að búskapur þar sem dýr eiga góða ævi sé að minnsta kosti valkostur ef ekki ríkjandi form.
Það er ekki bara bragðið af lambakjötinu sem batnar þegar lömbin hafa fengið að skoppa upp um allar heiðar, heldur er það mannúðlegra að lambið hafi fengið að lifa þó ekki væri nema eitt sumar frjálst.
Undanfarið hafa komið fram upplýsingar um að grísir séu geltir án deyfingar og virðist nú sem taka eigi á því máli. Virðist svo sem þessi nýju samtök, Velbú — samtök um velferð í búskap, eigi heiðurinn af því að í framtíðinni fái grísir deyfingu og að dýralæknir framkvæmi aðgerðina. Það er sannarlega skref í rétta átt.
Meðan svona verksmiðjuframleiðsla er við lýði er lágmark að fólk sem á annað borð vill borða dýrakjöt og dýraafurðir geti ákveðið hvort það vilji kaupa egg úr hænum sem eru lokaðar í búrum, eða kjúklinga- og svínakjöt sem framleitt er með sama hætti, eða hvort eggin séu úr frjálsum hænum og að kjúklingarnir og svínin hafi fengið að sjá dagsbirtu og hreyfa sig eðlilega, jafnvel hafi fengið að fara út stöku sinnum á sinni stuttu ævi. Öll dýr eiga skilið ferskt loft og frjálsræði í hreyfingu, og vera hlíft við að geta af sér afkvæmi þar til líkaminn gefur sig; reynum að koma því þannig fyrir að búskapur þar sem dýr eiga góða ævi sé að minnsta kosti valkostur ef ekki ríkjandi form.
Það er ekki bara bragðið af lambakjötinu sem batnar þegar lömbin hafa fengið að skoppa upp um allar heiðar, heldur er það mannúðlegra að lambið hafi fengið að lifa þó ekki væri nema eitt sumar frjálst.
Efnisorð: dýravernd
<< Home