fimmtudagur, apríl 07, 2011

Ríkissaksóknari af betri gerðinni

Mér finnst full ástæða til að fagna því að Sigríður J. Friðjónsdóttir hefur verið ráðin í embætti ríkissaksóknara. Augljóslega hefði nánast hver sem er verið betri en Valtýr skúnkur Sigurðsson, en það sem ég hef séð til Sigríðar undanfarin ár,* þá held ég að hún sé fyrirtaksmanneskja og með gott skynbragð á rétt og rangt.

Hún var t.d. ekki meðal þeirra sjö sem lýstu yfir fullum stuðningi við Valtý þegar öll spjót stóðu á honum eftir hrakyrði hans í garð þolenda nauðgana. Ég vona og trúi að hún verði til þess að konur mæti betra viðmóti og að nauðgunarmál fái sanngjarna málsmeðferð hjá embætti ríkissaksóknara í framtíðinni.

___
* Án þess að ég hafi lagt allan feril Sigríðar Friðjónsdóttur á minnið og get því ekki svarið að þar sé ekki eitthvað sem mér gæti mislíkað

Efnisorð: , ,