Skólabarnastríðið
Ekki öfunda ég borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar þessa dagana. Ég held að allir nema kjósendur Besta flokksins hafi gert sér grein fyrir að fjárhagsstaðan væri þannig að eitthvað róttækt þyrfti að gera en sú aðferð að lækka einmitt framlög til menntamála (tónlistarskólar) og sameina leikskóla virkar einstaklega illa á fólk, sérstaklega það fólk sem á börn í þessum skólum. Líklega hefði verið betra að skrúfa útsvarið í topp hjá öllum borgarbúum frekar en sýna niðurskurðinn svo greinilega í málefnum barna. Þá er nú sanngjarnara að við tökum þetta öll á okkur, jafn ósanngjarnt og allt þetta ástand nú annars er.
Það má þó ekki gleyma því að þetta ástand er afleiðing góðærisins, útrásarvíkinganna, bankasukksins, virkjanabrjálæðisins og frjálshyggjunnar. Jafn lítið hrifin af Besta flokknum og ég er, þá er ástandið ekki honum að kenna. Ekki frekar en ríkisstjórninni sem nú situr.
Það má þó ekki gleyma því að þetta ástand er afleiðing góðærisins, útrásarvíkinganna, bankasukksins, virkjanabrjálæðisins og frjálshyggjunnar. Jafn lítið hrifin af Besta flokknum og ég er, þá er ástandið ekki honum að kenna. Ekki frekar en ríkisstjórninni sem nú situr.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, menntamál, pólitík
<< Home