mánudagur, mars 28, 2011

Siðblinda, yfirlit

Í janúar í fyrra skrifaði ég um siðblindu og svo aftur í janúar á þessu ári þar sem ég vísaði í fyrri skrif þar um en þó aðallega í skrif Hörpu Hreinsdóttur. Reyndar var færsluröð hennar um siðblindu tilefni þess að ég skrifaði færsluna fyrir sléttum tveimur mánuðum en nú hefur Harpa tilkynnt að þó endalaust sé hægt að skrifa um þetta áhugaverða efni láti hún nú staðar numið. Pistlar hennar urðu fimmtán talsins og eru hver öðrum fróðlegri. Þá má alla finna hér hjá Hörpu, auk þess sem hún hefur sett þá alla á einn stað á vefinn siðblinda.com, en ég skrifaði líka útdrætti um hvern þeirra í upptalningu minni í janúarfærslunni og hef uppfært hana jafnóðum síðan.

Ég lýsi yfir aðdáun á þessu framtaki Hörpu og er nokkuð viss um að oft verður vísað til skrifa hennar um siðblindu.

Efnisorð: , , , , , , , , , ,