mánudagur, apríl 18, 2011

Nöfn og áfangastaður

Fyrr á árinu nöldraði ég yfir því að notað væri orðalagið „að draga þátttakendur eða vinningshafa út“ í stað þess að tala um að draga nafn fólks út (úr hatti eða potti). Benti ég máli mínu til sönnunar á flenniauglýsingu þar sem nánast var hótað að draga lítil börn út og senda þau til óskilgreindra útlanda. Þegar ég sá svo auglýsinguna ganga aftur í blaði nú um helgina hvessti ég augun — og komst að því mér til mikillar undrunar að búið er að breyta orðalaginu.

Það hafa greinilega fleiri en ég látið þetta fara í taugarnar á sér.


Efnisorð: