mánudagur, maí 02, 2011

Hvernig verður þetta réttlætt?

Hornstrandir eru einstakt landsvæði nyrst á Vestfjörðum. Hornstrandir voru friðaðar árið 1975 og síðan þá hefur gróður og dýralíf blómstrað, fjarri ágengni manna.*

Nema þegar þeir mæta á svæðið með byssur.

Nema þegar drepa á dýr í útrýmingarhættu sem eru friðuð hér á landi.

Hingað til hefur verið notuð sú afsökun að fólki stafi hætta af ísbjörnum.

Hornstrandir hafa fyrir löngu lagst í eyði. Þar býr andskotann enginn.

Það stafaði engin hætta af ísbirninum.

Helvítis drápsglöðu fávitarnir ykkar.

____
* úr túristabæklingi

Efnisorð: