Þú skalt ekki voga þér
Eyrún Björg Jónsdóttir á Neyðarmóttökunnar segir að það færist í vöxt að nauðgarar hóti fórnarlömbum sínum til þess að reyna að tryggja að þeir verði ekki kærðir. Þetta er auðvitað ekki nýtt en er semsagt æ algengara. Eina svarið við því er auðvitað að kæra, segjum við hin, en það hlýtur að vera vond tilhugsun fyrir fórnarlambið að fjölskylda hennar verði eftilvill fyrir líkamsmeiðingum.
Annað sem ekki er til þess fallið að bæta líðan þolenda nauðgana er að eiga von á því að lýsingin á verknaðnum rati í fjölmiðla. Eyrún segir að þær upplifi það oft sem annað áfall. „Konurnar hafa jafnvel ekki einu sinni sagt sínum nánustu frá eðli atburðarins og þær upplifa það sem algjöra berskjöldun og ógn við sjálfsmynd þeirra að hægt skuli vera að japla svona á þessum málum.“ Þetta mættu DV og Eyjan hafa í huga — með sín opnu athugasemdakerfi þar sem lesendur hella úr skálum kvenfyrirlitningar sinnar — en ekki síður dómstólarnir sem setja nákvæma lýsingu á nauðgunininni og líka lýsingar á tilfinningalegum og líkamlegum viðbrögðum brotaþola, sem teknar eru úr vitnisburði og skýrslum frá Neyðarmóttöku.
Dómstólar og fjölmiðlar telja sig líklega vera að afhjúpa hvað á sér raunverulega stað og hverjar eru afleiðingar nauðgana, og auka þarmeð skilning almennings á því hvers eðlis þessi glæpur er. Og sannarlega ætti það að verða til þess að fleiri sýndu þessum málum skilning og hætti að draga í efa hverja einustu nauðgunarkæru eins og sumir virðast alltaf gera. En það verður líka að sýna aðgát í nærveru sálar. Nóg er nú samt.
Eyrún bendir einmitt á að þessi umfjöllun fæli konur frá því að kæra. Er það markmiðið?
Annað sem ekki er til þess fallið að bæta líðan þolenda nauðgana er að eiga von á því að lýsingin á verknaðnum rati í fjölmiðla. Eyrún segir að þær upplifi það oft sem annað áfall. „Konurnar hafa jafnvel ekki einu sinni sagt sínum nánustu frá eðli atburðarins og þær upplifa það sem algjöra berskjöldun og ógn við sjálfsmynd þeirra að hægt skuli vera að japla svona á þessum málum.“ Þetta mættu DV og Eyjan hafa í huga — með sín opnu athugasemdakerfi þar sem lesendur hella úr skálum kvenfyrirlitningar sinnar — en ekki síður dómstólarnir sem setja nákvæma lýsingu á nauðgunininni og líka lýsingar á tilfinningalegum og líkamlegum viðbrögðum brotaþola, sem teknar eru úr vitnisburði og skýrslum frá Neyðarmóttöku.
Dómstólar og fjölmiðlar telja sig líklega vera að afhjúpa hvað á sér raunverulega stað og hverjar eru afleiðingar nauðgana, og auka þarmeð skilning almennings á því hvers eðlis þessi glæpur er. Og sannarlega ætti það að verða til þess að fleiri sýndu þessum málum skilning og hætti að draga í efa hverja einustu nauðgunarkæru eins og sumir virðast alltaf gera. En það verður líka að sýna aðgát í nærveru sálar. Nóg er nú samt.
Eyrún bendir einmitt á að þessi umfjöllun fæli konur frá því að kæra. Er það markmiðið?
Efnisorð: dómar, feminismi, Fjölmiðlar, Nauðganir
<< Home