Konur sem eru blindaðar af hugsjón og rökfastir karlmenn sem vita betur
Það hefur lengi tíðkast hjá fjölmiðlum að láta að því liggja að allar kærur um nauðganir séu uppspuni. Orðalagið „meint nauðgun á að hafa verið framin“ er notað um glæpinn og vitnisburður brotaþolans er dreginn í efa með því að nota orðalag á borð við „konan ber að sér hafi verið nauðgað“. Fátt dregur jafn mikið úr alvarleika nauðgana eins og að draga sífellt í efa að þær eigi sér stað og fátt gerir jafn lítið úr trúverðugleika fórnarlambanna eins og að láta sem þær ljúgi. Á þetta hefur oft verið bent en fjölmiðlar jafnan skellt skollaeyrum við gagnrýni á fréttaflutning sinn sem er vægast sagt mjög vilhallur nauðgurum.
Ein þeirra sem hefur verið mjög iðin við að benda fjölmiðlum á að það skipti máli hvaða orðalag sé notað um nauðganir, nauðgara og fórnarlömb þeirra, er Hildur Lilliendahl. Hún hefur skrifað bréf til fjölmiðla og jafnframt deilt þeim með lesendum á bloggsíðu sinni. Í gær skrifaði hún bréf til blaðamanns á Vísi.is vegna orðavals hans þegar hann skrifaði um framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðins, Dominique Strauss-Kahn sem kærður hefur verið fyrir nauðgun. Blaðamaðurinn talaði um að málið væri „áfall fyrir Strauss-Kahn“ og að hann hefði „áður lent í vandræðum vegna samskipta sinna við konur “ — en fíni framkvæmdastjórinn hefur áður verið uppvís að því að reyna að nauðga konum.*
Það er auðvitað frekar sérkennileg sýn á nauðganir að þær séu samskiptavandræði og þá ekki síður að það sé áfall fyrir karlmann að hafa nauðgað eða reynt að nauðga konu, þó það sé kannski áfall fyrir hann að hafa ekki komist upp með það og vera því handtekinn. Hildur hjólaði semsagt í blaðamanninn fyrir þetta orðalag og kallaði hann 'nauðgaravin' í fyrirsögn á bloggi sínu. Nú skil ég það svo að með þessu eigi hún við að nauðgarar eigi hauk í horni þar sem svona blaðamenn stinga niður penna og að þeir sem taki að sér að bera blak af nauðgurum séu þeim hliðhollir, jafnvel vinveittir (án þess þó að halda því fram að milli þessara tveggja, blaðamannsins og framkvæmdastjórans, sé vinátta).**
En jafnánægð og ég varð með það framtak þá uppskar Hildur mikla óvild annarra fyrir vikið. Og viti menn, það eru fyrst og fremst karlmenn sem sjá ofsjónum yfir umkvörtunarefnum hennar og orðavali. Þeir tala um 'aðför' að blaðamanninum og krefjast afsökunarbeiðni honum til handa.
Einn þeirra sem skrifar athugasemdir á bloggið hennar hefur sjálfur skrifað tvær bloggfærslur um málið og hafa við þær verið skrifaðir langir athugasemdahalar. Þar fer hann mikinn í viðleitni sinni til að koma Hildi fyrir sjónir (hann talar reyndar iðulega við hana í fleirtölu og álítur sig greinilega vera að tala við alla feminista eða félaga í Femínistafélagi Íslands) hve rangt hún hefur fyrir sér og hve hún skemmi málstað feminista. Með reglulegu millibili spyr hann svo hvort hún sé ekki enn búin að skipta um skoðun og innir hana og aðra sem leggja orð í belg eftir því hvort þau taki ekki undir vangaveltur sínar (og segir þá tildæmis: „Um það hljótum við að vera sammála. Er það ekki?“), líklega til að fá staðfestingu á sannfæringakrafti orða sinna.
Ein þeirra sem skrifa athugasemdir hjá honum lýsir því yfir að hún þekki þolendur líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og ræðir skoðun sína á málinu útfrá því. Karlmaðurinn rökfasti segir hve leitt honum þyki að vinkona hennar og ættingi hafi orðið fyrir ofbeldinu og er allur hinn skilningsríkasti — en það sama gildir ekki í samskiptum hans við Hildi þó hún hafi sagt frá því í athugasemdakerfinu að hún hafi sjálf orðið fyrir nauðgun.*** Óbeit hans á Hildi er slík að henni er engin miskunn sýnd og þegar einhver kunningi hans segir að hún sé sjálf nauðgari (vegna orðalagsins að blaðamaðurinn sé nauðgaravinur; það er semsagt nauðgun að segja að einhver sé nauðgaravinur) þá deplar rökfasti karlmaðurinn ekki auga en finnst það greinilega fínt innlegg í umræðuna, þakkar vininum meirasegja sérstaklega fyrir.
Honum finnst hinsvegar að hin umrædda frétt „fylgi nokkurn vegin þeim þræði sem við eigum að venjast í þessum efnum og af ýmsum menningarlegum ástæðum sem fæstar hafa neitt með kvenfyrirlitningu að gera.“ Hann útskýrir ekki hverjar þessar ýmsu menningarlegu ástæður eru en þær eru þá líklega þessar: Hin algeru völd karla yfir öllum fjölmiðlum og öllum samfélögum. Hvernig rökfasta karlmanninum sést yfir tenginguna við kvenfyrirlitningu er mér reyndar hulin ráðgáta. Heldur hann að kvenfyrirlitning sé blóm sem vex sjálfsprottið við lækjarbakka? Nei, hún þrífst í þessum samfélögum, á þessum fjölmiðlum. Vex, dafnar og blómstrar.
Karlmennirnir sem ryðjast fram til að mótmæla þeim sem leyfa sér að gagnrýna hið algera vald karla — og hvernig þeir misbeita því, ýmist með því að beita líkamlegu eða kynferðislegu valdi eða með því að skrifa fréttir sem gera lítið úr þeirri valdbeitingu — þeir eru partur af vandamálinu. Það mætti kalla þá 'nauðgaravini' mín vegna.
___
* Hildur Lilliendahl er reyndar ekki ein um að gagnrýna þetta orðalag í fréttinni um Dominique Strauss-Kahn. Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifaði líka bréf til Vísis vegna fréttarinnar og Björg Eva Erlendsdóttir birtir það og gerir að umtalsefni í hvassyrtri grein á Smugunni. Þar veitir hún félögum sínum í blaðamannastétt harðar átölur og segir að hiklaust að „Skoðanabræður [framkvæmdastjóra AGS] á fjölmiðlum uppi á Íslandi gera engar athugasemdir við lífssýn Strauss-Kahn. Þeir vorkenna honum.“ Hún segir jafnframt: „Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ritstjórnir viti ekki að kynferðisbrot ber að fjalla um eins og aðra glæpi? Svarið er nei. En eru fréttaritstjórnir þá á eftir sinni samtíð? Svarið er já. Fjölmiðlar hafa ekki breyst í ofbeldisumfjöllun sinni. Þeir eru of gamaldags, karllægir og huglausir þjónar afla sem þeir telja valdamest hverju sinni.“
** Reyndar fara vinir nauðgara oft mikinn á vefsíðum ýmiskonar til að bera af þeim sakir og má þar sjá hliðstæðu við orðfæri blaðamannsins. Karlmenn í umræðunni gæta þess alltaf að taka það fram að þeir séu á móti nauðgunum (varla gætu þeir sagt hið gagnstæða enda þótt sú væri raunin) en ganga hinsvegar eins langt og hægt er að verja nauðgarana: þeir hafi bara misskilið aðstæður (samskiptavandi), þeir hafi í raun ekki nauðgað heldur sé verið að ljúga uppá þá. Í tilviki Strauss-Kahn er þá verið að ljúga uppá hann til að losna við hann úr stóli AGS eða svo hann eigi ekki möguleika á að verða kosinn forseti Frakklands; í tilviki Julian Assange er það í hefndarskyni fyrir að hafa afhjúpað glæpi bandaríska hersins; í flestum öðrum tilvikum eru konur að ljúga nauðgun uppá karlmenn afþví að þær eru konur og konur eru eins og allir vita hefnigjarnar, ómerkilegar og lygnar framúr hófi.
*** Karlmaðurinn rökfasti virðist líta á samskiptin við Hildi sem hvert annað skemmtiefni og upplyftingu í líf sitt. Hann ávarpar hana í athugasemdakerfinu og segir þetta: „ Vonandi ertu nú að hafa af þessu lúmskt gaman, því það er minn vinkill á þetta mál: að spjalla og derra mig til að fá svörun frá greindu fólki sem getur sagt mér sitthvað nýtt og skemmtilegt, opnað augu mín og fleira í þeim dúr.“ Það er sérkennilegt að halda að Hildur, eða feministar almennt, berjist gegn kvenfyrirlitningu og ýmsum birtingarmyndum hennar vegna þess að þær hafi af því 'lúmskt gaman'. Þetta sýnir kannski meira en nokkuð annað hve skilningsleysið er mikið og fyrirlitningin á málstað feminista er alger.
Viðbót: Svo skrifar rökfasti karlmaðurinn bloggfærslu — svona til að bæta gráu ofan á svart — um nauðganir og hve algengt það sé að karlmenn séu saklausir ákærðir fyrir þær, hversu mikið verra það sé fyrir þá heldur en að verða fyrir nauðgun, umræðu á villigötum, pólitískan rétttrúnað … og klykkir út með að segja: „En kannski skal land einmitt byggja með lygum en ekki lögum.“
Enn önnur viðbót: Ég ætti auðvitað að skrifa sér færslu um varnarræðu rökfasta karlmannsins, sem með hverju orðinu sýnir betur og betur hve honum er annt um mannorð nauðgara, en læt duga að vitna í orð hans hér: „Oðræðan um að nauðgun sé alltaf nauðgun, ekkert sé óskýrt og svo framvegis er að stórum hluta undarlegt bull sem viðgengst vegna þess að spilað er á réttlætiskennd fólks.“ Já, það er vond kennd, réttlætiskenndin. Og andskoti hart að feministar skuli stjórnast af henni. Ussususs.
Ein þeirra sem hefur verið mjög iðin við að benda fjölmiðlum á að það skipti máli hvaða orðalag sé notað um nauðganir, nauðgara og fórnarlömb þeirra, er Hildur Lilliendahl. Hún hefur skrifað bréf til fjölmiðla og jafnframt deilt þeim með lesendum á bloggsíðu sinni. Í gær skrifaði hún bréf til blaðamanns á Vísi.is vegna orðavals hans þegar hann skrifaði um framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðins, Dominique Strauss-Kahn sem kærður hefur verið fyrir nauðgun. Blaðamaðurinn talaði um að málið væri „áfall fyrir Strauss-Kahn“ og að hann hefði „áður lent í vandræðum vegna samskipta sinna við konur “ — en fíni framkvæmdastjórinn hefur áður verið uppvís að því að reyna að nauðga konum.*
Það er auðvitað frekar sérkennileg sýn á nauðganir að þær séu samskiptavandræði og þá ekki síður að það sé áfall fyrir karlmann að hafa nauðgað eða reynt að nauðga konu, þó það sé kannski áfall fyrir hann að hafa ekki komist upp með það og vera því handtekinn. Hildur hjólaði semsagt í blaðamanninn fyrir þetta orðalag og kallaði hann 'nauðgaravin' í fyrirsögn á bloggi sínu. Nú skil ég það svo að með þessu eigi hún við að nauðgarar eigi hauk í horni þar sem svona blaðamenn stinga niður penna og að þeir sem taki að sér að bera blak af nauðgurum séu þeim hliðhollir, jafnvel vinveittir (án þess þó að halda því fram að milli þessara tveggja, blaðamannsins og framkvæmdastjórans, sé vinátta).**
En jafnánægð og ég varð með það framtak þá uppskar Hildur mikla óvild annarra fyrir vikið. Og viti menn, það eru fyrst og fremst karlmenn sem sjá ofsjónum yfir umkvörtunarefnum hennar og orðavali. Þeir tala um 'aðför' að blaðamanninum og krefjast afsökunarbeiðni honum til handa.
Einn þeirra sem skrifar athugasemdir á bloggið hennar hefur sjálfur skrifað tvær bloggfærslur um málið og hafa við þær verið skrifaðir langir athugasemdahalar. Þar fer hann mikinn í viðleitni sinni til að koma Hildi fyrir sjónir (hann talar reyndar iðulega við hana í fleirtölu og álítur sig greinilega vera að tala við alla feminista eða félaga í Femínistafélagi Íslands) hve rangt hún hefur fyrir sér og hve hún skemmi málstað feminista. Með reglulegu millibili spyr hann svo hvort hún sé ekki enn búin að skipta um skoðun og innir hana og aðra sem leggja orð í belg eftir því hvort þau taki ekki undir vangaveltur sínar (og segir þá tildæmis: „Um það hljótum við að vera sammála. Er það ekki?“), líklega til að fá staðfestingu á sannfæringakrafti orða sinna.
Ein þeirra sem skrifa athugasemdir hjá honum lýsir því yfir að hún þekki þolendur líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og ræðir skoðun sína á málinu útfrá því. Karlmaðurinn rökfasti segir hve leitt honum þyki að vinkona hennar og ættingi hafi orðið fyrir ofbeldinu og er allur hinn skilningsríkasti — en það sama gildir ekki í samskiptum hans við Hildi þó hún hafi sagt frá því í athugasemdakerfinu að hún hafi sjálf orðið fyrir nauðgun.*** Óbeit hans á Hildi er slík að henni er engin miskunn sýnd og þegar einhver kunningi hans segir að hún sé sjálf nauðgari (vegna orðalagsins að blaðamaðurinn sé nauðgaravinur; það er semsagt nauðgun að segja að einhver sé nauðgaravinur) þá deplar rökfasti karlmaðurinn ekki auga en finnst það greinilega fínt innlegg í umræðuna, þakkar vininum meirasegja sérstaklega fyrir.
Honum finnst hinsvegar að hin umrædda frétt „fylgi nokkurn vegin þeim þræði sem við eigum að venjast í þessum efnum og af ýmsum menningarlegum ástæðum sem fæstar hafa neitt með kvenfyrirlitningu að gera.“ Hann útskýrir ekki hverjar þessar ýmsu menningarlegu ástæður eru en þær eru þá líklega þessar: Hin algeru völd karla yfir öllum fjölmiðlum og öllum samfélögum. Hvernig rökfasta karlmanninum sést yfir tenginguna við kvenfyrirlitningu er mér reyndar hulin ráðgáta. Heldur hann að kvenfyrirlitning sé blóm sem vex sjálfsprottið við lækjarbakka? Nei, hún þrífst í þessum samfélögum, á þessum fjölmiðlum. Vex, dafnar og blómstrar.
Karlmennirnir sem ryðjast fram til að mótmæla þeim sem leyfa sér að gagnrýna hið algera vald karla — og hvernig þeir misbeita því, ýmist með því að beita líkamlegu eða kynferðislegu valdi eða með því að skrifa fréttir sem gera lítið úr þeirri valdbeitingu — þeir eru partur af vandamálinu. Það mætti kalla þá 'nauðgaravini' mín vegna.
___
* Hildur Lilliendahl er reyndar ekki ein um að gagnrýna þetta orðalag í fréttinni um Dominique Strauss-Kahn. Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifaði líka bréf til Vísis vegna fréttarinnar og Björg Eva Erlendsdóttir birtir það og gerir að umtalsefni í hvassyrtri grein á Smugunni. Þar veitir hún félögum sínum í blaðamannastétt harðar átölur og segir að hiklaust að „Skoðanabræður [framkvæmdastjóra AGS] á fjölmiðlum uppi á Íslandi gera engar athugasemdir við lífssýn Strauss-Kahn. Þeir vorkenna honum.“ Hún segir jafnframt: „Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ritstjórnir viti ekki að kynferðisbrot ber að fjalla um eins og aðra glæpi? Svarið er nei. En eru fréttaritstjórnir þá á eftir sinni samtíð? Svarið er já. Fjölmiðlar hafa ekki breyst í ofbeldisumfjöllun sinni. Þeir eru of gamaldags, karllægir og huglausir þjónar afla sem þeir telja valdamest hverju sinni.“
** Reyndar fara vinir nauðgara oft mikinn á vefsíðum ýmiskonar til að bera af þeim sakir og má þar sjá hliðstæðu við orðfæri blaðamannsins. Karlmenn í umræðunni gæta þess alltaf að taka það fram að þeir séu á móti nauðgunum (varla gætu þeir sagt hið gagnstæða enda þótt sú væri raunin) en ganga hinsvegar eins langt og hægt er að verja nauðgarana: þeir hafi bara misskilið aðstæður (samskiptavandi), þeir hafi í raun ekki nauðgað heldur sé verið að ljúga uppá þá. Í tilviki Strauss-Kahn er þá verið að ljúga uppá hann til að losna við hann úr stóli AGS eða svo hann eigi ekki möguleika á að verða kosinn forseti Frakklands; í tilviki Julian Assange er það í hefndarskyni fyrir að hafa afhjúpað glæpi bandaríska hersins; í flestum öðrum tilvikum eru konur að ljúga nauðgun uppá karlmenn afþví að þær eru konur og konur eru eins og allir vita hefnigjarnar, ómerkilegar og lygnar framúr hófi.
*** Karlmaðurinn rökfasti virðist líta á samskiptin við Hildi sem hvert annað skemmtiefni og upplyftingu í líf sitt. Hann ávarpar hana í athugasemdakerfinu og segir þetta: „ Vonandi ertu nú að hafa af þessu lúmskt gaman, því það er minn vinkill á þetta mál: að spjalla og derra mig til að fá svörun frá greindu fólki sem getur sagt mér sitthvað nýtt og skemmtilegt, opnað augu mín og fleira í þeim dúr.“ Það er sérkennilegt að halda að Hildur, eða feministar almennt, berjist gegn kvenfyrirlitningu og ýmsum birtingarmyndum hennar vegna þess að þær hafi af því 'lúmskt gaman'. Þetta sýnir kannski meira en nokkuð annað hve skilningsleysið er mikið og fyrirlitningin á málstað feminista er alger.
Viðbót: Svo skrifar rökfasti karlmaðurinn bloggfærslu — svona til að bæta gráu ofan á svart — um nauðganir og hve algengt það sé að karlmenn séu saklausir ákærðir fyrir þær, hversu mikið verra það sé fyrir þá heldur en að verða fyrir nauðgun, umræðu á villigötum, pólitískan rétttrúnað … og klykkir út með að segja: „En kannski skal land einmitt byggja með lygum en ekki lögum.“
Enn önnur viðbót: Ég ætti auðvitað að skrifa sér færslu um varnarræðu rökfasta karlmannsins, sem með hverju orðinu sýnir betur og betur hve honum er annt um mannorð nauðgara, en læt duga að vitna í orð hans hér: „Oðræðan um að nauðgun sé alltaf nauðgun, ekkert sé óskýrt og svo framvegis er að stórum hluta undarlegt bull sem viðgengst vegna þess að spilað er á réttlætiskennd fólks.“ Já, það er vond kennd, réttlætiskenndin. Og andskoti hart að feministar skuli stjórnast af henni. Ussususs.
Efnisorð: blogg, feminismi, Fjölmiðlar, karlmenn, Nauðganir
<< Home