Konum sagt til af þeim sem vitið hafa
Þegar feministar tala saman og einhver karl verður áheyrandi að samtölum þeirra, þá er bókað mál að fyrr eða síðar blandar hann sér í málin og segir þeim:
a) hvernig feministar þær eiga að vera
b) hvernig á að gera hlutina á réttan hátt
c) hvað þær ættu að gera við tíma sinn
d) að hann sé bara að hugsa um það sem þeim sé fyrir bestu
e) að hann sé rétti maðurinn til að segja þeim til
f) að þær séu ekki nógu umburðarlyndar, sem er augljóslega mjög slæmt
g) að þær nái ekki eyrum annarra en þeirra sem séu þeim sammála, og jafnframt að það sé stórfurðulegt að einhver sé þeim sammála
h) að honum þyki kynlíf með konum gott
i) hvernig þær geti orðið betri feministar
j) að þær séu ekki nógu skemmtilegar
k) að konunni hans eða kærustunni þyki hann frábær
l) að þær skilji ekki tölfræði
m) að konur fíli klám
n) að feminismi sé asnalegur
o) að þær séu bitrar
p) að þær séu ekki eins líkamlega sterkar og karlmenn
q) að þær ættu að skammast sín
r) að þær vilji bara alls ekki umræður eins og hann vill hafa þær
s) að þær rangtúlki alltaf allt
t) að þær snúi út úr öllu sem hann sagði
u) að þær séu ósanngjarnar
v) að þær séu of viðkvæmar
x) að þær tali aldrei um kúgun kvenna í (Írak, Afganistan, Kína, Afríkuríkjum sunnan Sahara, láglaunastörfum)
y) að þær eigi að biðjast afsökunar fyrir hönd allra kvenna sem standa í forræðis- og umgengnisdeilum
z) að hann sé sko líka feministi
þ) að hans feminismi sé hlynntur klámi
æ) að þær skammist sín bara fyrir líkama sinn
ö) að þær þurfi að stunda kynlíf oftar
Misjafnt er hvar menn ber niður í stafrófinu, sumir sleppa úr stöku staf, aðrir virðast fastir á einum stað. Svo eru til þeir sem stafrófið nær ekki yfir; þeir sem vísa í það sem einhver guð á að hafa sagt eða eru með frjálshyggju á heilanum og tuða því endalaust um frelsi allra til allra hluta (en þó helst frelsi karla til að hafa óheftan aðgang að nöktu kvenfólki). Allir eiga þeir þó það sameiginlegt að vilja þagga niður í feministum, ekki síst þeir sem sjálfir þykjast vera feministar.
a) hvernig feministar þær eiga að vera
b) hvernig á að gera hlutina á réttan hátt
c) hvað þær ættu að gera við tíma sinn
d) að hann sé bara að hugsa um það sem þeim sé fyrir bestu
e) að hann sé rétti maðurinn til að segja þeim til
f) að þær séu ekki nógu umburðarlyndar, sem er augljóslega mjög slæmt
g) að þær nái ekki eyrum annarra en þeirra sem séu þeim sammála, og jafnframt að það sé stórfurðulegt að einhver sé þeim sammála
h) að honum þyki kynlíf með konum gott
i) hvernig þær geti orðið betri feministar
j) að þær séu ekki nógu skemmtilegar
k) að konunni hans eða kærustunni þyki hann frábær
l) að þær skilji ekki tölfræði
m) að konur fíli klám
n) að feminismi sé asnalegur
o) að þær séu bitrar
p) að þær séu ekki eins líkamlega sterkar og karlmenn
q) að þær ættu að skammast sín
r) að þær vilji bara alls ekki umræður eins og hann vill hafa þær
s) að þær rangtúlki alltaf allt
t) að þær snúi út úr öllu sem hann sagði
u) að þær séu ósanngjarnar
v) að þær séu of viðkvæmar
x) að þær tali aldrei um kúgun kvenna í (Írak, Afganistan, Kína, Afríkuríkjum sunnan Sahara, láglaunastörfum)
y) að þær eigi að biðjast afsökunar fyrir hönd allra kvenna sem standa í forræðis- og umgengnisdeilum
z) að hann sé sko líka feministi
þ) að hans feminismi sé hlynntur klámi
æ) að þær skammist sín bara fyrir líkama sinn
ö) að þær þurfi að stunda kynlíf oftar
Misjafnt er hvar menn ber niður í stafrófinu, sumir sleppa úr stöku staf, aðrir virðast fastir á einum stað. Svo eru til þeir sem stafrófið nær ekki yfir; þeir sem vísa í það sem einhver guð á að hafa sagt eða eru með frjálshyggju á heilanum og tuða því endalaust um frelsi allra til allra hluta (en þó helst frelsi karla til að hafa óheftan aðgang að nöktu kvenfólki). Allir eiga þeir þó það sameiginlegt að vilja þagga niður í feministum, ekki síst þeir sem sjálfir þykjast vera feministar.
Efnisorð: feminismi, frjálshyggja, karlmenn, Klám
<< Home