Forréttindi karlmanna
Karlar kvarta stundum yfir að þeir skilji ekki hvað feministar eru að tala um að þeim sé mismunað. Þeir geta ekki betur séð en að við megum kjósa, getum menntað okkur, unnið flest störf og okkur séu í stuttu máli sagt allir vegir færir. Karlar sjá nefnilega ekki að þeir hafa forréttindi fram yfir konur og skilja því allsekki hvernig samfélagið mismunar kynjunum og með því styrkjast yfirráð karla.
Peggy McIntosh, prófessor í Wellesley háskólanum í Bandaríkjunum heldur því fram að hvítt fólk í Bandaríkjunum átti sig ekki á að rasismi er ósýnilegt kerfi sem styrki yfirráð þeirra. Það er misskilningur þeirra að rasismi sé endilega eitthvað sem ætlað er að meiða aðra. Til að útskýra þetta kerfi skrifaði McIntosh lista yfir ósýnileg forréttindi sem hvítir njóta. Listinn yfir forréttindi karla er í anda lista McIntosh og er tekinn saman af Barry Deutsch.
1. Ef ég sæki um sama starf og kona er líklegra að ég fái starfið
2. Mér hefur ekki verið innrætt að forðast að ganga einn úti í myrkri
3. Ég var líklega hvattur til að vera ákveðnari en systur mínar
4. Kjörnir fulltrúar mínir á þingi og í sveitarstjórnum eru yfirleitt kynbræður mínir
5. Ef ég veld óhappi í umferðinni eða mér gengur illa að leggja í stæði er það ekki álitið vera lýsandi dæmi um ökuhæfni allra af mínu kyni
6. Það er mjög líklegt að ég fái hærri laun en maki minn, sé það kona
7. Kynbræður mínir eru daglega á forsíðum blaðanna
8. Í fjölmiðlum er frekar talað við kynbræður mína í fréttum og fréttaskýringaþáttum, alveg sama hvert umræðuefnið er
9. Ef ég eignast ekki börn er karlmennska mín ekki dregin í efa
10. Ef ég eignast börn en sinni þeim lítið eða ekkert er það ekki álitið ónáttúrulegt
11. Ef ég sinni börnunum mínum er mér hrósað í hástert, jafnvel þótt ég geri það bara í meðallagi vel
12. Þó ég noti aldrei getnaðarvarnir er ég ekki ásakaður um léttúð og að nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn – sama hversu margar ég á að baki
13. Ég er ekki álitinn bjóða hættunni heim ef ég fer fullur uppí bíl eða í partý með ókunnugu fólki
14. Líkurnar á því að mér verði einhverntíman nauðgað eru mjög litlar
15. Það er ekki ætlast til þess af mér að ég sé undir kjörþyngd alla ævi
16. Verði annað okkar hjónanna að vera heima með börnunum finnst okkur báðum og öllum sem við þekkjum líklega eðlilegra að það sé hún sem hætti að vinna
17. Ef ég er ófríður hefur það líklega ekki afgerandi áhrif á líf mitt
18. Þegar ég var í skóla fékk ég líklega meiri athygli kennaranna heldur en stelpurnar
19. Ef ég er vonlaus í fjármálum verður kynferði mínu ekki kennt um
20. Ef ég steypi fyrirtæki á hausinn verður það ekki tekið sem dæmi um það að enginn af mínu kyni ætti að stunda atvinnurekstur
21. Fjöldi rekkjunauta minna hefur líklega ekki áhrif á hvernig fólk talar um mig eða kemur fram við mig
22. Ég er ekki álitinn óþolandi fyrir það eitt að vera ákveðinn eða hávær
23. Ef ég er geðstirður eða geri vitleysur er ég ekki spurður um hormónastarfsemi mína
24. Hæfni mín til að taka ákvarðanir er ekki dregin í efa út frá hormónastarfsemi minni
25. Flest öll trúarbrögð ganga út frá því að guð sé af mínu kyni og að hitt kynið sé mér óæðra
26. Ef ég er í gagnkynhneigðri sambúð er ólíklegt að ég verði barinn heima hjá mér
27. Fjölmiðlar leggja sig fram um að höfða til mín kynferðislega
28. Ég hef val um fatnað sem er ekki gildishlaðinn; fötin mín senda engin sérstök skilaboð til umheimsins
29. Það er ekki ætlast til þess af mér að ég eyði stórum hluta tekna minna í að halda mér til
30. Yfirleitt er miðað við mitt kyn í skrifuðum texta – „hann“
31. Starfsheiti miða við mig og kynbræður mína – „ráðherra“
32. Það er ólíklegt að ég verði fyrir kynferðislegu áreiti í vinnunni
33. Ef ég vinn sama verk og kona finnst fólki ég standa mig betur
34. Ég hef þau forréttindi að vita ómeðvitaður um forréttindi mín
[stolið úr Veru]
Peggy McIntosh, prófessor í Wellesley háskólanum í Bandaríkjunum heldur því fram að hvítt fólk í Bandaríkjunum átti sig ekki á að rasismi er ósýnilegt kerfi sem styrki yfirráð þeirra. Það er misskilningur þeirra að rasismi sé endilega eitthvað sem ætlað er að meiða aðra. Til að útskýra þetta kerfi skrifaði McIntosh lista yfir ósýnileg forréttindi sem hvítir njóta. Listinn yfir forréttindi karla er í anda lista McIntosh og er tekinn saman af Barry Deutsch.
1. Ef ég sæki um sama starf og kona er líklegra að ég fái starfið
2. Mér hefur ekki verið innrætt að forðast að ganga einn úti í myrkri
3. Ég var líklega hvattur til að vera ákveðnari en systur mínar
4. Kjörnir fulltrúar mínir á þingi og í sveitarstjórnum eru yfirleitt kynbræður mínir
5. Ef ég veld óhappi í umferðinni eða mér gengur illa að leggja í stæði er það ekki álitið vera lýsandi dæmi um ökuhæfni allra af mínu kyni
6. Það er mjög líklegt að ég fái hærri laun en maki minn, sé það kona
7. Kynbræður mínir eru daglega á forsíðum blaðanna
8. Í fjölmiðlum er frekar talað við kynbræður mína í fréttum og fréttaskýringaþáttum, alveg sama hvert umræðuefnið er
9. Ef ég eignast ekki börn er karlmennska mín ekki dregin í efa
10. Ef ég eignast börn en sinni þeim lítið eða ekkert er það ekki álitið ónáttúrulegt
11. Ef ég sinni börnunum mínum er mér hrósað í hástert, jafnvel þótt ég geri það bara í meðallagi vel
12. Þó ég noti aldrei getnaðarvarnir er ég ekki ásakaður um léttúð og að nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn – sama hversu margar ég á að baki
13. Ég er ekki álitinn bjóða hættunni heim ef ég fer fullur uppí bíl eða í partý með ókunnugu fólki
14. Líkurnar á því að mér verði einhverntíman nauðgað eru mjög litlar
15. Það er ekki ætlast til þess af mér að ég sé undir kjörþyngd alla ævi
16. Verði annað okkar hjónanna að vera heima með börnunum finnst okkur báðum og öllum sem við þekkjum líklega eðlilegra að það sé hún sem hætti að vinna
17. Ef ég er ófríður hefur það líklega ekki afgerandi áhrif á líf mitt
18. Þegar ég var í skóla fékk ég líklega meiri athygli kennaranna heldur en stelpurnar
19. Ef ég er vonlaus í fjármálum verður kynferði mínu ekki kennt um
20. Ef ég steypi fyrirtæki á hausinn verður það ekki tekið sem dæmi um það að enginn af mínu kyni ætti að stunda atvinnurekstur
21. Fjöldi rekkjunauta minna hefur líklega ekki áhrif á hvernig fólk talar um mig eða kemur fram við mig
22. Ég er ekki álitinn óþolandi fyrir það eitt að vera ákveðinn eða hávær
23. Ef ég er geðstirður eða geri vitleysur er ég ekki spurður um hormónastarfsemi mína
24. Hæfni mín til að taka ákvarðanir er ekki dregin í efa út frá hormónastarfsemi minni
25. Flest öll trúarbrögð ganga út frá því að guð sé af mínu kyni og að hitt kynið sé mér óæðra
26. Ef ég er í gagnkynhneigðri sambúð er ólíklegt að ég verði barinn heima hjá mér
27. Fjölmiðlar leggja sig fram um að höfða til mín kynferðislega
28. Ég hef val um fatnað sem er ekki gildishlaðinn; fötin mín senda engin sérstök skilaboð til umheimsins
29. Það er ekki ætlast til þess af mér að ég eyði stórum hluta tekna minna í að halda mér til
30. Yfirleitt er miðað við mitt kyn í skrifuðum texta – „hann“
31. Starfsheiti miða við mig og kynbræður mína – „ráðherra“
32. Það er ólíklegt að ég verði fyrir kynferðislegu áreiti í vinnunni
33. Ef ég vinn sama verk og kona finnst fólki ég standa mig betur
34. Ég hef þau forréttindi að vita ómeðvitaður um forréttindi mín
[stolið úr Veru]
Efnisorð: karlmenn
<< Home