mánudagur, október 30, 2006

Fimmtíu aðferðir til að koma í veg fyrir nauðganir

Nú eru miklar umræður um nauðganir. Sannarlega er illt er að vita að ráðist er á konur einar á gangi. En það er sama hve oft er bent á að flestar nauðganir verða í heimahúsum, alltaf hafa fjölmiðlar og löggan mestan áhuga á því þegar ráðist er á konur utandyra (og þá skyndilega fjalla fréttir um nauðgun en ekki ‘meinta nauðgun’). Ég hef reyndar ekki orðið vör við það hér, en það er viðtekin venja í Bandaríkjunum að senda velmeinandi tölvupósta til kvenna þar sem útskýrt er fyrir þeim hvernig þær eigi að komast hjá því að vera nauðgað. Þar efst á blaði er að vera aldrei einar á ferð í myrkri. Og svo að þær eigi ekki að drekka, klæða sig svona og hinsegin… Listinn er langur. Og þetta heyrum við svosem allar, fyrr eða síðar.

Einhverra hluta vegna eru ekki útlistaðar hegðunarreglur fyrir karlmenn til að koma í veg fyrir nauðganir. Samt er nú eins og mig minni að karlmenn eigi talsverðan þátt í nauðgunum. Það eru þeir sem framkvæma þær. Hér eru leiðbeiningar fyrir þá.

Fimmtíu aðferðir til að koma í veg fyrir að þú verðir nauðgari

1. Ekki halda að þú eigir rétt á að nauðga konu.

2. Ekki nauðga konu. Ekki nauðga karli.

3. Leitaðu þér upplýsinga um hvað nauðgun er.

4. Nauðgun er það að neyða einhvern til kynlífs með þér þegar viðkomandi vill það ekki.

5. Flestar nauðganir eru framkvæmdar af karlmönnum sem þekkja konurnar sem þeir nauðga. Ef konan sem þú neyðir til kynmaka er kærastan þín, nágranni þinn, frænka þín, systir þín eða eiginkona þín, þá er það samt NAUÐGUN.

6. Þegar einhver segir nei við þig, þýðir það að þú hefur ekki rétt til að þröngva þér upp á hana.

7. Þegar einhver ýtir þér burt eða gefur á annan hátt til kynna, með orðum eða hreyfingum að hún vilji ekki kynlíf með þér og þú þvingar hana til þess, þá er það nauðgun.

8. Ef þú sérð konu á bílastæði, ekki nauðga henni.

9. Ef þú sérð konu sem er ein á gangi að næturlagi, ekki nauðga henni.

10. Ef þú sérð konu í stuttu pilsi, ekki nauðga henni.

11. Ef þú sérð konu með sítt hár, ekki nauðga henni.

12. Ef þú sérð nakta konu ganga eftir dimmri götu klukkan fjögur að nóttu, ekki nauðga henni.

13. Ef þú sérð konu sem er ekki með piparúða sér til varnar, kann ekki karate, er óvopnuð og ekki einu sinni með regnhlíf til að halda þér í fjarlægð, þá skaltu þrátt fyrir það ekki nauðga henni.

14. Ef þú sérð konu með skilti á hausnum sem stendur skrifað á: „Ég vil kynlíf“, þá hefur þú samt ekki rétt á að þröngva henni til þess.

15. Ef þú ert í partýi og drukkin stelpa vill að þú kyssir sig og snertir sig en segir svo stopp, STOPPAÐU.

16. Ef þú ert í keleríi við stelpu og hún vill bara ganga ákveðið langt og segir svo stopp, STOPPAÐU. Ef þú stoppar ekki þá flokkast það undir nauðgun.

17. Nauðgun er glæpur, hvort sem þú ferð í fangelsi fyrir hana eða ekki, hvort sem hún var tilkynnt til lögreglu eða ekki, hvort sem þú varst sakfellur eða ekki, hvort sem einhver trúir konunni sem þú nauðgaðir eða ekki, og enda þó þú fengir verðlaunabikar fyrir allar nauðganirnar sem þú komst upp með að framkvæma, þá er nauðgun GLÆPUR. Nauðgun er glæpur gegn mannkyni og snýst meira um samvisku þína og lífsskoðanir og rétt kvenna til að lifa sem manneskjur á þessari jörð án þess að þurfa að óttast að níðst verði á líkömum þeirra en snýst minna um lög og reglur og fangelsisdóma. Ef þú ert nauðgari hefurðu níðst á rétti annarrar manneskju til að lifa. Hér er fréttatilkynning: Þú hefur ekki rétt á því. Og enginn sem þú þekkir, karl eða kona, hefur rétt á því heldur.

18. Nauðgun snýst um vald. Ekki um kynlíf. Gerðu eitthvað annað við kvenhatur þitt en að nauðga konu. Prófaðu til dæmis að lesa bók. Eða að drepa þig til að losa okkur hin við þig af plánetunni. Við höfum þá einum nauðgaranum færri til að hafa áhyggjur af.

20. Karlmenn eru það fólk sem getur stoppað nauðganir. Ekki konur. Því til staðfestingar ættirðu að kíkja á tölur um nauðganir. Nauðganir fara fram á hverri mínútu á hverjum degi í heiminum og eru sjaldnast tilkynntar þannig að tölurnar eru meira segja of lágar. Konur hafa reynt að forðast nauðganir öldum saman. ÞAÐ HEFUR EKKI VIRKAÐ.

21. Nauðgarar eyðileggja líf rétt eins og morðingjar en bara á annan hátt. Ef þú nauðgar manneskju ertu álíka ómanneskjulegur og morðingi.

22. Áður en þú ákveður að nauðga einhverri konu skaltu fara á neyðarmóttökuna og spyrja hjúkrunarfræðingana á vaktinni hve margar konur hafa komið þangað vegna nauðgana. Spurðu um hvaða aðferðir eru notaðar til að skoða konurnar og safna sönnunargögnum fyrir lögreglurannsókn, DNA sýnum og slíku. Notaðu svo nokkur ár ævi þinnar til að tala við konur sem hefur verið nauðgað og reyndu að átta þig á hve mikil áhrif það hefur haft áhrif á líf þeirra. Eftir það skaltu íhuga hvort þú viljir enn nauðga og þá um leið hvort þú sért yfirhöfuð mennskur. Ef þú ert ekki mennskur vertu þá svo vænn að kála þér áður en þú nauðgar einhverri manneskju.

23. Athugaðu að þú býrð í karlveldi og að það er eina ástæðan fyrir því að þér dettur yfirhöfuð í hug að þú hafir rétt til að nauðga konu. Athugaðu að þó svo sé HEFURÐU ALDREI RÉTT Á AÐ NAUÐGA.

24. Þú mátt vita að ef þú ert nauðgari þá eru nokkrar milljónir manna sem myndu vilja þig feigan, því við erum komnar með nóg af því að þú gangir laus. Vinsældir þínar munu minnka verulega ef einhver kemst að því að þú ert nauðgari, nema auðvitað að þú umgangist aðeins aðra nauðgara.

25. Hvort sem einhver kemst að því að þú hafir nauðgað eða ekki, ertu samt viðbjóðslegur aumingi, ógeðslegur, ómennskur og einskis virði ef þú nauðgar. Það skiptir engu þó hún segi aldrei neinum frá því, þú ert jafn sekur. Og þú situr uppi með þá staðreynd hvort sem þú hefur samvisku eða ekki.

26. Ef þú hefur ekki samvisku skaltu frekar drepa sjálfan þig en að nauðga konu.

27. Lestu vefsíður og blogg feminista í stað þess að skoða klám á netinu.

28. Haltu þig frá klámi. Flestir nauðgarar fíla klám. Það ætti að vera þér næg viðvörun.

29. Skerðu af þér hendurnar. Þú notar þær þá ekki til illra verka á meðan.

30. Skerðu af þér tittlinginn. Ég get líka gert það fyrir þig. Mér væri það sönn ánægja, ef þú ert að íhuga nauðgun.

31. Haltu þig frá konum.

32. Haltu þig frá litlum stelpum.

34. Haltu þig frá litlum strákum.

34. Haltu þig frá mannkyninu.

35. Þú ert ekki af æðra kyni, hefur aldrei verið það og verður aldrei. Konur eru jafningjar þínir og sumar konur eru klárari en þú. Svona er lífið. Sættu þig við það.

36. Sumum konum líkar ekki við þig. Við höfum rétt á því. Sjá ofangreint.

37. Stundum munu konur hafna þér. Með öðrum orðum, við viljum ekki alltaf stunda kynlíf með þér. Athugaðu að engri konu ber skylda til að stunda kynlíf með nokkrum manni, aldrei. Þú ert ekki undantekning.

38. Stundum finnst konum þú vera heimskur, þær gera grín að þér, koma illa fram við þig, reka þig úr vinnu, hlæja að þér eða neita að fara á stefnumót með þér. Konur geta gert þetta, rétt eins og karlar. Þetta þýðir ekki að þú eigir rétt á að nauðga.

39. Ef kona stundar kynlíf með þér einn daginn en neitar þér þann næsta, þá hefur hún rétt á því. Þú hefur ekki rétt á að nauðga henni.

40. Ef kona stundar kynlíf með þér en neitar að endurtaka leikinn klukkustund síðar, þá hefur hún rétt á því. Þú hefur ekki rétt á að nauðga henni.

41. Ef kona stundar mikið kynlíf og með mörgum karlmönnum og þér finnst hún vera algjör drusla, hefurðu samt ekki rétt á að nauðga henni. Konur eiga rétt á kynlífi með hverjum sem þær kjósa, hvenær og hvar sem þeim sýnist, svo framarlega það er með samþykki beggja. Rétt eins og karlar.

42. Engin kona hefur nokkurn tímann eða mun nokkurn tímann BIÐJA um að vera nauðgað. Engri konu LÍKAR VEL að láta nauðga sér. Engin kona BÝÐUR UPP Á að láta nauðga sér. Engin kona hefur nokkurn tímann ÁTT ÞAÐ SKILIÐ. Reyndu að muna það.

42. Þú átt ekki rétt á að nauðga eiginkonu þinni, dóttur þinni, barnabarni þínu, bestu vinkonu þinni, kærustu þinni, stelpunni sem þú hittir í búðinni, yfirmanni þínum, samstarfskonu þinni, nemanda þínum, kennaranum þínum, frænku þinni, nágrannakonu þinni, konunni sem þú þekkir ekki EÐA NEINNI ANNARRI. Aldrei. Púnktur.

44. Gefðu ekki út yfirlýsingar um hvernig konur geti forðast að vera nauðgað. Konum hefur aldrei tekist og mun aldrei takast að koma í veg fyrir að konum verði nauðgað, eins og við höfum þó reynt. Ástæðan er sú að það erum ekki við sem höfum tittling. Það er svo einfalt. Þú ert sá eini sem getur komið í veg fyrir að þú nauðgir mér eða einhverri annarri konu. Þú. Ekki ég. Engin kona. Þú. Þú verður að stoppa sjálfan þig af. Það er ÞITT mál. Taktu nú ábyrgð á því til tilbreytingar.

45. Stofnaðu ráðgjafar- og upplýsingamiðstöð sem hefur að markmiði að stoppa þig og aðra karlmenn í að verða nauðgarar. Aflaðu styrkja, það mun kosta heilmikla vinnu. Fáðu ráðgjafa til að vinna þar. Settu á fót vinnuhópa og einstaklingsráðgjöf. Reyndu að fá styrki til að halda starfseminni gangandi. Þetta hafa konur gert um allan heim í áratugi. Hér á landi er svona starfsemi kölluð Stígamót. Við ættum aldrei að hafa þurft á þeim að halda.

46. Þegar þú talar við karlkyns vini þína, mundu þá eftir að vara þá við því að nauðga ekki ef þeir eru að fara út seint að kvöldi eða eru að fara út með stelpu sem þeir þekkja lítið. Þetta gera konur sí og æ, þær minna vinkonur sínar á að fara varlega, vara dætur sínar við, áminna mæður sínar um aðgát, segja systrum sínum að passa sig, að læsa dyrunum, að opna ekki fyrir ókunnugum, að ganga með piparúða á sér. Við erum uppfullar af góðum ráðum til hverrar annarrar vegna ótta okkar við að vera nauðgað. Af hverju gefur þú ekki hverjum karlmanni sem þú þekkir ábendingar um hvernig á að koma í veg fyrir nauðganir?

47. Ef þú þekkir einhvern sem er nauðgari, gerðu þá eitthvað í því. Ekki láta eins og ekkert sé eða eins og þú vitir það ekki, eða að þú umberir það eða finnist það í lagi. GERÐU EITTHVAÐ, þú getur til dæmis sagt honum að hann sé ógeðslegasti fáviti sem þú hefur hitt, þú getur látið lögregluna vita, barið hann, eða sett skilti með nafninu hans á bílinn hans eða útihurðina og skrifað yfir það með stórum rauðum stöfum NAUÐGARI.

48. Ef þú ert nauðgari skaltu fara í sálfræðimeðferð í nokkur ár, helst það sem eftir er. Eða farðu í endurtekna innlögn á geðdeild, lengi í hvert sinn. Reyndu að horfast í augu við það sem þú gerðir og hvernig þú getir lifað með því. Þetta er það sem margar konur, sem hafa lent í nauðgurum eins og þér, þurfa að gera.

49. Leggðu umtalsverða fjármuni til Stígamóta. Þar sem þér hefur ekki tekist að koma í veg fyrir nauðganir þá þurfum við enn á Stígamótum að halda. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Þú gætir líka greitt sálfræðikostnað fyrir einhverja konu sem þú þekkir og hefur verið nauðgað. Þú þekkir eflaust nokkrar.

50. SENDU ÞETTA TIL HVERS EINASTA KARLMANNS SEM ÞÚ ÞEKKIR, hversu ungur eða gamall sem hann er. Og næst þegar þú heyrir ráðleggingar til kvenna um hvernig þær eigi að forðast að vera nauðgað, þá skaltu ekki taka undir eða áframsenda tölvupóst um slíkt. Spáðu í hvað þú hefur heyrt þær oft en hinsvegar hefurðu kannski ekki fyrr heyrt karlmönnum ráðlagt hvernig eigi að stoppa nauðganir.

[Stolið og staðfært að hætti hússins]

Efnisorð: ,