Stelpur drepnar
Stundum gerist það að einhver nær að summa upp allt það sem ég hef verið að hugsa (og hugsa um að blogga) og þá er ekki annað hægt en láta eins og ég hafi skrifað það sjálf. Ég þýddi því eftirfarandi í snarhasti og sleppti úr ýmsu sem krefst þess að lesendur gjörþekki bandaríska fjölmiðlun og umfjöllunarefni þar vestra. (Ég stal þessu semsagt úr New York Times.)
...
Nýlega voru gerðar skotárásir á nemendur í tveimur skólum í Bandaríkjunum, annarsvegar í barnaskóla Amish fólks í Pennsylvaníu og hinsvegar í menntaskóla (Platte Canyon high scool) í Bailey Colorado. Í báðum tilvikum aðskildu morðingjarnir stelpur frá strákum og réðust svo eingöngu á stelpurnar.
Í Amish skólanum var skotið á tíu stelpur og fimm þeirra dóu. Í Colorado dó ein stelpa, fimm lifðu af, þær höfðu allar verið beittar kynferðisofbeldi.
Mikil fjölmiðlaumfjöllun var um þessi mál en lítið var um það fjallað að aðeins var ráðist á stelpur. Ímyndið ykkur að vopnaður maður hefði farið inn í skóla og skipt krökkunum eftir kynþætti eða trú, og skotið svo svörtu krakkana. Eða bara hvítu krakkana. Eða bara gyðingana.
Það hefði allt orðið vitlaust. Þjóðin hefði fyrst hrokkið í kút af hryllingi og sett svo í gang átak til að koma í veg fyrir að fordómar gætu birst með svo ógnvekjandi hætti. Og enginn hefði velkst í vafa um að árásin væri glæpur sprottinn af hatri.
Ekkert slíkt gerðist nú vegna þess að þetta voru bara stelpur, og við erum orðin svo vön að búa í samfélagi sem er gegnsósa af kvenhatri að ofbeldi gegn konum er viðtekin staðreynd. Frásagnir af nauðgunum, morðum og misþyrmingum á konum á öllum aldri eru uppistaða frétta og jafn kunnuglegar og veðurfregnir. Það sem þótti ógnvekjandi við árásina í Pennsylvaníu var að þessi hræðilegi atburður átti sér stað í skóla Amish fólksins, ekki að stelpur voru fórnarlömbin.
Meðferðin á konum, svo niðurlægjandi sem hún er og sýnir hve konur eru fyrirlitnar og lítilsvirtar er svo algeng að hún er nánast hætt að sjokkera okkur. Karlmenn á íþróttakappleikjum og öðrum stöðum þar sem fjöldi fólks er saman kominn hafa óhikað kyrjað í kór að nærstaddar konur eigi að bera á sér brjóstin fyrir þá. Auglýsingar sýna konur sem kynlífsviðföng og eiga þær þannig að lokka karlmenn til viðskipta. Auglýsingatextar eru tvíræðir og eiga að höfða til karla. Í auglýsingu fyrir rakakrem er andlit konu sýnt og kreminu hefur verið slett á það þannig að minnir á hápunkt klámmynda; þegar karlar sprauta sæði yfir andlit kvenna.
Við stöndum frammi fyrir vandamáli. Konur verða fyrir ótrúlega miklu ofbeldi á degi hverjum og það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að frásagnir af því virka örvandi á stóran hluta fólks.
Á nokkurra mínútna fresti er ráðist á stelpu eða konu í Bandaríkjunum og hún beitt kynferðisofbeldi. Engin hefur tölu á fjölda þeirra kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi. Við erum öll viðriðin þetta blóðbað því þetta endalausa ofbeldi gegn konum á öllum aldri er nátengt þeim almenna vilja meðal þjóðarinnar að líta fyrst og fremst á konur sem kynlífsviðföng – viðtökutæki – en aldrei sem jafningja karla.
Klám hefur breiðst út eins og eldur í sinu meðal almennings. Þeir sem horfa á klám eru ekki lengur vandræðalegir menn í regnfrökkum sem laumast á fámennar sýningar bíóhúsa. Nú getur Hr. Ábyrgur Borgari komið heim til sín, sest við tölvuna og tengst samstundis við klámiðnað sem veltir 7 milljörðum bandaríkjadala á ári. Hann getur hindrunarlaust fengið sitt kikk út úr því að horfa á raunverulegar konur barðar og misnotaðar kynferðislega á síðum sem heita „Jómfrúnni nauðgað“ og „Harkalegt kynlíf“.
Og svo er það rappið og vídeóleikirnir þar sem markmiðið er að meiða konur, melludólgadýrkunin og svo má lengi telja. Það er mikill misskilningur að halda að þetta snúist allt um grín og gaman. Þetta er allt órjúfanlegur þáttur í kvenhatri sem birtist í öfgafullri mynd í litlu skólahúsi í rólegri sveit í Pennsylvaníu.
...
Nýlega voru gerðar skotárásir á nemendur í tveimur skólum í Bandaríkjunum, annarsvegar í barnaskóla Amish fólks í Pennsylvaníu og hinsvegar í menntaskóla (Platte Canyon high scool) í Bailey Colorado. Í báðum tilvikum aðskildu morðingjarnir stelpur frá strákum og réðust svo eingöngu á stelpurnar.
Í Amish skólanum var skotið á tíu stelpur og fimm þeirra dóu. Í Colorado dó ein stelpa, fimm lifðu af, þær höfðu allar verið beittar kynferðisofbeldi.
Mikil fjölmiðlaumfjöllun var um þessi mál en lítið var um það fjallað að aðeins var ráðist á stelpur. Ímyndið ykkur að vopnaður maður hefði farið inn í skóla og skipt krökkunum eftir kynþætti eða trú, og skotið svo svörtu krakkana. Eða bara hvítu krakkana. Eða bara gyðingana.
Það hefði allt orðið vitlaust. Þjóðin hefði fyrst hrokkið í kút af hryllingi og sett svo í gang átak til að koma í veg fyrir að fordómar gætu birst með svo ógnvekjandi hætti. Og enginn hefði velkst í vafa um að árásin væri glæpur sprottinn af hatri.
Ekkert slíkt gerðist nú vegna þess að þetta voru bara stelpur, og við erum orðin svo vön að búa í samfélagi sem er gegnsósa af kvenhatri að ofbeldi gegn konum er viðtekin staðreynd. Frásagnir af nauðgunum, morðum og misþyrmingum á konum á öllum aldri eru uppistaða frétta og jafn kunnuglegar og veðurfregnir. Það sem þótti ógnvekjandi við árásina í Pennsylvaníu var að þessi hræðilegi atburður átti sér stað í skóla Amish fólksins, ekki að stelpur voru fórnarlömbin.
Meðferðin á konum, svo niðurlægjandi sem hún er og sýnir hve konur eru fyrirlitnar og lítilsvirtar er svo algeng að hún er nánast hætt að sjokkera okkur. Karlmenn á íþróttakappleikjum og öðrum stöðum þar sem fjöldi fólks er saman kominn hafa óhikað kyrjað í kór að nærstaddar konur eigi að bera á sér brjóstin fyrir þá. Auglýsingar sýna konur sem kynlífsviðföng og eiga þær þannig að lokka karlmenn til viðskipta. Auglýsingatextar eru tvíræðir og eiga að höfða til karla. Í auglýsingu fyrir rakakrem er andlit konu sýnt og kreminu hefur verið slett á það þannig að minnir á hápunkt klámmynda; þegar karlar sprauta sæði yfir andlit kvenna.
Við stöndum frammi fyrir vandamáli. Konur verða fyrir ótrúlega miklu ofbeldi á degi hverjum og það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að frásagnir af því virka örvandi á stóran hluta fólks.
Á nokkurra mínútna fresti er ráðist á stelpu eða konu í Bandaríkjunum og hún beitt kynferðisofbeldi. Engin hefur tölu á fjölda þeirra kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi. Við erum öll viðriðin þetta blóðbað því þetta endalausa ofbeldi gegn konum á öllum aldri er nátengt þeim almenna vilja meðal þjóðarinnar að líta fyrst og fremst á konur sem kynlífsviðföng – viðtökutæki – en aldrei sem jafningja karla.
Klám hefur breiðst út eins og eldur í sinu meðal almennings. Þeir sem horfa á klám eru ekki lengur vandræðalegir menn í regnfrökkum sem laumast á fámennar sýningar bíóhúsa. Nú getur Hr. Ábyrgur Borgari komið heim til sín, sest við tölvuna og tengst samstundis við klámiðnað sem veltir 7 milljörðum bandaríkjadala á ári. Hann getur hindrunarlaust fengið sitt kikk út úr því að horfa á raunverulegar konur barðar og misnotaðar kynferðislega á síðum sem heita „Jómfrúnni nauðgað“ og „Harkalegt kynlíf“.
Og svo er það rappið og vídeóleikirnir þar sem markmiðið er að meiða konur, melludólgadýrkunin og svo má lengi telja. Það er mikill misskilningur að halda að þetta snúist allt um grín og gaman. Þetta er allt órjúfanlegur þáttur í kvenhatri sem birtist í öfgafullri mynd í litlu skólahúsi í rólegri sveit í Pennsylvaníu.
Efnisorð: Fjölmiðlar, Klám, ofbeldi
<< Home