Ólöglegir karlmenn í Evrópu
Þátturinn í Sjónvarpinu um ólöglega innflytjendur í Evrópu var fróðlegur. Margt kom þar fram sem ég vissi ekki, t.a.m. að yfirvöld gera í raun ekki þær ráðstafanir sem kjósendum er talin trú um að séu til að stemma stigu við fjölda ólöglegra innflytjenda, þeirra er ekki leitað eða þeir sendir úr landi því þeir eru einfaldlega of verðmætir fyrir hagkerfið.
Nú er ég ekki ein þeirra sem hef óbeit á innflytjendum og gildir þá einu með hvaða hætti þeir koma til Evrópu. Helst vildi ég að þeir væru allir boðnir velkomnir. Lágmark þykir mér að taka flóttamenn sem sækja um hæli alvarlega og gera þá allsekki afturreka (eins og tíðkast hefur hér í tíð Björns Bjarnasonar).
Þó þátturinn hafi verið upplýsandi á ýmsan hátt þá fannst mér áberandi það sem ekki var talað um. Því hvergi var minnst á örlög fjölmargra kvenna sem smyglað er til Evrópu og ýmist eru seldar beint í vændi eða lenda í því eftir einhverja dvöl. Þessi þáttur átti örugglega ekki að vera um mansal, en hefði ekki mátt rétt aðeins minnast á það? Og allar þær konur sem vinna ólöglega og beittar eru kynferðisofbeldi af vinnuveitendum eða leigusölum, sem vita að þær geta aldrei kært, var ekki tilefni til að ræða það? Hefur það eitthvað með það að gera að þátturinn er danskur og þar á bæ virðist sem mönnum þyki vændi og klám svo fínt og sjálfsagt að það megi nú ekki tala um það sem hluta af einhverju vandamáli? Eða kannski er áþján kvenna bara ekki áhugamál þáttagerðarmanna. Æ, greyin, þeir hafa í öðru að snúast.
Reyndar var lítið fjallað um hvernig ólöglegir innflytjendur eru pískaðir áfram og búa við hörmuleg kjör – jú, það var sýnt hvað þeir bjuggu þröngt gróðurhúsaverkamennirnir á Spáni og kannski mátti taka það sem alhæfingu um að svona væri þetta víðar, en það var ekkert talað um langan vinnudag, svik á launagreiðslum eða neitt slíkt. Skeljatínslufólkið í Bretlandi virkaði meira eins og „svona getur illa farið ef menn skilja ekki velviljaða heimamenn“ heldur en áminning um að fjölda fólks finnst réttlætanlegt að koma fram við erlent vinnuafl eins og líf þeirra og heilsa skipti ekki máli.
Hann var samt ágætur kallinn (prófessor?) sem talað var við og sagði að nær væri að byrja á atvinnurekendunum en ráðast á innflytjendurna. Franco Frattini, varaforseti Evrópusambandsins var afturámóti fáviti.
Nú er ég ekki ein þeirra sem hef óbeit á innflytjendum og gildir þá einu með hvaða hætti þeir koma til Evrópu. Helst vildi ég að þeir væru allir boðnir velkomnir. Lágmark þykir mér að taka flóttamenn sem sækja um hæli alvarlega og gera þá allsekki afturreka (eins og tíðkast hefur hér í tíð Björns Bjarnasonar).
Þó þátturinn hafi verið upplýsandi á ýmsan hátt þá fannst mér áberandi það sem ekki var talað um. Því hvergi var minnst á örlög fjölmargra kvenna sem smyglað er til Evrópu og ýmist eru seldar beint í vændi eða lenda í því eftir einhverja dvöl. Þessi þáttur átti örugglega ekki að vera um mansal, en hefði ekki mátt rétt aðeins minnast á það? Og allar þær konur sem vinna ólöglega og beittar eru kynferðisofbeldi af vinnuveitendum eða leigusölum, sem vita að þær geta aldrei kært, var ekki tilefni til að ræða það? Hefur það eitthvað með það að gera að þátturinn er danskur og þar á bæ virðist sem mönnum þyki vændi og klám svo fínt og sjálfsagt að það megi nú ekki tala um það sem hluta af einhverju vandamáli? Eða kannski er áþján kvenna bara ekki áhugamál þáttagerðarmanna. Æ, greyin, þeir hafa í öðru að snúast.
Reyndar var lítið fjallað um hvernig ólöglegir innflytjendur eru pískaðir áfram og búa við hörmuleg kjör – jú, það var sýnt hvað þeir bjuggu þröngt gróðurhúsaverkamennirnir á Spáni og kannski mátti taka það sem alhæfingu um að svona væri þetta víðar, en það var ekkert talað um langan vinnudag, svik á launagreiðslum eða neitt slíkt. Skeljatínslufólkið í Bretlandi virkaði meira eins og „svona getur illa farið ef menn skilja ekki velviljaða heimamenn“ heldur en áminning um að fjölda fólks finnst réttlætanlegt að koma fram við erlent vinnuafl eins og líf þeirra og heilsa skipti ekki máli.
Hann var samt ágætur kallinn (prófessor?) sem talað var við og sagði að nær væri að byrja á atvinnurekendunum en ráðast á innflytjendurna. Franco Frattini, varaforseti Evrópusambandsins var afturámóti fáviti.
Efnisorð: Innflytjendamál, Verkalýður
<< Home