Fellur aldrei verk úr hendi – enda velættaður kvótabraskari úr Versló
Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar ég les viðtöl við ‘athafnamenn’ eða aðra ríkisbubba sem samfélagið hefur velþóknun á. Þegar þeir rekja feril sinn á toppinn leggja þeir alltaf áherslu á að þeir séu vinnusamir og hafi unnið hörðum höndum og því hafi þeir náð svona langt.
Það er bara svo skrýtið að það eru fjöldamörg önnur sem líka vinna eins og skepnur og hafa þó ekki ofurlaun upp úr krafsinu. Eða vinna fiskverkakonur ekki langan vinnudag – og við talsvert verri aðstæður en milljarðamæringarnir? Og saumakonur í þrælabúðum í Asíu sem leggja dag og nótt við að búa til lúxusvarning handa okkur, ættu þær ekki þá líka að eiga hver sína einkaþotuna?
Til að komast langt í viðskiptum þarf a.m.k. eitt af þessu þrennu:
1) Hafa fæðst inn í rétta ætt.
Fjölmargir efnamenn hafa auðgast vegna fjölskyldutengsla eða jafnvel erft fyrirtæki sín. Og er ekki merkilegt að fyrirtæki, rétt eins og aðalstign og ættarnöfn ganga alltaf í karllegg? Gæti hugsanlega verið að einhver væri skilin útundan í því dæmi?
2) Komast í réttar aðstæður.
Í samanburði við flesta í heiminum erum við hér á Íslandi í réttum aðstæðum: við hljótum ókeypis grunnmenntun og eitt er látið yfir alla ganga. En auk þess er afar heppilegt að þekkja rétta fólkið, ganga í rétta skólann og félagasamtök (t.d. frímúrara) eða vera í réttum flokki (þetta þarfnast ekki útskýringar). Slík tengsl fljóta mönnum mjög langt og hefur ekkert með vinnusemi að gera. Menn fá heilu bankana á silfurfati séu þeir réttu megin í pólitík.
3) Ófyrirleitni.
Þetta held ég að einkenni flesta þá sem ‘komast áfram af eigin rammleik’. Þeir borga starfsmönnum sínum eins lág laun og þeir komast upp með, reka fjölda starfsmanna til hagræðingar og eru til í að svíkja, stela og pretta svo framarlega sem þeir græði sjálfir. Og það gera þeir. Það er nefnilega ábatasamt að koma fram við fólk eins og skepnur (það þarf ekki að vera Geiri í Goldfinger til þess – þó hann sé gott dæmi – sumir gera það með ísmeygilegri hætti og virka næs). Sumir verslunareigendur ráða bara óharðnaða unglinga til vinnu og/eða segja starfsmönnum upp sem eru u.þ.b. að skríða yfir einhver mörk á launatöxtum. (Heldur einhver að Hagkaup hafi svona mikið af fötluðum í vinnu af gæsku einni saman? Ætli það sé nú ekki frekar vegna þess að það er hægt að halda þeim niðri í launum.) Aðrir segja upp fólki rétt áður en það á að fara á eftirlaun eða í fæðingarorlof. Og hvað með þá sem braska með kvótann og hafa með einni undirskrift lagt heilu byggðirnar í eyði? Bara til að græða sjálfir, skítt með annað fólk.
Það versta er auðvitað að í kapitalísku þjóðfélagi er þetta bara álitið gott og gilt og ‘hver er sjálfum sér næstur’ hugsunarhátturinn blífur. Sumir líta í alvöru upp til svona manna. Og fjölmiðlar hampa þeim.
Það er semsé ekki bara leti og ómennska sem veldur því að hinar venjulegu vinnandi konur efnast ekki. Heldur hafa þær ekki tækifæri til þess (það sama má segja um stærsta hluta jarðarbúa), hvað þá heldur að þeim geðjist aðferðir þeirra sem hagnast á striti annarra og láta sér fátt um finnast. Venjulegu fólki finnst þetta bara klikk.
(Jújú, svo eru kannski einhverjir bara heppnir, rata á réttu aðferðina við eitthvað og græða feitt. En ég var ekki að tala um þá hvorteðer. Ég minntist heldur ekkert á frjálshyggjupostula - og var ég þó m.a. að tala um þá.)
Það er bara svo skrýtið að það eru fjöldamörg önnur sem líka vinna eins og skepnur og hafa þó ekki ofurlaun upp úr krafsinu. Eða vinna fiskverkakonur ekki langan vinnudag – og við talsvert verri aðstæður en milljarðamæringarnir? Og saumakonur í þrælabúðum í Asíu sem leggja dag og nótt við að búa til lúxusvarning handa okkur, ættu þær ekki þá líka að eiga hver sína einkaþotuna?
Til að komast langt í viðskiptum þarf a.m.k. eitt af þessu þrennu:
1) Hafa fæðst inn í rétta ætt.
Fjölmargir efnamenn hafa auðgast vegna fjölskyldutengsla eða jafnvel erft fyrirtæki sín. Og er ekki merkilegt að fyrirtæki, rétt eins og aðalstign og ættarnöfn ganga alltaf í karllegg? Gæti hugsanlega verið að einhver væri skilin útundan í því dæmi?
2) Komast í réttar aðstæður.
Í samanburði við flesta í heiminum erum við hér á Íslandi í réttum aðstæðum: við hljótum ókeypis grunnmenntun og eitt er látið yfir alla ganga. En auk þess er afar heppilegt að þekkja rétta fólkið, ganga í rétta skólann og félagasamtök (t.d. frímúrara) eða vera í réttum flokki (þetta þarfnast ekki útskýringar). Slík tengsl fljóta mönnum mjög langt og hefur ekkert með vinnusemi að gera. Menn fá heilu bankana á silfurfati séu þeir réttu megin í pólitík.
3) Ófyrirleitni.
Þetta held ég að einkenni flesta þá sem ‘komast áfram af eigin rammleik’. Þeir borga starfsmönnum sínum eins lág laun og þeir komast upp með, reka fjölda starfsmanna til hagræðingar og eru til í að svíkja, stela og pretta svo framarlega sem þeir græði sjálfir. Og það gera þeir. Það er nefnilega ábatasamt að koma fram við fólk eins og skepnur (það þarf ekki að vera Geiri í Goldfinger til þess – þó hann sé gott dæmi – sumir gera það með ísmeygilegri hætti og virka næs). Sumir verslunareigendur ráða bara óharðnaða unglinga til vinnu og/eða segja starfsmönnum upp sem eru u.þ.b. að skríða yfir einhver mörk á launatöxtum. (Heldur einhver að Hagkaup hafi svona mikið af fötluðum í vinnu af gæsku einni saman? Ætli það sé nú ekki frekar vegna þess að það er hægt að halda þeim niðri í launum.) Aðrir segja upp fólki rétt áður en það á að fara á eftirlaun eða í fæðingarorlof. Og hvað með þá sem braska með kvótann og hafa með einni undirskrift lagt heilu byggðirnar í eyði? Bara til að græða sjálfir, skítt með annað fólk.
Það versta er auðvitað að í kapitalísku þjóðfélagi er þetta bara álitið gott og gilt og ‘hver er sjálfum sér næstur’ hugsunarhátturinn blífur. Sumir líta í alvöru upp til svona manna. Og fjölmiðlar hampa þeim.
Það er semsé ekki bara leti og ómennska sem veldur því að hinar venjulegu vinnandi konur efnast ekki. Heldur hafa þær ekki tækifæri til þess (það sama má segja um stærsta hluta jarðarbúa), hvað þá heldur að þeim geðjist aðferðir þeirra sem hagnast á striti annarra og láta sér fátt um finnast. Venjulegu fólki finnst þetta bara klikk.
(Jújú, svo eru kannski einhverjir bara heppnir, rata á réttu aðferðina við eitthvað og græða feitt. En ég var ekki að tala um þá hvorteðer. Ég minntist heldur ekkert á frjálshyggjupostula - og var ég þó m.a. að tala um þá.)
Efnisorð: frjálshyggja, Verkalýður
<< Home