Gláp
Ég man þegar ég heyrði í fyrsta sinn karlmann segja frá því að þegar hann mætir ókunnugu kvenfólki á götu þá veltir hann fyrir sér hvernig sé að sofa hjá þeim. Ég varð algerlega forviða. Mér hafði aldrei dottið í hug að einhver hugsaði svona. Og í fyrsta sinn áttaði ég mig á því hvað það er sem karlmenn hugsa þegar þeir glápa á konur. (Ég hafði haldið að þeir væru ‘bara’ að tékka á hver væri með stærstu brjóstin, eins og það sé nú ekki nógu slæmt.)
Næst þegar ég sá karlmann stara á rassinn á konu sem stóð rétt hjá þar sem hann sat, þá velti ég fyrir mér hvort hann væri að hugsa um kynlíf með henni. Og mér óaði við því hve oft hefði líklega verið horft á mig með þessum hætti.
Hvernig stendur á því að karlmenn leyfa sér að hugsa svona um konur sem hafa það eitt til saka unnið að ramba innfyrir sjónsvið þeirra? (Ekki að mér þætti skárra að vita að þeir hugsi svoleiðis um konur sem þeir þekkja.) Aldrei nokkurntíman hef ég skoðað karlmann með kynlífshæfileika hans í huga eða hvernig hann líti út nakinn. Aldrei. Ætli það sé enginn karlmaður sem ekki gerir það?
Og er það rétt, sem mér er líka sagt, að þeir frói sér yfir þessum hugsunum sínum? Ætli þeim myndi verða bylt við að vita að það er til fólk sem er ekki með kynlífsóra um bláókunnugt fólk?
Þar sem líkamar kvenna eru ekki vandamálið þá finnst mér ekki að konur þurfi að ganga í búrku til að forða okkur frá þessu ógeðfellda glápi. En ætli það dugi að biðja karlmenn kurteislega um að hætta þessu?
Næst þegar ég sá karlmann stara á rassinn á konu sem stóð rétt hjá þar sem hann sat, þá velti ég fyrir mér hvort hann væri að hugsa um kynlíf með henni. Og mér óaði við því hve oft hefði líklega verið horft á mig með þessum hætti.
Hvernig stendur á því að karlmenn leyfa sér að hugsa svona um konur sem hafa það eitt til saka unnið að ramba innfyrir sjónsvið þeirra? (Ekki að mér þætti skárra að vita að þeir hugsi svoleiðis um konur sem þeir þekkja.) Aldrei nokkurntíman hef ég skoðað karlmann með kynlífshæfileika hans í huga eða hvernig hann líti út nakinn. Aldrei. Ætli það sé enginn karlmaður sem ekki gerir það?
Og er það rétt, sem mér er líka sagt, að þeir frói sér yfir þessum hugsunum sínum? Ætli þeim myndi verða bylt við að vita að það er til fólk sem er ekki með kynlífsóra um bláókunnugt fólk?
Þar sem líkamar kvenna eru ekki vandamálið þá finnst mér ekki að konur þurfi að ganga í búrku til að forða okkur frá þessu ógeðfellda glápi. En ætli það dugi að biðja karlmenn kurteislega um að hætta þessu?
Efnisorð: karlmenn
<< Home