fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ísland fyrir Íslendinga kjaftæðið (dulbúni rasisminn)

Ég man hér um árið, eftir að upp hafði komist um Árna Johnsen, að hann sagði frá því fjölmiðlum að hann hefði allstaðar mætt hlýju og stuðningi, hvar sem hann kæmi, eftir að málið komst í hámæli. Þá nagaði ég mig í handarbökin. Ég hafði nefnilega rekist á hann í búð og urrað hljóðlega með sjálfri mér, en þar sem ég taldi mig vera venjulega siðaða manneskju þá var ég ekki að æða uppað honum til að láta hann fá það óþvegið, bara vegna þess að ég var stödd á sömu fermetrunum og hann. Partur af því var líklega sú skoðun mín að ‘fræga fólkið’ eigi að fá að vera í friði fyrir okkur hinum. En nú notaði hann semsagt hógværð og kurteisi mína gegn mér (og ég er handviss um að fleira fólk stillti sig um að ráðast á hann þar sem hann kom) og túlkaði það hreinlega sem stuðning við sig.

Ég mun ekki gera sömu mistökin ef ég rekst á Magnús Þór Hafsteinsson, eða aðra þingmenn Frjálslynda flokksins. Það eina sem ég er ekki búin að gera upp við mig er hvort ég muni sparka eða hrækja.

Efnisorð: ,