miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Ég þarf ekki að sjá það til að vita hvað er á seyði

Litlar stelpur eru dregnar afsíðis og þær umskornar. Ég þarf ekki að hafa verið viðstödd slíka athöfn til að vita að hvað mér finnst um það.

Litlar stelpur sæta sifjaspellum á heimilum sínum af hendi feðra sinna. Ég þarf ekki að vera sjónarvottur til að vita hvað mér finnst um það.

Konur sýna og selja líkama sinn á nektardansstöðum. Ég þarf ekki að borga mig inn til að vita hvað þar fer fram og hvað mér finnst um það.

Klámefni er afar fjölbreytilegt á netinu. Ég þarf ekki að skoða klám til að vita hvað mér finnst um það.

Leiklistarnemi tekur þátt í hópverkefni með þremur einstaklingum af því kyni sem horfir mest á klám, beitir hennar kyn ofbeldi á allan hugsanlegan og óhugsanlegan máta, og þeir þykjast vera að gagnrýna það með því að endurtaka það á hennar skrokki. Ég þarf ekki að hafa verið viðstödd til að vita hvað mér finnst um það.

Efnisorð: ,