sunnudagur, desember 17, 2006

Karlar sem skoða klám og konurnar sem elska þá

- Varúð, eftirfarandi bloggfærsla getur hrundið af stað óþægilegum hugrenningatengslum -

Margar konur þekkja þá tilfinningu að finna grunsemdir sínar vakna þar til að þær yfirstíga skynsemisröddina sem segir þeim að ganga ekki að tölvunni, fletta upp „History“ og athuga hvað maki þeirra hefur verið að skoða á netinu. Þær vita hvað þær munu finna en vilja samt fá staðfestingu. Hræddar, en fullar sannfæringar þeirrar sem þarf að fá fullvissu þá setjast þær við tölvuna.

Margar ykkar muna hvernig þeim leið þegar þær sáu hvað mennirnir í lífi þeirra vilja sjá, mennirnir sem þær hlæja með, elskast með. „Teen sluts.“ Og með hnút í maganum og óbragð í munni þá grafa þær dýpra í tölvuna til að sjá allt ógeðið.

Maðurinn sem þú kúrir við upp við á morgnana hefur smekk fyrir „tight whores“ og „shaved cunts“ og þú finnur óttann breytast í reiði. Þú hélst að þú þekktir manninn þinn en þú vissir þetta ekki. Þér verður óglatt þegar þú horfir á börnin þín og tölvuskjáinn til skiptis, þar sem stendur „Teen whores“. Þér finnst þú hafa tapað áttum þegar maðurinn sem þú hélst að þú þekktir hefur breyst í skrímsli og þú verður reiðari með hverri mínútunni.

Kannski fylgdirðu einhverjum af slóðunum sem hann skildi eftir sig, bara til að vera viss um hvernig myndir fylgdu þessum ógeðslegu orðum, enda þótt þú vissir svosem alveg hvernig þær yrðu. En þú vildir sjá það sem hann sá, vildir sjá hvað það væri sem honum þótti svona frábært og skemmtilegt og veitti honum svona mikla ánægju.

Kannski gerðir þú eins og ég og barst þetta upp á hann þegar hann kom heim. Kannski prentaðir þú út myndir af „hot virgin teens“ og sendir í pósti til foreldra hans með bréfi sem útskýrði fyrir þeim hvað sonur þeirra hafi fyrir stafni. Kannski sagðirðu honum að þú hefðir sent þeim myndirnar þegar hann kom heim og sagðir: „Ef það er svona mikið allt í lagi með það sem þú gerir og þessar myndir þínar, afhverju ertu þá svona reiður?“

Þetta er ein þeirra hliða á klámi sem karlmenn sjá ekki. Sársaukann í andliti kvenna, ringulreiðina í tilfinningalífi þeirra og áfallið sem þær verða fyrir þegar þær átta sig á hvað eiginmanninum eða kærastanum finnst í raun og veru um konur, systur þeirra, dætur og mæður. Það er sú hlið sem karlmenn líta fram hjá og hlæja að og segja að sé ‘fáránleg.’ Þeir segja við sjálfa sig að eiginkona þeirra eða kærasta sé bara ‘afbrýðisöm’, ‘öfundsjúk’ eða ‘óörugg’ því þeim finnst sjálfum svo auðvelt að trúa því.

Konur sem hata klám eru ekki afbrýðisamar, öfundsjúkar eða óöruggar. Konur sem hata klám eru hræddar. Þær eru hræddar við það sem þær sáu, þær eru hræddar um að þú komir með það inn í samband ykkar. Þær eru hræddar við að sjá að maðurinn sem þær héldu að þær þekktu, sem þær elskuðu og treystu, virðist líta svo á að kona sem sýnir öll merki sársauka við það að henni er riðið í rass, sé kynferðislega örvandi. Þær eru hræddar um að áhugi hans á „hottt teens“ muni snúast að 12 ára gamalli dóttur þeirra.

Konur sem hata klám eru konur sem þykir vænt um allar konur eins og sjálfar sig. Þær finna til verndartilfinningar gagnvart þeim eins og börnum sínum og öðrum sem þeim þykir vænt um. Að sjá inn í hugskot karlmannanna sem við kjósum að eyða ævinni með er ógnvekjandi. Það er álíka og heyra hann segja við bestu vinkonu þína: „Mér hefur aldrei líkað við þig og mér hefur alltaf fundist þú vera ógeðsleg. Ég fæ gríðarlega mikið út úr tilhugsuninni um að sjá þig pínda og kveljast rosalega.“

Hættu að ljúga að sjálfum þér og reyndu að skilja að konur eru hræddar. Þeim óar við því sem þú í rauninni vilt.

[stolið að hætti hússins]

Efnisorð: ,