sunnudagur, janúar 21, 2007

Endalaus barátta

Öfugt við marga bloggara, sem oft byrja færslur á að segja að þau hafi ekkert að segja eða hafi ekki skrifað lengi því þeim liggi ekkert á hjarta, þá skrifa ég sjaldan því ég veit ekki hvar ég á að byrja. Því miður er það svo að af nógu er að taka, endalaust er verið að kúga konur og meiða, níðast á þeim eða níða niður á einhvern hátt. Þegar ég svo ákveð að ráðast í verkið ligg ég örmagna eftir, þessvegna þarf ég að safna kröftum á milli. Ástæðan er semsé ekki sú að ég hugsi ekki feminíska hugsun nema endrum og sinnum eða telji mig ekkert hafa fram að færa. Öðru nær.

Efnisorð: ,