þriðjudagur, júní 07, 2011

Harmræn hetja

Þær eru dramatískar lýsingarnar á hinum ofsótta en hugumprúða Geir sem óhræddur gekk rakleitt að Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og heilsaði henni með handabandi. Ég kikna í hnjánum af karlmennsku hans!

Sú málsvörn að landsdómur sé pólitískt skipaður og þetta séu þarafleiðandi pólitískar ofsóknir er líka svo snjall að mig sundlar; ef skipaður hefði verið annar landsdómur þá hefði það auðvitað líka verið pólitísk skipun og pólitísk aðför, hvernig sem dæminu hefði verið snúið hefði það verið af illgjörnum pólitískum hvötum. Allt sem Steingrímur Joð hefur sagt eru líka pólitískar ofsóknir og aftökur; það að segja almenningi að menn verði látnir svara til saka er nánast pólitísk aftaka, hvorki meira né minna. Og Geir svona líka ofboðslega ofsóttur, þessi efnilegi og saklausi drengur.

Ó, hvað þetta er allt harmrænt!

Efnisorð: , ,