þriðjudagur, júní 21, 2011

Tíu pistlar í tilefni (gær)dagsins

Það ætlar að verða árviss viðburður að ég gleymi bloggafmælinu. Í gær voru semsagt fimm ár síðan ég byrjaði að skrifa hér.

Fyrr í mánuðinum rifjaðist þó upp fyrir mér að það liði að þessum tímamótum. Ég ákvað að minnast afmælisins með því að birta pistil um bleikt.is en þegar ég til kom þá gat ég ekki beðið og birti pistilinn um leið og hann var tilbúinn. Hann varð reyndar lengri en til stóð og var því birtur í nokkrum pörtum. Og svo gleymdi ég afmælinu þar til núna áðan.

Ég hef áður byrjað að skrifa pistil sem varð að pistlaröð. Ég held reyndar að það hafi verið tilviljun að birtinguna bar upp á árs afmæli bloggsins, ég hafi fyrst og fremst verið að einblína á kvenréttindadaginn annarsvegar og bregðast við umræðu í samfélaginu hinsvegar. Þá leysti ég málið reyndar öðruvísi en með bleikt.is röðina því að fyrsti pistillinn var birtur á 19. júní en allir pistlarnir níu sem fylgdu í kjölfarið voru birtir daginn eftir. Þar sem ég á afmæli og má gera það sem ég vil ætla ég að setja tengla á þá hér, hvern fyrir sig.

Öfugt við bleikt.is pistlana þá sýnist mér engu skipta í hvaða röð þessir eru lesnir að undanskildum þeim fyrsta sem ég setti hér efst, hann er einskonar formáli að hinum.

Réttur kvenna til að eyða fóstri

Helstu „röksemdir“ gegn fóstureyðingum

Fóstureyðingar verða að vera löglegar

Takmarkanir á réttindum kvenna í Bandaríkjunum (þarna var Bush yngri enn forseti)

Fóstureyðing eða ættleiðing

Helstu andstæðingar fóstureyðinga — karlmenn

Helstu andstæðingar fóstureyðinga — kaþólikkar

Fóstureyðingar valda (ekki) ævilangri sektarkennd

Fóstureyðing — þegar guð drepur saklaus börn í móðurkviði

Eru fóstureyðingar réttlætanlegri þegar barnið gæti orðið fatlað?

Þetta var ég semsagt að dunda mér við í júní 2007, á hápunkti góðærisins.

Efnisorð: , ,