Helstu andstæðingar fóstureyðinga - karlmenn
Það er sérkennilegt hvað karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem tala gegn fóstureyðingum, bæði hér á landi og annarstaðar. Eflaust eru margar konur andvígar fóstureyðingum líka, en fjöldi karlanna, og það hvað þeir eru háværir um mál sem þeim kemur í raun ekki við (ekki þurfa þeir að standa frammi fyrir því vali að fæða barn eða fara í fóstureyðingu) og tengist líklega því hvað þeir eru ósáttir við að ráða ekki alfarið yfir lífi og athöfnum kvenna.
Sumir vilja meina að karlmenn eigi að hafa vald til að úrskurða um hvort kona fái að fara í fóstureyðingu og þá jafnframt eigi þeir að geta hafnað því að verða feður og annaðhvort skikkað konuna í fóstureyðingu eða losnað undan barnsmeðlögum vilji konan ekki fara í hana. Sumir karlmenn nota aldrei sjálfir getnaðarvarnir en verða reiðir ef kona eignast barn sem þeir vilja ekki eða hneykslast ef konan lætur eyða fóstrinu. En málið snýst um rétt kvenna – ekki karla – til meðgöngu og fæðingar eða að eyða fóstri. Enga konu ætti að þvinga til að eyða fóstri sem hún vill að verði barn og enga konu ætti að þvinga til að ganga með og fæða barn sem hún ekki vill. Það að verða móðir, ætti alltaf að vera val, ekki hlutverk sem konum er þröngvað til.
Þeir sem mest berjast gegn rétti kvenna til fóstureyðinga í Bandaríkjunum eru gjarnan þeir sem eru líka mjög á móti öllum styrkjum til fátækra og einstæðra mæðra, svo öfugsnúið sem það er. (Svo ekki sé minnst á að þeir eru líka yfirleitt hlynntir stríðinu og dauðarefsingum á fólki sem einu sinni var fóstur.) Umhyggja þeirra fyrir lífi fóstursins nær semsagt ekki framyfir þá stund sem það fæðist og þarf mat og húsaskjól. Og aldrei heyrast þessir karlar segja aukatekið orð um hvað eigi að verða um þessar konur sem þeir vilja fyrir alla muni að fari ekki í fóstureyðingu, né hafa þeir áhyggjur af heilsu þeirra.
Sumir vilja meina að karlmenn eigi að hafa vald til að úrskurða um hvort kona fái að fara í fóstureyðingu og þá jafnframt eigi þeir að geta hafnað því að verða feður og annaðhvort skikkað konuna í fóstureyðingu eða losnað undan barnsmeðlögum vilji konan ekki fara í hana. Sumir karlmenn nota aldrei sjálfir getnaðarvarnir en verða reiðir ef kona eignast barn sem þeir vilja ekki eða hneykslast ef konan lætur eyða fóstrinu. En málið snýst um rétt kvenna – ekki karla – til meðgöngu og fæðingar eða að eyða fóstri. Enga konu ætti að þvinga til að eyða fóstri sem hún vill að verði barn og enga konu ætti að þvinga til að ganga með og fæða barn sem hún ekki vill. Það að verða móðir, ætti alltaf að vera val, ekki hlutverk sem konum er þröngvað til.
Þeir sem mest berjast gegn rétti kvenna til fóstureyðinga í Bandaríkjunum eru gjarnan þeir sem eru líka mjög á móti öllum styrkjum til fátækra og einstæðra mæðra, svo öfugsnúið sem það er. (Svo ekki sé minnst á að þeir eru líka yfirleitt hlynntir stríðinu og dauðarefsingum á fólki sem einu sinni var fóstur.) Umhyggja þeirra fyrir lífi fóstursins nær semsagt ekki framyfir þá stund sem það fæðist og þarf mat og húsaskjól. Og aldrei heyrast þessir karlar segja aukatekið orð um hvað eigi að verða um þessar konur sem þeir vilja fyrir alla muni að fari ekki í fóstureyðingu, né hafa þeir áhyggjur af heilsu þeirra.
Efnisorð: fóstureyðingar, karlmenn
<< Home