sunnudagur, júní 17, 2007

Dæmdar af orðum sínum – sýknaðir af illvirkjum

Í tveimur dómum sem nýlega voru felldir í Héraðsdómi Reykjavíkur (15. maí og 5. júní), var annarsvegar um að ræða 14 ára stelpu sem var uppdópuð þegar henni var nauðgað af fjórum strákum í einu, þeir voru á svipuðum aldri og hún, sá elsti var þó 17 ára. Hinsvegar var 16 ára stelpu nauðgað af þremur strákum í röð og voru þeir þá á aldrinum 17-18 ára. Í báðum dómunum var nánast ekkert haft orðrétt eftir strákunum (mesta lagi stök orð) heldur allt umorðað sem þeir sögðu fyrir dómi og hljóma orð þeirra mjög skynsamlega.

Í stelpurnar eru hinsvegar fjölmargar beinar tilvitnanir í dómsorðum. Þar eru öll hikorð tekin með, hvert „sko“, „hérna“ og „þú veist“ og ruglingsleg orðaröð frásagna þeirra látin halda sér. Stelpurnar hljóma því mjög ótrúverðugar og jafnvel heimskar, sérstaklega í samanburði við hina vel máli förnu stráka. Mér er spurn hversvegna þetta sé svona í dómsskjölum því varla er ofmælt að þarna halli mjög á stelpurnar, sem eiga þá sök eina að vera ungar og illa máli farnar.

Efnisorð: , ,