Fjögurþúsund brúðkaup og réttarhöld
Ég hef ekki tölu á hve mörg brúðkaup ég hef séð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Nánast alltaf á ensku og gerast ýmist í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Mér finnst sem ég kunni athöfnina utanbókar og gæti tekið að mér hlutverk prestsins hvenær sem á því þyrfti að halda. En þó er líklega einhver blæbrigðamunur á þessum brúðkaupum öllum, því þau fara ekki endilega fram í evangelísk-lútherskri kirkju eins og þeirri sem er kölluð Þjóðkirkja hér á landi, heldur fara þessi brúðkaup fram að hætti kaþólskra, meþódista, baptista og í Ensku biskupakirkjunni, svo einhverjar kirkjudeildir séu nefndar, auk auðvitað brúðkaupa gyðinga (sem ég þekki bara af glasinu sem brotið er í lok athafnarinnar). Þessu rugla ég afturámóti öllu saman í hausnum á mér og finnst þetta allt sama tóbakið.
Það sama má segja um lagamál. Ég hef séð svo mikið af réttardrama og lögfræðingaþáttum að mér finnst sem ég gæti flutt mál fyrir a.m.k. héraðsdómi. Allar líkur eru þó á að lögfræðileg kunnátta mín eigi meir við bandarískt réttarkerfi en hið íslenska og skoðanir mínar á réttlátum dómum og ranglátum eigi fyrst og fremst við það fyrrnefnda. Sumt finnst mér hljóma ægilega amerískt og hvarflar ekki að mér að eigi við hér, eins og t.d. frasinn „svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa“ – en þó hef ég séð þessi orð í nýlegum íslenskum dómum. Og skókst þá enn heimsmynd mín og hugmyndir mínar um lög og rétt hér á landi og annarstaðar.
Dæmi um það sem ég hef heyrt að sé gott og gilt annarstaðar en veit ekki hvort notað er hér, er hvort fortíð konu sem kærir nauðgun er notuð gegn henni fyrir rétti eða hvort um það gildi sömu reglur og víða erlendis þar sem hvorki er leyft að ræða fortíð hennar né mannsins sem hún ásakar, stundum með þeim afleiðingum að karlmenn sem hafa áður verið dæmdir sekir um nauðganir eru sýknaðir en hefðu líklega ekki verið það ef dómari eða kviðdómendur hefðu vitað um sakaferilinn. (Nýlegt dæmi um þetta var á Nýja-Sjálandi þar sem nokkrir lögreglumenn höfðu stundað að nauðga ungum konum og voru dregnir fyrir rétt hvað eftir annað en sýknaðir í síðasta skiptið þó þeir sætu þá þegar inni vegna afbrota sinna. Kviðdómendur höfðu ekki hugmynd um annað en þarna færu sómakærir laganna verðir sem væru bornir röngum sökum.)
Mér finnst réttlætismál að ekki sé reynt að nota fjölda bólfélaga konu gegn henni þegar hún kærir nauðgun, enda ekkert sem segir að kona sem vill gjarnan sofa hjá A vilji kynlíf með B og þar af leiðir á hún að geta sagt „Nei“ við B án nokkurra afleiðinga. Afturámóti skiptir máli hvort karlmaður sem er sakaður um nauðgun hafi áður verið sakaður um það sama, hvortheldur sannast hefur á hann sök eða ekki. Mér finnst því ekki eigi að gilda það sama fyrir konuna og karlinn að þessu leyti.
Einhverntímann ætla ég svo að skrifa um prentfrelsi og málfrelsi, þar grunar mig að bandaríski skilningurinn sé annar en hinn íslenski og ég sé ekki sú eina sem ruglar þeim saman. Eða öfugt.
Það sama má segja um lagamál. Ég hef séð svo mikið af réttardrama og lögfræðingaþáttum að mér finnst sem ég gæti flutt mál fyrir a.m.k. héraðsdómi. Allar líkur eru þó á að lögfræðileg kunnátta mín eigi meir við bandarískt réttarkerfi en hið íslenska og skoðanir mínar á réttlátum dómum og ranglátum eigi fyrst og fremst við það fyrrnefnda. Sumt finnst mér hljóma ægilega amerískt og hvarflar ekki að mér að eigi við hér, eins og t.d. frasinn „svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa“ – en þó hef ég séð þessi orð í nýlegum íslenskum dómum. Og skókst þá enn heimsmynd mín og hugmyndir mínar um lög og rétt hér á landi og annarstaðar.
Dæmi um það sem ég hef heyrt að sé gott og gilt annarstaðar en veit ekki hvort notað er hér, er hvort fortíð konu sem kærir nauðgun er notuð gegn henni fyrir rétti eða hvort um það gildi sömu reglur og víða erlendis þar sem hvorki er leyft að ræða fortíð hennar né mannsins sem hún ásakar, stundum með þeim afleiðingum að karlmenn sem hafa áður verið dæmdir sekir um nauðganir eru sýknaðir en hefðu líklega ekki verið það ef dómari eða kviðdómendur hefðu vitað um sakaferilinn. (Nýlegt dæmi um þetta var á Nýja-Sjálandi þar sem nokkrir lögreglumenn höfðu stundað að nauðga ungum konum og voru dregnir fyrir rétt hvað eftir annað en sýknaðir í síðasta skiptið þó þeir sætu þá þegar inni vegna afbrota sinna. Kviðdómendur höfðu ekki hugmynd um annað en þarna færu sómakærir laganna verðir sem væru bornir röngum sökum.)
Mér finnst réttlætismál að ekki sé reynt að nota fjölda bólfélaga konu gegn henni þegar hún kærir nauðgun, enda ekkert sem segir að kona sem vill gjarnan sofa hjá A vilji kynlíf með B og þar af leiðir á hún að geta sagt „Nei“ við B án nokkurra afleiðinga. Afturámóti skiptir máli hvort karlmaður sem er sakaður um nauðgun hafi áður verið sakaður um það sama, hvortheldur sannast hefur á hann sök eða ekki. Mér finnst því ekki eigi að gilda það sama fyrir konuna og karlinn að þessu leyti.
Einhverntímann ætla ég svo að skrifa um prentfrelsi og málfrelsi, þar grunar mig að bandaríski skilningurinn sé annar en hinn íslenski og ég sé ekki sú eina sem ruglar þeim saman. Eða öfugt.
Efnisorð: dómar, kvikmyndir, Nauðganir, Sjónvarpsþættir, trú
<< Home