fimmtudagur, júní 14, 2007

Gunnar og Geir

Það fór um mig ógeðshrollur þegar ég sá þá félaga Gunnar og Geira í Sjónvarpinu. Þegar svona menn tala um ærumeiðingar og lygar og segja að fólki hljóti að líða illa sem talar um það gerist á Goldfinger, þá líður mér eins og ég sé að horfa á sjónvarpspredikara sem boðar hatur í nafni kærleiksríks guðs. Mótsagnirnir skera í eyru.

Samt finnst mér skrítið þetta með meiðyrðin. Ef Gunnari finnst æðislegt á Goldfinger, afhverju er ærumeiðing í því fólgin að benda á það? Afhverju er hann ekki stoltur?

En það var greinilega gaman hjá starfsmönnum Sjónvarpsins sem fóru í vettvangskönnun á Goldfinger og mynduðu myndir af stelpum sem vinna þar, næstum eins gaman og þegar þeir mynda þær fáklæddar og dansandi. Sjónvarpsáhorfendur eiga skilið að fá að sjá brjóst og svona, alltaf gaman að því.

Efnisorð: ,