föstudagur, júní 01, 2007

Ómengað

Ég hef lengi hlakkað til þessa dags. Planið var að þræða veitingahús og skemmtistaði frá morgni og fram á rauða nótt, borða, drekka og dansa og koma svo heim örþreytt, södd og sæl og algerlega laus við reykingalykt af fötum og hári. En eftir því sem dagurinn nálgaðist las ég æ svæsnari upphrópanir reykingamanna, þar sem ekki var hikað við að blanda Hitler í málið. Mér sýnist stefna í blóðug slagsmál hvar sem áður mátti eitra fyrir þeim sem voguðu sér að vilja borða, drekka og dansa. Líklega er best að láta þessa helgi líða (og fylgjast með tölum um mannfall) áður en farið verður á mannamót.

Bakþankar Bergsteins í Fréttablaðinu í dag um reykingabannið eru snilld.

Efnisorð: