Enn er von
Ég hef verið að bíða eftir að ný ríkisstjórn yrði mynduð, til þess að geta tjáð mig um hana. En eitthvað gengur það seint og ég vona að það sé vegna þess að Ingibjörg Sólrún sé ekki tilbúin að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða of miklu. Helst vil ég að þessar viðræður fari út um þúfur og Kaffibandalagið verði endurreist með einhverjum hætti (og með því skilyrði að Frjálslyndir hætti að vera þessir ógeðs rasistar og einbeiti sér að því ágæta máli sem afnám kvótakerfisins er, þeir eru fínir í því).
Ef illa fer (þ.e. að Ingibjörg Sólrún taki eitthvert illa þokkað ráðuneyti eða Samfylkingin fái örfáa ráðherra eða stóriðjustefnan verði sett á fulla ferð - hvað þá ef kvenréttindasjónarmið verða fyrir borð borin) þá leggst ég í margboðað þunglyndi, sem lét sannarlega á sér kræla þegar ljóst var að stjórnin hefði ekki fallið.
Ef illa fer (þ.e. að Ingibjörg Sólrún taki eitthvert illa þokkað ráðuneyti eða Samfylkingin fái örfáa ráðherra eða stóriðjustefnan verði sett á fulla ferð - hvað þá ef kvenréttindasjónarmið verða fyrir borð borin) þá leggst ég í margboðað þunglyndi, sem lét sannarlega á sér kræla þegar ljóst var að stjórnin hefði ekki fallið.
<< Home